Koeman: Messi líklegastur til að vinna Gullboltann í ár Arnar Geir Halldórsson skrifar 19. júlí 2021 07:01 Má illa við því að missa Messi burt. vísir/getty Ronald Koeman, stjóri Barcelona, fer ekki í felur með að alvarleg fjárhagsstaða félagsins hafi áhrif á undirbúning liðsins fyrir spænsku úrvalsdeildina. Koeman er þó vongóður um að Lionel Messi verði hluti af leikmannahópnum þegar mótið byrjar á nýjan leik en Messi er samningslaus og má ganga að því sem gefnu að til hans streymi nú ýmis boð um gull og græna skóga víða um veröld. Þrátt fyrir að PSG og Man City hafi lagt mikla áherslu á að klófesta Argentínumanninn knáa eru taldar mestar líkur á að hann verði um kyrrt í Barcelona. „Það er mjög mikilvægt. Við sjáum það á síðasta tímabili, eftir erfiða byrjun, að hann er ennþá besti leikmaður í heimi,“ segir Koeman um Messi. „Messi er fyrirliðinn okkar og fyrirmynd fyrir aðra leikmenn. Hann er alltaf að sýna það að hann sé bestur í heimi. Ég veit hversu mikið hann vildi vinna Copa America. Hann er líklegastur til að vinna Gullboltann í ár,“ segir Koeman. He may of not yet signed a new contract, but Ronald Koeman is expecting another enormous campaign from Leo Messi. #beINLiga #FCBhttps://t.co/H2zirfboIK— beIN SPORTS (@beINSPORTS_EN) July 18, 2021 Mikið hefur verið skrifað um vandræði Barcelona fjárhagslega en Koeman kveðst ánægður með frammistöðu félagsins á leikmannamarkaðnum þrátt fyrir erfiðar aðstæður. „Við höfum gert vel á leikmannamarkaðnum í sumar. Við höfum fengið leikmenn á borð við Memphis Depay, Sergio Aguero og Eric Garcia og þeir koma allir frítt. Ef ég mun fá pening til leikmannakaupa munum við skoða hvar við viljum styrkja liðið.“ „Við gerum alltaf miklar kröfur. Við vitum ekki enn hvernig liðið mun líta út vegna fjárhagsstöðunnar hjá félaginu,“ viðurkennir Koeman þó engan bilbug sé á honum að finna. „Við viljum hafa eins góðan leikmannahóp og mögulegt er. Við erum stórt félag, Barcelona og við ætlum alltaf að vinna titla.“ Spænski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Sjá meira
Koeman er þó vongóður um að Lionel Messi verði hluti af leikmannahópnum þegar mótið byrjar á nýjan leik en Messi er samningslaus og má ganga að því sem gefnu að til hans streymi nú ýmis boð um gull og græna skóga víða um veröld. Þrátt fyrir að PSG og Man City hafi lagt mikla áherslu á að klófesta Argentínumanninn knáa eru taldar mestar líkur á að hann verði um kyrrt í Barcelona. „Það er mjög mikilvægt. Við sjáum það á síðasta tímabili, eftir erfiða byrjun, að hann er ennþá besti leikmaður í heimi,“ segir Koeman um Messi. „Messi er fyrirliðinn okkar og fyrirmynd fyrir aðra leikmenn. Hann er alltaf að sýna það að hann sé bestur í heimi. Ég veit hversu mikið hann vildi vinna Copa America. Hann er líklegastur til að vinna Gullboltann í ár,“ segir Koeman. He may of not yet signed a new contract, but Ronald Koeman is expecting another enormous campaign from Leo Messi. #beINLiga #FCBhttps://t.co/H2zirfboIK— beIN SPORTS (@beINSPORTS_EN) July 18, 2021 Mikið hefur verið skrifað um vandræði Barcelona fjárhagslega en Koeman kveðst ánægður með frammistöðu félagsins á leikmannamarkaðnum þrátt fyrir erfiðar aðstæður. „Við höfum gert vel á leikmannamarkaðnum í sumar. Við höfum fengið leikmenn á borð við Memphis Depay, Sergio Aguero og Eric Garcia og þeir koma allir frítt. Ef ég mun fá pening til leikmannakaupa munum við skoða hvar við viljum styrkja liðið.“ „Við gerum alltaf miklar kröfur. Við vitum ekki enn hvernig liðið mun líta út vegna fjárhagsstöðunnar hjá félaginu,“ viðurkennir Koeman þó engan bilbug sé á honum að finna. „Við viljum hafa eins góðan leikmannahóp og mögulegt er. Við erum stórt félag, Barcelona og við ætlum alltaf að vinna titla.“
Spænski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Sjá meira