Hollið að detta í 60 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 18. júlí 2021 07:38 Fallegur lax úr Langá sem veiddist í Dyrfljóti Mynd: KL Langá á Mýrum fór rólega af stað og hefur veiðin verið minni en vonir stóðu til eins og í öðrum ám á vesturlandi. Það er engu að síður ágætis gangur í hollinu sem er við veiðar núna en þegar tölur voru teknar saman í gær var hollið að detta í 60 laxa þegar ein vakt er eftir. Lax er farinn að veiðast á svæðinu sem er kallar Fjallið en í gær komu laxar upp í Bjargstreng og Skriðufljóti. Langá er líklega í besta sumarvatni sem hún hefur verið í síðan 2015 en kalt vorið og kaldir dagar í sumar hafa ekki beinlínis verið að gera tökuna auðvelda. Ekki hefur borið mikið á tveggja ára laxi og eins árs lax göngurnar eru undirvæntingum en það virðist engu að síður vera nóg af laxi til að halda veiðimönnum uppteknum. Ef niðurstaðan í þessu holli sem er við veiðar núna verður um 80 laxar þá er það ansi rífleg hækkun í veiðitölum en áinn stóð 153 löxum þegar þetta holl mætti til veiða. Stangveiði Borgarbyggð Mest lesið 18.184 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Maðkurinn er kominn yfir 200 krónur stykkið Veiði Frances og Haugur slást um toppsætið Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Það eru lika stórir laxar í Grímsá Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði
Það er engu að síður ágætis gangur í hollinu sem er við veiðar núna en þegar tölur voru teknar saman í gær var hollið að detta í 60 laxa þegar ein vakt er eftir. Lax er farinn að veiðast á svæðinu sem er kallar Fjallið en í gær komu laxar upp í Bjargstreng og Skriðufljóti. Langá er líklega í besta sumarvatni sem hún hefur verið í síðan 2015 en kalt vorið og kaldir dagar í sumar hafa ekki beinlínis verið að gera tökuna auðvelda. Ekki hefur borið mikið á tveggja ára laxi og eins árs lax göngurnar eru undirvæntingum en það virðist engu að síður vera nóg af laxi til að halda veiðimönnum uppteknum. Ef niðurstaðan í þessu holli sem er við veiðar núna verður um 80 laxar þá er það ansi rífleg hækkun í veiðitölum en áinn stóð 153 löxum þegar þetta holl mætti til veiða.
Stangveiði Borgarbyggð Mest lesið 18.184 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Maðkurinn er kominn yfir 200 krónur stykkið Veiði Frances og Haugur slást um toppsætið Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Það eru lika stórir laxar í Grímsá Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði