Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka tókst ekki að nýta vítaspyrnur sínar í vítaspyrnukeppninni sem skar úr um hvaða lið myndi vinna EM 2020. Í kjölfarið hafa leikmennirnir þrír orðið fyrir barðinu á rasískum og öðrum almennt ógeðfelldum skilaboðum.
Þeir hafa einnig fengið mikinn stuðning og Ted Lasso er þar á meðal.
Téður Lasso er reyndar ekki til í raunheimum og þó hann myndi styðja við bakið á Rashford, Sancho og Saka. Lasso er karakter í samnefndum sjónvarpsþáttum sem leikinn er af Jason Sudekis.
Í stað þess að mæta í jakkafötum eða slíku á frumsýningu annarrar þáttaraðar mætti Sudekis í bol með fornöfnum leikmannanna þriggja.
Jason Sudeikis showed up to the season two premier of Ted Lasso wearing a shirt in support of Marcus Rashford, Jadon Sancho and Bukayo Saka pic.twitter.com/sUas2U63At
— B/R Football (@brfootball) July 16, 2021
Þættirnir eru um Ted sem ákveður að stökkva á tækifærið að þjálfa fótboltaliðið AFC Richmond í Englandi eftir að hafa aðeins þjálfað fótbolta í Bandaríkjunum. Það sem Bandaríkjamenn kalla fótbolta þar að segja.
Eru þættirnir lauslega byggðir á því þegar Bandaríkjamaðurinn Terry Smith keypti enska fótboltaliðið Chester City og gerði sjálfan sig að aðalþjálfara liðsins án þess að hafa þjálfað fótbolta (e. soccer) áður.