Segir framferði Ingó sérkennilegt og að blaðið standi við fréttina Nadine Guðrún Yaghi og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 14. júlí 2021 18:08 Jón Þórisson er ritstjóri Fréttablaðsins. Fréttablaðið/Anton Brink Ritstjóri Fréttablaðsins segir framferði Ingólfs Þórarinssonar, sem hefur krafið blaðamenn um miskabætur og afsökunarbeiðni vegna ummæla um hann, sérkennilegt. Blaðið standi við fréttina. Ingólfur eða Ingó Veðurguð hefur verið sakaður opinberlega um fjölda kynferðisbrota á síðustu dögum. Lögmaður hans, Vilhjálmur Vilhjálmsson, gaf það út í gær fimm ættu von á kröfubréfi vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu um hann og eru þeir krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. „Ég veit nú ekki á hverju á að biðjast afsökunar. Á að biðjast afsökunar á því að þessar konur hafi ákveðið að segja þessar sögur? Við erum náttúrulega bara fjölmiðlinn og erum að fjalla um málefni sem eru að gerast í samfélaginu og það hefði verið sérkennilegt að gera ekki grein fyrir því um hvað þessar sögur snérust. Þannig að ég sé nú ekki fljótt á litið að það sé nú hægt að verða við þessu,“ segir Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins, um kæru sem barst Kristlínu Dís Ingilínardóttur blaðamanni á Fréttablaðinu í morgun. Í kæru er henni veittur frestur til 19. júlí til að borga þrjár milljónir og birta formlega afsökunarbeiðni á forsíðu Fréttablaðsins. Kristlín skrifaði grein á vef Fréttablaðsins í byrjun júlí þar sem hún skrifaði að ætla mætti að sögurnar sem Öfgar hefðu birt um ónefndan tónlistarmann væru um Ingó. Þannig nafngreindi hún tónlistarmanninn án þess að aðgerðahópurinn hafi gengið svo langt. Segir að fréttin standi Jón segir að Fréttablaðið standi við fréttina. „Fréttin var birt á okkar miðlum og það hefur engin ósk komið frá þeim sem fréttin varðaði að hún yrði leiðrétt eða lagfærð með neinum hætti. Þetta er það fyrsta sem við heyrum sem flokkast undir viðbrögð þess sem fréttin varðaði þannig að það er ekkert tilefni til annars en að hún standi bara eins og hún er,“ segir Jón. Framferði Ingólfs sé sérkennilegt. „Mér finnst það nú einhvern veginn eins og það sé verið að beina spjótum í einhverja allt aðra átt en því sem hefði verið nærtækast. Það að beina spjótum sínum að blaðamanni og krefja hann um þrjár milljónir, mér finnst það sérkennilegt að mínu mati.“ Stendur með Kristlínu Sem fyrr segir er Kristlín krafin um þrjár milljónir. Jón segir að Kristlín njóti stuðnings. „Hún veit það að hún stendur ekki ein í þessu og við höfum rætt það.“ Auk Kristlínar munu þau Ólöf Tara Harðardóttir, einn forsvarsmaður aðgerðarhópsins Öfga, Edda Falak áhrifavaldur, Sindri Sigríðar Hilmarsson viðskiptafræðingur og Erla Dóra Magnúsdóttir, blaðamaður á DV, einnig fá kæru á sig fyrir ummæli sín um Ingó. MeToo Mál Ingólfs Þórarinssonar Fjölmiðlar Dómsmál Tengdar fréttir Býðst líka til að borga miskabætur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter. 14. júlí 2021 16:42 Ingó vill þrjár milljónir í bætur: Kristlín gerir ekki ráð fyrir að draga ummæli sín til baka Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu þarf að borga Ingólfi Þórarinssyni þrjár milljónir í miskabætur innan fimm daga, samkvæmt kröfubréfi sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur sent henni fyrir hönd tónlistarmannsins. 14. júlí 2021 11:46 Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. 14. júlí 2021 10:52 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Ingólfur eða Ingó Veðurguð hefur verið sakaður opinberlega um fjölda kynferðisbrota á síðustu dögum. Lögmaður hans, Vilhjálmur Vilhjálmsson, gaf það út í gær fimm ættu von á kröfubréfi vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu um hann og eru þeir krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. „Ég veit nú ekki á hverju á að biðjast afsökunar. Á að biðjast afsökunar á því að þessar konur hafi ákveðið að segja þessar sögur? Við erum náttúrulega bara fjölmiðlinn og erum að fjalla um málefni sem eru að gerast í samfélaginu og það hefði verið sérkennilegt að gera ekki grein fyrir því um hvað þessar sögur snérust. Þannig að ég sé nú ekki fljótt á litið að það sé nú hægt að verða við þessu,“ segir Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins, um kæru sem barst Kristlínu Dís Ingilínardóttur blaðamanni á Fréttablaðinu í morgun. Í kæru er henni veittur frestur til 19. júlí til að borga þrjár milljónir og birta formlega afsökunarbeiðni á forsíðu Fréttablaðsins. Kristlín skrifaði grein á vef Fréttablaðsins í byrjun júlí þar sem hún skrifaði að ætla mætti að sögurnar sem Öfgar hefðu birt um ónefndan tónlistarmann væru um Ingó. Þannig nafngreindi hún tónlistarmanninn án þess að aðgerðahópurinn hafi gengið svo langt. Segir að fréttin standi Jón segir að Fréttablaðið standi við fréttina. „Fréttin var birt á okkar miðlum og það hefur engin ósk komið frá þeim sem fréttin varðaði að hún yrði leiðrétt eða lagfærð með neinum hætti. Þetta er það fyrsta sem við heyrum sem flokkast undir viðbrögð þess sem fréttin varðaði þannig að það er ekkert tilefni til annars en að hún standi bara eins og hún er,“ segir Jón. Framferði Ingólfs sé sérkennilegt. „Mér finnst það nú einhvern veginn eins og það sé verið að beina spjótum í einhverja allt aðra átt en því sem hefði verið nærtækast. Það að beina spjótum sínum að blaðamanni og krefja hann um þrjár milljónir, mér finnst það sérkennilegt að mínu mati.“ Stendur með Kristlínu Sem fyrr segir er Kristlín krafin um þrjár milljónir. Jón segir að Kristlín njóti stuðnings. „Hún veit það að hún stendur ekki ein í þessu og við höfum rætt það.“ Auk Kristlínar munu þau Ólöf Tara Harðardóttir, einn forsvarsmaður aðgerðarhópsins Öfga, Edda Falak áhrifavaldur, Sindri Sigríðar Hilmarsson viðskiptafræðingur og Erla Dóra Magnúsdóttir, blaðamaður á DV, einnig fá kæru á sig fyrir ummæli sín um Ingó.
MeToo Mál Ingólfs Þórarinssonar Fjölmiðlar Dómsmál Tengdar fréttir Býðst líka til að borga miskabætur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter. 14. júlí 2021 16:42 Ingó vill þrjár milljónir í bætur: Kristlín gerir ekki ráð fyrir að draga ummæli sín til baka Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu þarf að borga Ingólfi Þórarinssyni þrjár milljónir í miskabætur innan fimm daga, samkvæmt kröfubréfi sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur sent henni fyrir hönd tónlistarmannsins. 14. júlí 2021 11:46 Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. 14. júlí 2021 10:52 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Býðst líka til að borga miskabætur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter. 14. júlí 2021 16:42
Ingó vill þrjár milljónir í bætur: Kristlín gerir ekki ráð fyrir að draga ummæli sín til baka Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu þarf að borga Ingólfi Þórarinssyni þrjár milljónir í miskabætur innan fimm daga, samkvæmt kröfubréfi sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur sent henni fyrir hönd tónlistarmannsins. 14. júlí 2021 11:46
Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. 14. júlí 2021 10:52
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent