Eftir að hafa verið í sex vikur saman í búbblu þá ákváðu nokkrir leikmenn að ferðast saman í frí til þess að safna kröftum fyrir næstu leiktíð.
Sárt tap í vítaspyrnukeppninni virðist ekki skemma stemninguna í fríi hópsins en þar má meðal annars finna Mason Mount, Luke Shaw, Declan Rice og Kyle Walker.
Go on, lads 🏴❤️ pic.twitter.com/3e3j0nOVSu
— FourFourTweet (@FourFourTweet) July 17, 2021
Myndband af þeim hefur ratað á netið þar sem þeir syngja lag Neil Diamons, Sweet Caroline, sem var eitt af þeim lögum sem ensku stuðningsmennirnir sungu mest yfir mótinu.
Það var meðal annars spilað eftir 2-0 sigur Englands á Þýskalandi og þakið ætlaði af Wembley.
England players sing Euro 2020 anthem 'Sweet Caroline' while on holidayhttps://t.co/8AnH9bVuQy pic.twitter.com/qGF0ylNFQ3
— Mirror Football (@MirrorFootball) July 17, 2021