Gosvirkni aftur fallin niður í Fagradalsfjalli Kristján Már Unnarsson skrifar 17. júlí 2021 23:06 Myndarlegar hraunár flæddu til austurs niður í Meradali frá eldgígnum síðdegis í gær, sem vefmyndavél Almannavarna og Veðurstofu fangaði. Almannavarnir, Veðurstofa Íslands/vefmyndavél. Eldstöðin í Fagradalsfjalli virðist aftur lögst í dvala eftir sólarhrings goshrinu. Jarðskjálftamælar Veðurstofunnar sýna að gosvirkni féll niður síðdegis. „Gosórói féll niður rétt fyrir klukkan fimm,“ sagði Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, í kvöld. Ekkert hefur sést til gígsins á vefmyndavélum í kvöld vegna slæms skyggnis og því segir Einar erfitt að segja til um stöðuna. Á vefmyndavél í Meradölum sást þó að hraun rann ekki lengur á yfirborði. Einar telur þó ekki hægt að útiloka að það renni undir yfirborði. Miðað við það sem lesa má út úr óróaritinu segir Einar það gefa svipaða mynd í kvöld og var þegar engin virkni sást í gígnum. Óróaritið klukkan 23 í kvöld.Veðurstofa Íslands Jarðvísindamenn merktu eðlisbreytingu á eldgosinu fyrir rúmum þremur vikum þegar hlé varð á gosvirkni í fyrsta sinn frá upphafi gossins þann 19. mars. Síðan hafa skipst á mislangar goshrinur og goshlé, lengsta hléið í fjóra sólarhringa í síðustu viku. Þá tók við fimm sólarhringa goshrina um síðustu helgi sem lauk aðfararnótt fimmtudags. Gosið tók sig svo aftur upp síðdegis í gær, föstudag. Ekki er að sjá neina reglu á lengd goshléa og því til lítils að spá hvenær eða hvort eldgígurinn vaknar á ný. Hér má fylgjast með breytingum á óróariti frá jarðskjálftamæli við Grindavík. Uppfært klukkan 6.20: Eldgosið tók aftur við sér í nótt Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Virknin komin á fullt eftir sólarhringshlé Púlsavirkni í eldgosinu við Fagradalsfjall er aftur komin á fullt eftir rúmlega sólarhrings goshlé nú fyrir helgi. Náttúruvársérfræðingur beinir því sérstaklega til fólks að fara ekki út á hraunið en talsvert hefur borið á slíku undanfarið. 17. júlí 2021 14:07 Eldgosið legið niðri frá því snemma í morgun Eldgosið í Fagradalsfjalli féll skyndilega niður laust fyrir klukkan fimm í morgun. Þetta sýna bæði vefmyndavélar og jarðskjálftamælar. 15. júlí 2021 11:12 Þetta er núna vinsælasti útsýnisstaðurinn á gosið Drónamyndir sem náðust af gosstöðvunum á Fagradalsfjalli um helgina sýna að hraunelfa flæddi úr eldgígnum um göng og þaðan í átt til Meradala. Slæmt skyggni hefur í dag byrgt sýn að eldgosinu en óróamælar sýna að það hefur haldið fullum dampi. 12. júlí 2021 22:56 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
„Gosórói féll niður rétt fyrir klukkan fimm,“ sagði Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, í kvöld. Ekkert hefur sést til gígsins á vefmyndavélum í kvöld vegna slæms skyggnis og því segir Einar erfitt að segja til um stöðuna. Á vefmyndavél í Meradölum sást þó að hraun rann ekki lengur á yfirborði. Einar telur þó ekki hægt að útiloka að það renni undir yfirborði. Miðað við það sem lesa má út úr óróaritinu segir Einar það gefa svipaða mynd í kvöld og var þegar engin virkni sást í gígnum. Óróaritið klukkan 23 í kvöld.Veðurstofa Íslands Jarðvísindamenn merktu eðlisbreytingu á eldgosinu fyrir rúmum þremur vikum þegar hlé varð á gosvirkni í fyrsta sinn frá upphafi gossins þann 19. mars. Síðan hafa skipst á mislangar goshrinur og goshlé, lengsta hléið í fjóra sólarhringa í síðustu viku. Þá tók við fimm sólarhringa goshrina um síðustu helgi sem lauk aðfararnótt fimmtudags. Gosið tók sig svo aftur upp síðdegis í gær, föstudag. Ekki er að sjá neina reglu á lengd goshléa og því til lítils að spá hvenær eða hvort eldgígurinn vaknar á ný. Hér má fylgjast með breytingum á óróariti frá jarðskjálftamæli við Grindavík. Uppfært klukkan 6.20: Eldgosið tók aftur við sér í nótt
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Virknin komin á fullt eftir sólarhringshlé Púlsavirkni í eldgosinu við Fagradalsfjall er aftur komin á fullt eftir rúmlega sólarhrings goshlé nú fyrir helgi. Náttúruvársérfræðingur beinir því sérstaklega til fólks að fara ekki út á hraunið en talsvert hefur borið á slíku undanfarið. 17. júlí 2021 14:07 Eldgosið legið niðri frá því snemma í morgun Eldgosið í Fagradalsfjalli féll skyndilega niður laust fyrir klukkan fimm í morgun. Þetta sýna bæði vefmyndavélar og jarðskjálftamælar. 15. júlí 2021 11:12 Þetta er núna vinsælasti útsýnisstaðurinn á gosið Drónamyndir sem náðust af gosstöðvunum á Fagradalsfjalli um helgina sýna að hraunelfa flæddi úr eldgígnum um göng og þaðan í átt til Meradala. Slæmt skyggni hefur í dag byrgt sýn að eldgosinu en óróamælar sýna að það hefur haldið fullum dampi. 12. júlí 2021 22:56 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Virknin komin á fullt eftir sólarhringshlé Púlsavirkni í eldgosinu við Fagradalsfjall er aftur komin á fullt eftir rúmlega sólarhrings goshlé nú fyrir helgi. Náttúruvársérfræðingur beinir því sérstaklega til fólks að fara ekki út á hraunið en talsvert hefur borið á slíku undanfarið. 17. júlí 2021 14:07
Eldgosið legið niðri frá því snemma í morgun Eldgosið í Fagradalsfjalli féll skyndilega niður laust fyrir klukkan fimm í morgun. Þetta sýna bæði vefmyndavélar og jarðskjálftamælar. 15. júlí 2021 11:12
Þetta er núna vinsælasti útsýnisstaðurinn á gosið Drónamyndir sem náðust af gosstöðvunum á Fagradalsfjalli um helgina sýna að hraunelfa flæddi úr eldgígnum um göng og þaðan í átt til Meradala. Slæmt skyggni hefur í dag byrgt sýn að eldgosinu en óróamælar sýna að það hefur haldið fullum dampi. 12. júlí 2021 22:56