Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur Snorri Másson skrifar 14. júlí 2021 10:52 Ingólfur Þórarinsson krefst miskabóta vegna ærumeiðandi ummæla um sig á netinu. Stöð 2 Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. Þetta eru Edda Falak áhrifavaldur, Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson viðskiptafræðingur, markaðsstjóri, baráttumaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Pírata, Ólöf Tara Harðardóttir, einn forsvarsmaður aðgerðahópsins Öfga, Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu og Erla Dóra Magnúsdóttir, blaðamaður á DV. Enn er ekki ljóst fyrir hvaða ummæli Ingó er að krefjast bóta, en ákveðin ummæli frá umræddum einstaklingum koma sterklegar til greina en önnur. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa bréfin verið póstlögð en ekki enn borist viðtakendum. Ummæli í fjölmiðlum Tveir blaðamenn eru á meðal þeirra sem eiga von á kröfubréfi, Kristlín Dís Ingilínardóttir á Fréttablaðinu og Erla Dóra Magnúsdóttir á DV. Bæði blöðin eru í eigu útgáfufélagsins Torgs og blaðamennirnir eiga það sameiginlegt að hafa dregið þá ályktun að Ingó hafi verið sá nafnlausi tónlistarmaður sem ræddi um í TikTok-myndbandi aðgerðahópsins Öfga. @ofgarofgar Jesús allir lúserar landsins mættir að fella kónginn. öfgar #islenskt #islenskttiktok ♬ Get You The Moon - Timmies Kristlín Dís skrifaði grein á vef Fréttablaðsins 3. júlí: „Tugir sagna lýsa ofbeldi af hálfu Ingó Veðurguðs.“ Þar skrifaði hún að ætla mætti að sögurnar sem Öfgar hefðu birt um ónefndan tónlistarmann væru um Ingó Veðurguð. Þannig nafngreindi hún tónlistarmanninn án þess að aðgerðahópurinn hafi gengið svo langt. Kristlín Dís segir í samtali við Vísi að kröfubréfið hafi ekki enn borist henni, en hún er þó ekki heima við. „Ég er bara á Seyðisfirði en ég bíð spennt eftir að fá bréf,“ segir Kristlín. „Mamma sakaði mig líka um að vera hræðilega dóttur af því að ég sagði henni ekki frá þessu í gær, en ég sá þetta bara á Vísi í morgun.“ Erla Dóra skrifaði grein í DV sama dag: „Tuttugu nafnlausar sögur birtar um meinta ofbeldishegðun Ingó Veðurguðs – Ingó neitar sök.“ Þar segir að í myndbandi Öfga komi fram „tuttugu nafnlausar sögur um meinta ofbeldishegðun Ingólfs.“ Kristlín Dís Ingilínardóttir og Edda Falak eru á meðal þeirra sem Ingó Veðurguð krefur um miskabætur vegna ærumeiðandi ummæla.Samsett mynd Erla Dóra segir í samtali við Vísi að henni hafi enn ekki borist kröfubréfið. Hún muni ekki taka afstöðu til málsins fyrr en hún veit um hvað það snýst. Þess er að geta í þessu samhengi að Tanja Ísfjörð, sem er félagi í aðgerðahópnum, hafði óskað eftir „staðfestum sögum af ákveðnum Veðurguð“ á Twitter í aðdraganda þess að myndbandið var búið til. Það gaf til kynna að Ingó væri til umræðu í lokaafurðinni. Í viðtali við Vísi sama dag vísaði Ingó þessum ásökunum öllum á bug. Ummæli á samfélagsmiðlum Edda Falak er í Fréttablaðinu í dag sögð hafa fengið kröfubréf frá Ingó vegna þess að hún hafi lýst því yfir á Twitter að „þekktur tónlistarmaður hafi nauðgað sér.“ Hún hefur einnig sagt frá nauðgun þegar hún var 17 ára í viðtali í Dagmálum Morgunblaðsins. Edda hefur ekki svarað Vísi. Sindri Þór Hilmarsson Sigríðarson virðist samkvæmt þessu tísti hafa gert ráð fyrir að vera kærður fyrir meiðyrði vegna ummæla sem hann skrifaði í athugasemdakerfi Vísis við grein um Ingó Veðurguð. Tek við kærum fyrir meiðyrði á Kaffi Láru, Seyðisfirði, alla daga í þessari viku milli 17 og 22. Kíkið við, veðrið er gordjös 🥰 pic.twitter.com/EviQsbk3if— Sindri Þór (@sindri8me) July 7, 2021 Sindri talaði þar um mann „sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum að það hefur verið óskrifuð og jafnvel skrifuð regla félagsmiðstöðva víðsvegar um landið í áratug að ráða hann ekki á skemmtanir.“ Hann hélt áfram: „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum áður en það verður óásættanlegt að ráða hann sem skemmtikraft á útihátíð?“ Sindri hefur ekki svarað Vísi. Ólöf Tara Harðardóttir er á meðal þeirra sem stóðu að gerð myndbandsins á TikTok á vegum aðgerðahópsins. Ekki liggur fyrir hvaða ummæli hún hefur látið falla sem kalla á kröfubréfið en hún hefur tjáð sig mikið um nýjustu bylgju af MeToo á Twitter, og hefur einnig fjallað um málefni Ingó í hlaðvarpsviðtölum. Ólöf Tara segir í samtali við Vísi að henni hafi enn ekki borist bréfið og getur því ekki veitt upplýsingar um innihald þess. Aðgerðahópurinn Öfgar var til viðtals í Karlmennskunni á dögunum. Til vinstri er Hulda Hrund Sigmundsdóttir en til hægri Ólöf Tara Harðardóttir, sem er krafin um miskabætur vegna ummæla sinna.Karlmennskan Ef marka má yfirlýsingar Haralds Þorleifssonar frumkvöðuls þarf þessi hópur fólks ekki að hafa áhyggjur af fjárhagslegu tjóni vegna kröfubréfa Ingós, enda hefur Haraldur sagst ætla að greiða lögfræðikostnaðinn eins og hann leggur sig. Ætla má að miskabæturnar séu innifaldar í því tilboði. Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Borgar allan lögfræðikostnað fyrir þá sem Ingó lögsækir Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull sem hagnaðist verulega á sölu fyrirtækis síns til Twitter, hefur boðist til þess að greiða allan lögfræðikostnað þeirra sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð kann að lögsækja vegna ummæla á netinu um framkomu hans við konur. 13. júlí 2021 22:01 Ingó Veðurguð fer í hart með hjálp Villa Vill Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ætlar fyrir hönd Ingólfs Þórarinssonar Veðurguðs að kæra nafnlausar sögur sem birtar hafa verið um söngvarann á netinu. Kröfubréf verða send vegna ummæla sem fallið hafa á netinu undanfarnar vikur. 13. júlí 2021 18:23 Afbókaður víðast hvar og tekjutapið er verulegt Búið er að afbóka Ingólf Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, af fjölda gigga síðan hópurinn Öfgar birti yfir tuttugu nafnlausar sögur kvenna sem lýsa kynferðislegu ofbeldi af hálfu Ingós. Einnig er búið að aflýsa þriðju seríu þáttanna Í kvöld er gigg. Ingó segist hafa orðið fyrir miklu tekjutapi síðustu vikurnar. 12. júlí 2021 13:38 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Sjá meira
Þetta eru Edda Falak áhrifavaldur, Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson viðskiptafræðingur, markaðsstjóri, baráttumaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Pírata, Ólöf Tara Harðardóttir, einn forsvarsmaður aðgerðahópsins Öfga, Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu og Erla Dóra Magnúsdóttir, blaðamaður á DV. Enn er ekki ljóst fyrir hvaða ummæli Ingó er að krefjast bóta, en ákveðin ummæli frá umræddum einstaklingum koma sterklegar til greina en önnur. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa bréfin verið póstlögð en ekki enn borist viðtakendum. Ummæli í fjölmiðlum Tveir blaðamenn eru á meðal þeirra sem eiga von á kröfubréfi, Kristlín Dís Ingilínardóttir á Fréttablaðinu og Erla Dóra Magnúsdóttir á DV. Bæði blöðin eru í eigu útgáfufélagsins Torgs og blaðamennirnir eiga það sameiginlegt að hafa dregið þá ályktun að Ingó hafi verið sá nafnlausi tónlistarmaður sem ræddi um í TikTok-myndbandi aðgerðahópsins Öfga. @ofgarofgar Jesús allir lúserar landsins mættir að fella kónginn. öfgar #islenskt #islenskttiktok ♬ Get You The Moon - Timmies Kristlín Dís skrifaði grein á vef Fréttablaðsins 3. júlí: „Tugir sagna lýsa ofbeldi af hálfu Ingó Veðurguðs.“ Þar skrifaði hún að ætla mætti að sögurnar sem Öfgar hefðu birt um ónefndan tónlistarmann væru um Ingó Veðurguð. Þannig nafngreindi hún tónlistarmanninn án þess að aðgerðahópurinn hafi gengið svo langt. Kristlín Dís segir í samtali við Vísi að kröfubréfið hafi ekki enn borist henni, en hún er þó ekki heima við. „Ég er bara á Seyðisfirði en ég bíð spennt eftir að fá bréf,“ segir Kristlín. „Mamma sakaði mig líka um að vera hræðilega dóttur af því að ég sagði henni ekki frá þessu í gær, en ég sá þetta bara á Vísi í morgun.“ Erla Dóra skrifaði grein í DV sama dag: „Tuttugu nafnlausar sögur birtar um meinta ofbeldishegðun Ingó Veðurguðs – Ingó neitar sök.“ Þar segir að í myndbandi Öfga komi fram „tuttugu nafnlausar sögur um meinta ofbeldishegðun Ingólfs.“ Kristlín Dís Ingilínardóttir og Edda Falak eru á meðal þeirra sem Ingó Veðurguð krefur um miskabætur vegna ærumeiðandi ummæla.Samsett mynd Erla Dóra segir í samtali við Vísi að henni hafi enn ekki borist kröfubréfið. Hún muni ekki taka afstöðu til málsins fyrr en hún veit um hvað það snýst. Þess er að geta í þessu samhengi að Tanja Ísfjörð, sem er félagi í aðgerðahópnum, hafði óskað eftir „staðfestum sögum af ákveðnum Veðurguð“ á Twitter í aðdraganda þess að myndbandið var búið til. Það gaf til kynna að Ingó væri til umræðu í lokaafurðinni. Í viðtali við Vísi sama dag vísaði Ingó þessum ásökunum öllum á bug. Ummæli á samfélagsmiðlum Edda Falak er í Fréttablaðinu í dag sögð hafa fengið kröfubréf frá Ingó vegna þess að hún hafi lýst því yfir á Twitter að „þekktur tónlistarmaður hafi nauðgað sér.“ Hún hefur einnig sagt frá nauðgun þegar hún var 17 ára í viðtali í Dagmálum Morgunblaðsins. Edda hefur ekki svarað Vísi. Sindri Þór Hilmarsson Sigríðarson virðist samkvæmt þessu tísti hafa gert ráð fyrir að vera kærður fyrir meiðyrði vegna ummæla sem hann skrifaði í athugasemdakerfi Vísis við grein um Ingó Veðurguð. Tek við kærum fyrir meiðyrði á Kaffi Láru, Seyðisfirði, alla daga í þessari viku milli 17 og 22. Kíkið við, veðrið er gordjös 🥰 pic.twitter.com/EviQsbk3if— Sindri Þór (@sindri8me) July 7, 2021 Sindri talaði þar um mann „sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum að það hefur verið óskrifuð og jafnvel skrifuð regla félagsmiðstöðva víðsvegar um landið í áratug að ráða hann ekki á skemmtanir.“ Hann hélt áfram: „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum áður en það verður óásættanlegt að ráða hann sem skemmtikraft á útihátíð?“ Sindri hefur ekki svarað Vísi. Ólöf Tara Harðardóttir er á meðal þeirra sem stóðu að gerð myndbandsins á TikTok á vegum aðgerðahópsins. Ekki liggur fyrir hvaða ummæli hún hefur látið falla sem kalla á kröfubréfið en hún hefur tjáð sig mikið um nýjustu bylgju af MeToo á Twitter, og hefur einnig fjallað um málefni Ingó í hlaðvarpsviðtölum. Ólöf Tara segir í samtali við Vísi að henni hafi enn ekki borist bréfið og getur því ekki veitt upplýsingar um innihald þess. Aðgerðahópurinn Öfgar var til viðtals í Karlmennskunni á dögunum. Til vinstri er Hulda Hrund Sigmundsdóttir en til hægri Ólöf Tara Harðardóttir, sem er krafin um miskabætur vegna ummæla sinna.Karlmennskan Ef marka má yfirlýsingar Haralds Þorleifssonar frumkvöðuls þarf þessi hópur fólks ekki að hafa áhyggjur af fjárhagslegu tjóni vegna kröfubréfa Ingós, enda hefur Haraldur sagst ætla að greiða lögfræðikostnaðinn eins og hann leggur sig. Ætla má að miskabæturnar séu innifaldar í því tilboði.
Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Borgar allan lögfræðikostnað fyrir þá sem Ingó lögsækir Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull sem hagnaðist verulega á sölu fyrirtækis síns til Twitter, hefur boðist til þess að greiða allan lögfræðikostnað þeirra sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð kann að lögsækja vegna ummæla á netinu um framkomu hans við konur. 13. júlí 2021 22:01 Ingó Veðurguð fer í hart með hjálp Villa Vill Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ætlar fyrir hönd Ingólfs Þórarinssonar Veðurguðs að kæra nafnlausar sögur sem birtar hafa verið um söngvarann á netinu. Kröfubréf verða send vegna ummæla sem fallið hafa á netinu undanfarnar vikur. 13. júlí 2021 18:23 Afbókaður víðast hvar og tekjutapið er verulegt Búið er að afbóka Ingólf Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, af fjölda gigga síðan hópurinn Öfgar birti yfir tuttugu nafnlausar sögur kvenna sem lýsa kynferðislegu ofbeldi af hálfu Ingós. Einnig er búið að aflýsa þriðju seríu þáttanna Í kvöld er gigg. Ingó segist hafa orðið fyrir miklu tekjutapi síðustu vikurnar. 12. júlí 2021 13:38 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Sjá meira
Borgar allan lögfræðikostnað fyrir þá sem Ingó lögsækir Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull sem hagnaðist verulega á sölu fyrirtækis síns til Twitter, hefur boðist til þess að greiða allan lögfræðikostnað þeirra sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð kann að lögsækja vegna ummæla á netinu um framkomu hans við konur. 13. júlí 2021 22:01
Ingó Veðurguð fer í hart með hjálp Villa Vill Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ætlar fyrir hönd Ingólfs Þórarinssonar Veðurguðs að kæra nafnlausar sögur sem birtar hafa verið um söngvarann á netinu. Kröfubréf verða send vegna ummæla sem fallið hafa á netinu undanfarnar vikur. 13. júlí 2021 18:23
Afbókaður víðast hvar og tekjutapið er verulegt Búið er að afbóka Ingólf Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, af fjölda gigga síðan hópurinn Öfgar birti yfir tuttugu nafnlausar sögur kvenna sem lýsa kynferðislegu ofbeldi af hálfu Ingós. Einnig er búið að aflýsa þriðju seríu þáttanna Í kvöld er gigg. Ingó segist hafa orðið fyrir miklu tekjutapi síðustu vikurnar. 12. júlí 2021 13:38
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent