Hafnarfjarðarbær hyggst gefa nýburum krúttkörfur Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. júlí 2021 22:47 Hafnarfjarðarbær mun gefa nýburum svokallaða krúttkörfu frá og með haustinu. Í henni verður að finna helstu nauðsynjar fyrir barnið fyrstu dagana. Stöð 2 Nýbakaðir foreldrar í Hafnarfirði mega með haustinu vænta þess að fá svokallaða krúttkörfu frá bænum sem inniheldur allar helstu nauðsynjar fyrir barnið á borð við samfellur, smekki og bleyjur. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs í Hafnarfirði segir þetta vera leið til þess að taka á móti nýjum íbúum með táknrænni hætti en hefur verið gert hingað til. Hugmyndin byggir á finnskri fyrirmynd en þar geta foreldrar fengið veglegan barnsburðarpakka sem inniheldur nær allt sem ung börn þurfa fyrstu mánuðina, sængur og sængurföt, bleyjur, sokka, smekki, galla, húfur, föt og þannig mætti lengi telja. Foreldrarnir sjálfir fá krem, getnaðarvarnir, tíðarvörur og fleira. En þeir sem ekki vilja pakkann geta fengið um hundrað og sjötíu evrur eða um tuttugu og fimm þúsund krónur. Hafnarfjarðarbær hefur tekið hugmyndina upp en þar er í bígerð svonefnd krúttkarfa sem glænýir bæjarbúar fá að gjöf. „Okkur langar að taka á móti nýjum íbúum með kannski táknrænni hætti en verið hefur. Það er að segja að gefa eða láta nýja íbúa hafa körfu með nytsamlegum og eigulegum hlutum og góðum ráðum fyrir okkur foreldrana, afar og ömmur og aðstandendur,“ segir Ágúst Bjarni. Ágúst Bjarni Garðarsson er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði.Stöð 2 Markmiðið að taka vel á móti nýjum íbúum Hugmyndin hefur áður skotið upp kollinum hér á landi og var þingsályktunartillaga þess efnis lögð fram á Alþingi árið 2015 sem þó náði ekki fram að ganga. Þá hafa nýfædd börn í Reykhólahreppi fengið vöggugjöf frá sveitarfélaginu, en þar var markmiðið að hvetja til frjósemi. „Hugsunin er sú sama, að taka vel á móti nýjum íbúum og það er það sem við erum að gera með því að fara í þessa vinnu hér í Hafnarfirði.“ Ágúst segir að þó krúttkarfan sé ekki eins vegleg og hjá frændum okkar Finnum, þá verði í henni ýmsir nytsamlegir hlutir. „Þetta verður eitthvað sem að börnin geta svona notað á fyrstu dögum. Það verður húfa, samfella, smekkur og jafnvel einhver góð bók.“ Hann vill hins vegar ekki svipta hulunni alfarið af innihaldi kassans alveg strax. „Ég vonast til þess að við getum afhent fyrsta kassann núna í september, október.“ Hafnarfjörður Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Hugmyndin byggir á finnskri fyrirmynd en þar geta foreldrar fengið veglegan barnsburðarpakka sem inniheldur nær allt sem ung börn þurfa fyrstu mánuðina, sængur og sængurföt, bleyjur, sokka, smekki, galla, húfur, föt og þannig mætti lengi telja. Foreldrarnir sjálfir fá krem, getnaðarvarnir, tíðarvörur og fleira. En þeir sem ekki vilja pakkann geta fengið um hundrað og sjötíu evrur eða um tuttugu og fimm þúsund krónur. Hafnarfjarðarbær hefur tekið hugmyndina upp en þar er í bígerð svonefnd krúttkarfa sem glænýir bæjarbúar fá að gjöf. „Okkur langar að taka á móti nýjum íbúum með kannski táknrænni hætti en verið hefur. Það er að segja að gefa eða láta nýja íbúa hafa körfu með nytsamlegum og eigulegum hlutum og góðum ráðum fyrir okkur foreldrana, afar og ömmur og aðstandendur,“ segir Ágúst Bjarni. Ágúst Bjarni Garðarsson er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði.Stöð 2 Markmiðið að taka vel á móti nýjum íbúum Hugmyndin hefur áður skotið upp kollinum hér á landi og var þingsályktunartillaga þess efnis lögð fram á Alþingi árið 2015 sem þó náði ekki fram að ganga. Þá hafa nýfædd börn í Reykhólahreppi fengið vöggugjöf frá sveitarfélaginu, en þar var markmiðið að hvetja til frjósemi. „Hugsunin er sú sama, að taka vel á móti nýjum íbúum og það er það sem við erum að gera með því að fara í þessa vinnu hér í Hafnarfirði.“ Ágúst segir að þó krúttkarfan sé ekki eins vegleg og hjá frændum okkar Finnum, þá verði í henni ýmsir nytsamlegir hlutir. „Þetta verður eitthvað sem að börnin geta svona notað á fyrstu dögum. Það verður húfa, samfella, smekkur og jafnvel einhver góð bók.“ Hann vill hins vegar ekki svipta hulunni alfarið af innihaldi kassans alveg strax. „Ég vonast til þess að við getum afhent fyrsta kassann núna í september, október.“
Hafnarfjörður Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira