Telur þörf á úrræði fyrir þolendur utan réttarvörslukerfisins Elma Rut Valtýsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 16. júlí 2021 20:46 Helgi Gunnlaugsson er afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Stöð 2 Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, telur að þörf gæti verið á einhvers konar borgaralegu úrræði fyrir þolendur vægari kynferðisbrota eða annarrar ámælisverðrar hegðunar. Margir þolendur veigri sér við að leita réttar síns og þeir sem það geri telji sig oft hlunnfarna þegar máli þeirra er lokið. Helgi sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að sú umræða sem nú á sér stað, þar sem konur stíga fram ýmist undir nafni eða ekki og nafngreina meinta gerendur í kynferðisbrotamálum, endurspegli vanmáttugt kerfi. Hann segir kerfið ekki koma til móts við þolendur sem margir hverjir veigri sér við að leita réttar síns fyrir dómstólum eða telji sig bera skerðan hlut frá borði þegar málum þeirra er lokið innan dómskerfisins. “Jafnvel þó að við höfum séð ýmsar svona jákvæðar breytingar varðandi svona löggjöf og málsmeðferð á síðustu árum, þá vaknar kannski þessi spurning einmitt hvort að það þyrfti ekki að koma til einhvers konar nýtt úrræði, svona kannski utan réttarvörslukerfisins,“ sagði Helgi í viðtali við fréttastofu. Slíkt úrræði gæti nýst fórnarlömbum kynferðisafbrota eða ámælisverðrar hegðunar sem vilji leita réttar síns. Helgi telur þó að alvarlegri kynferðisbrot ættu áfram að eiga heima innan réttarvörslukerfisins. Í slíku úrræði telur Helgi að aðilar innan kerfisins gætu komið að málum sem þangað berast. „Það gætu verið sérfræðingar utan réttarvörslukerfisins, aðilar sem hafa faglega þekkingu á hegðun, samskiptum varðandi tengsl einstaklinga og annað af því tagi. Þannig að það eru svona borgaralegir aðilar en ekki innan réttarvörslukerfisins sjálfs.“ Kynferðisofbeldi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Helgi sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að sú umræða sem nú á sér stað, þar sem konur stíga fram ýmist undir nafni eða ekki og nafngreina meinta gerendur í kynferðisbrotamálum, endurspegli vanmáttugt kerfi. Hann segir kerfið ekki koma til móts við þolendur sem margir hverjir veigri sér við að leita réttar síns fyrir dómstólum eða telji sig bera skerðan hlut frá borði þegar málum þeirra er lokið innan dómskerfisins. “Jafnvel þó að við höfum séð ýmsar svona jákvæðar breytingar varðandi svona löggjöf og málsmeðferð á síðustu árum, þá vaknar kannski þessi spurning einmitt hvort að það þyrfti ekki að koma til einhvers konar nýtt úrræði, svona kannski utan réttarvörslukerfisins,“ sagði Helgi í viðtali við fréttastofu. Slíkt úrræði gæti nýst fórnarlömbum kynferðisafbrota eða ámælisverðrar hegðunar sem vilji leita réttar síns. Helgi telur þó að alvarlegri kynferðisbrot ættu áfram að eiga heima innan réttarvörslukerfisins. Í slíku úrræði telur Helgi að aðilar innan kerfisins gætu komið að málum sem þangað berast. „Það gætu verið sérfræðingar utan réttarvörslukerfisins, aðilar sem hafa faglega þekkingu á hegðun, samskiptum varðandi tengsl einstaklinga og annað af því tagi. Þannig að það eru svona borgaralegir aðilar en ekki innan réttarvörslukerfisins sjálfs.“
Kynferðisofbeldi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira