Ingó vill þrjár milljónir í bætur: Kristlín gerir ekki ráð fyrir að draga ummæli sín til baka Snorri Másson skrifar 14. júlí 2021 11:46 Kristlín Dís Ingilínardóttir er á meðal þeirra sem Ingó Veðurguð krefur um miskabætur vegna ærumeiðandi ummæla. Facebook Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu þarf að borga Ingólfi Þórarinssyni þrjár milljónir í miskabætur innan fimm daga, samkvæmt kröfubréfi sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur sent henni fyrir hönd tónlistarmannsins. Kristlín er ein af fimm sem Ingó hefur sent kröfubréf vegna ærumeiðandi ummæla um hann á netinu. Í kröfubréfi hennar segir að verði hún ekki við þessu áskilji sendandi sér rétt til málshöfðunar. „Þetta kom á óvart en ég geri ekki ráð fyrir að draga ummæli mín til baka fyrir að vinna vinnuna mína,“ segir Kristlín í samtali við Vísi. „Þess er krafist að ég biðji Ingó skriflega afsökunar og að sú afsökunarbeiðni verði birt á forsíðu Fréttablaðsins.is í 48 klukkustundir. Einnig er mér gert að borga þrjár milljónir í miskabætur og lögmann upp á 250.000 krónur. Verði ég ekki við þessu er áskilinn réttur til málshöfðunar án viðvörunar,“ segir Kristlín. Kristlín Dís skrifaði grein á vef Fréttablaðsins 3. júlí: „Tugir sagna lýsa ofbeldi af hálfu Ingó Veðurguðs.“ Þar skrifaði hún að ætla mætti að sögurnar sem Öfgar hefðu birt um ónefndan tónlistarmann væru um Ingó Veðurguð. Þannig nafngreindi hún tónlistarmanninn án þess að aðgerðahópurinn hafi gengið svo langt. Ekki liggur fyrir að þau tilteknu ummæli séu það sem krafist er að dregið verði til baka en meint ærumeiðandi ummæli Kristlínar eru fimm talsins. Hef fimm daga til að borga þrjár milljónir í miskabætur.. what a day— Kristlín Dís (@krist_lin) July 14, 2021 Fimm daga frestur Kristlín Dís sagði í samtali við Vísi í morgun að kröfubréfið hefði ekki enn borist henni, en hún er þó ekki heima við. „Ég er bara á Seyðisfirði en ég bíð spennt eftir að fá bréf,“ sagði Kristlín. „Mamma sakaði mig líka um að vera hræðilega dóttur af því að ég sagði henni ekki frá þessu í gær, en ég sá þetta bara á Vísi í morgun.“ Gefinn er frestur til að verða við þessum kröfum til 19. júlí næstkomandi. Ef marka má yfirlýsingar Haralds Þorleifssonar frumkvöðuls þarf Kristlín ekki að hafa áhyggjur af fjárhagslegu tjóni vegna kröfubréfs Ingós, enda hefur Haraldur sagst ætla að greiða lögfræðikostnaðinn eins og hann leggur sig. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Haraldi vegna málsins. Ég skal borga lögfræðikostnað fyrir alla sem þurfa í þessu máli. Ef þið þekkið fólk sem þarf hjálp sendið þau endilega til mín. https://t.co/DqwN8rIM6w— Halli (@iamharaldur) July 13, 2021 Á vef Fréttablaðsins segir að Kristlín hafi verið krafin um þrjár milljónir í miskabætur vegna fimm ummæla sem birtust í frétt á vef Fréttablaðsins þann 3. júlí síðastliðinn. Þá er hún krafin um 250 þúsund krónur í lögmannskostnað. Þess er krafist að Kristlín Dís biðji Ingólf afsökunar, viðurkenni að ummælin séu röng og dragi þau til baka. Þá afsökunarbeiðni og leiðréttingu skuli birta á forsíðu vefs Fréttablaðsins og þess krafist að hún standi þar í minnst 48 klukkustundir. Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira
Kristlín er ein af fimm sem Ingó hefur sent kröfubréf vegna ærumeiðandi ummæla um hann á netinu. Í kröfubréfi hennar segir að verði hún ekki við þessu áskilji sendandi sér rétt til málshöfðunar. „Þetta kom á óvart en ég geri ekki ráð fyrir að draga ummæli mín til baka fyrir að vinna vinnuna mína,“ segir Kristlín í samtali við Vísi. „Þess er krafist að ég biðji Ingó skriflega afsökunar og að sú afsökunarbeiðni verði birt á forsíðu Fréttablaðsins.is í 48 klukkustundir. Einnig er mér gert að borga þrjár milljónir í miskabætur og lögmann upp á 250.000 krónur. Verði ég ekki við þessu er áskilinn réttur til málshöfðunar án viðvörunar,“ segir Kristlín. Kristlín Dís skrifaði grein á vef Fréttablaðsins 3. júlí: „Tugir sagna lýsa ofbeldi af hálfu Ingó Veðurguðs.“ Þar skrifaði hún að ætla mætti að sögurnar sem Öfgar hefðu birt um ónefndan tónlistarmann væru um Ingó Veðurguð. Þannig nafngreindi hún tónlistarmanninn án þess að aðgerðahópurinn hafi gengið svo langt. Ekki liggur fyrir að þau tilteknu ummæli séu það sem krafist er að dregið verði til baka en meint ærumeiðandi ummæli Kristlínar eru fimm talsins. Hef fimm daga til að borga þrjár milljónir í miskabætur.. what a day— Kristlín Dís (@krist_lin) July 14, 2021 Fimm daga frestur Kristlín Dís sagði í samtali við Vísi í morgun að kröfubréfið hefði ekki enn borist henni, en hún er þó ekki heima við. „Ég er bara á Seyðisfirði en ég bíð spennt eftir að fá bréf,“ sagði Kristlín. „Mamma sakaði mig líka um að vera hræðilega dóttur af því að ég sagði henni ekki frá þessu í gær, en ég sá þetta bara á Vísi í morgun.“ Gefinn er frestur til að verða við þessum kröfum til 19. júlí næstkomandi. Ef marka má yfirlýsingar Haralds Þorleifssonar frumkvöðuls þarf Kristlín ekki að hafa áhyggjur af fjárhagslegu tjóni vegna kröfubréfs Ingós, enda hefur Haraldur sagst ætla að greiða lögfræðikostnaðinn eins og hann leggur sig. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Haraldi vegna málsins. Ég skal borga lögfræðikostnað fyrir alla sem þurfa í þessu máli. Ef þið þekkið fólk sem þarf hjálp sendið þau endilega til mín. https://t.co/DqwN8rIM6w— Halli (@iamharaldur) July 13, 2021 Á vef Fréttablaðsins segir að Kristlín hafi verið krafin um þrjár milljónir í miskabætur vegna fimm ummæla sem birtust í frétt á vef Fréttablaðsins þann 3. júlí síðastliðinn. Þá er hún krafin um 250 þúsund krónur í lögmannskostnað. Þess er krafist að Kristlín Dís biðji Ingólf afsökunar, viðurkenni að ummælin séu röng og dragi þau til baka. Þá afsökunarbeiðni og leiðréttingu skuli birta á forsíðu vefs Fréttablaðsins og þess krafist að hún standi þar í minnst 48 klukkustundir.
Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira