Svona var 183. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. júlí 2021 08:24 Þeir Víðir og Þórólfur munu fara yfir stöðu mála á fundinum í dag sem verður í beinni útsendingu á Vísi. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir verða á kunnuglegum stað klukkan 11 í dag á Höfðatorgi. Þá fer fram upplýsingafundur vegna kórónuveirufaraldursins sem boðað var til í gær. Tæplega tvö hundruð upplýsingafundir hafa verið haldnir frá því að faraldurinn hófst í febrúar 2020. Sá síðasti, sem samkvæmt talningu Vísis var sá 182. í röðinni, fór fram 27. maí síðastliðinn eða fyrir 49 dögum. Í tilkynningu frá Almannavörnum í gær kom fram að í ljósi Covid-19 smita í vikunni mætti segja að staðan væri varhugaverð. Því hefði verið boðað til fundar. Fimm greindust utan sóttkvíar í fyrradag og tveir daginn þar á undan. Smitin frá því á þriðjudag eru af delta-afbrigði veirunnar en raðgreining úr smitunum fimm liggur ekki fyrir. Þó er talið að smitin tengist og megi meðal annars rekja til starfsmanns á skemmtistaðnum Bankastræti Club í miðbæ Reykjavíkur sem stóð vaktina síðustu helgi. Bein útsending og textalýsing verður á Vísi frá upplýsingafundinum sem hefst klukkan 11. Þá er hægt að horfa á fundinn á Stöð 2 Vísi í sjónvarpinu. Uppfært: Fundinum er lokið en hér að neðan má sjá upptöku frá honum í heild sinni.
Tæplega tvö hundruð upplýsingafundir hafa verið haldnir frá því að faraldurinn hófst í febrúar 2020. Sá síðasti, sem samkvæmt talningu Vísis var sá 182. í röðinni, fór fram 27. maí síðastliðinn eða fyrir 49 dögum. Í tilkynningu frá Almannavörnum í gær kom fram að í ljósi Covid-19 smita í vikunni mætti segja að staðan væri varhugaverð. Því hefði verið boðað til fundar. Fimm greindust utan sóttkvíar í fyrradag og tveir daginn þar á undan. Smitin frá því á þriðjudag eru af delta-afbrigði veirunnar en raðgreining úr smitunum fimm liggur ekki fyrir. Þó er talið að smitin tengist og megi meðal annars rekja til starfsmanns á skemmtistaðnum Bankastræti Club í miðbæ Reykjavíkur sem stóð vaktina síðustu helgi. Bein útsending og textalýsing verður á Vísi frá upplýsingafundinum sem hefst klukkan 11. Þá er hægt að horfa á fundinn á Stöð 2 Vísi í sjónvarpinu. Uppfært: Fundinum er lokið en hér að neðan má sjá upptöku frá honum í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Upplýsingafundir almannavarna og landlæknis Tengdar fréttir Þjóðin ætti að fara í viðbragðsstöðu eftir smit síðustu daga Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist áhyggjufullur vegna þeirra Covid-smita sem blossað hafa upp í samfélaginu síðustu daga. Hann segir fulla ástæðu til að vera á tánum núna. 14. júlí 2021 22:00 Þórólfur áhyggjufullur og boðar til upplýsingafundar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar á morgun vegna varhugaverðrar stöðu eftir fjölgun Covid-19 smita utan sóttkvíar hér á landi síðustu daga. 14. júlí 2021 15:38 Smitin sem greindust í fyrradag eru af delta-afbrigði veirunnar Kórónuveirusmitin tvö sem greindust í fyrradag eru af delta-afbrigði veirunnar. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna í samtali við fréttastofu. 14. júlí 2021 15:37 Hefur áhyggjur af Íslendingum á rauðum svæðum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að þau fimm smit sem greindust utan sóttkvíar í gær minni okkur á að veiran sé úti í samfélaginu. Fjöldi Íslendinga sem staddur sé erlendis á svokölluðum rauðum svæðum sé einnig áhyggjuefni. 14. júlí 2021 13:11 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Þjóðin ætti að fara í viðbragðsstöðu eftir smit síðustu daga Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist áhyggjufullur vegna þeirra Covid-smita sem blossað hafa upp í samfélaginu síðustu daga. Hann segir fulla ástæðu til að vera á tánum núna. 14. júlí 2021 22:00
Þórólfur áhyggjufullur og boðar til upplýsingafundar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar á morgun vegna varhugaverðrar stöðu eftir fjölgun Covid-19 smita utan sóttkvíar hér á landi síðustu daga. 14. júlí 2021 15:38
Smitin sem greindust í fyrradag eru af delta-afbrigði veirunnar Kórónuveirusmitin tvö sem greindust í fyrradag eru af delta-afbrigði veirunnar. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna í samtali við fréttastofu. 14. júlí 2021 15:37
Hefur áhyggjur af Íslendingum á rauðum svæðum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að þau fimm smit sem greindust utan sóttkvíar í gær minni okkur á að veiran sé úti í samfélaginu. Fjöldi Íslendinga sem staddur sé erlendis á svokölluðum rauðum svæðum sé einnig áhyggjuefni. 14. júlí 2021 13:11