Kolbeinn hóf leik í fremstu víglínu Gautaborgar og lék við hlið sænska landsliðsmannsins Marcus Berg sem sneri nýverið aftur í sænska boltann eftir fjórtán ára fjarveru.
Mjallby komst yfir eftir tuttugu mínútna leik en á 39.mínútu jafnaði Kolbeinn metin með góðu skallamarki.
1-1! Sigthorsson kvitterar för sitt IFK Göteborg
— discovery+ sport (@dplus_sportSE) July 18, 2021
Se matchen just nu på https://t.co/BJ6IiIqhp8 pic.twitter.com/aRMWnwMKbM
Í upphafi síðari hálfleiks komst Gautaborg í forystu þegar Kolbeinn skallaði boltann fyrir Marcus Berg sem kom á fleygiferð og stangaði boltann í netið af miklum krafti.
Mjallby svaraði og jafnaði í 2-2 áður en Alexander Jallow tryggði Gautaborg 3-2 sigur með marki á 83.mínútu. Boltinn barst til Jallow af Kolbeini og því önnur stoðsending íslenska sóknarmannsins staðreynd. Kolbeini var svo skipt af velli á 89.mínútu.
Markvörðurinn ungi, Adam Ingi Benediktsson, sat allan tímann á varamannabekk Gautaborgar.