Fótbolti

Alfons lagði upp mark í jafntefli

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Alfons Sampsted.
Alfons Sampsted. vísir/getty

Tveir íslenskir knattspyrnumenn voru í eldlínunni í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Alfons Sampsted lék allan leikinn í hægri bakverðinum hjá meistaraliði Bodo/Glimt sem gerði 2-2 jafntefli við Sarpsborg 08 á útivelli.

Alfons lagði upp mark fyrir Marius Hoeibraaten sem jafnaði metin í 2-2 fyrir Bodo/Glimt á 85.mínútu.

Bodo/Glimt því fjórum stigum á eftir toppliði Molde sem á einnig leik til góða en næsti leikur Alfons og félaga verður á íslenskri grundu þar sem liðið mætir Val að Hlíðarenda í Sambandsdeildinni næstkomandi fimmtudagskvöld.

Fyrr í dag lék Samúel Kári Friðjónsson rúmlega klukkutíma fyrir Viking Stavanger sem beið lægri hlut fyrir Odd 3-2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×