Fullyrðingar um sakfellingar á samfélagsmiðlum standist ekki Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júlí 2021 07:26 Gunnar Ingi (t.v.) spyr hvort Helgi hefði í grein sinni ekki átt að segjast vera sjálfur Joseph McCarthy, frekar en Ingó Veðurguð. Vísir/Samsett Hæstaréttarlögmaðurinn Gunnar Ingi Jóhannsson segir því fara fjarri að ásökunum kvenna á hendur Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni, um kynferðisofbeldi, og viðbrögðum almennings við því megi líkja við réttarfar miðalda og jafna við sakfellingar. Þetta segir hann í grein sem birtist hér á Vísi, og virðist ákveðið svar við grein sem lögfræðingurinn Helgi Áss Grétarsson birti fyrir viku síðan. Í upphafi greinar sinnar fjallar Gunnar Ingi um bandaríska öldungadeildarþingmanninn Joseph McCarthy, sem ofsótti kommúnista í Bandaríkjunum á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Helgi Áss hafði sjálfur líkt ásökunum kvennanna á hendur Ingólfi við athafnir McCarthys og notað orðalagið „réttarfar miðalda og sakfellingar á samfélagsmiðlum.“ Þetta segir Gunnar Ingi vera af og frá. „Staðreyndin er hins vegar sú að ásakanir kvennanna á hendur tónlistarmanninum byggja ekki á stjórnmálaskoðunum hans, trú, kynþætti eða öðru slíku. Þær saka tónlistarmanninn um kynferðisofbeldi. Þessar ásakanir eru settar fram í nafni tjáningarfrelsis, sem einnig er varið af stjórnarskrá þessa lands. Í 73. gr. hennar segir að allir séu frjálsir skoðana sinna og sannfæringar og eigi rétt á að láta í ljós hugsanir sínar. Viðbrögð Helga og annarra við tjáningu kvennanna eru sett fram á sömu forsendum. Hvorki er um að ræða pólitískar ofsóknir né hafa sambærileg mál sem upp hafa komið nýlega reynst byggð á sandi, þvert á móti,“ skrifar Gunnar Ingi. Ekkert eins og réttarfar miðalda Hann segir það fara fjarri að ásökununum og viðbrögðum almennings megi líkja við réttarfar miðalda eða jafna við sakfellingar. Það hafa engin réttarhöld verið haldin og enginn hefur verið sakfelldur. Ásakanir hafi komið fram og viðbrögðin við þeim hafi ýmist verið jákvæð eða neikvæð. „Réttarfar miðalda voru athafnir sem efnt var til af opinberu valdi, andlegu og veraldlegu, þar sem réttindi ákærðra voru lítil sem engin og miðuðu fyrst og fremst að því að fá hinn ákærða til að játa. Hvort sem þeim lauk með játningu eða ekki var hinn sakaði hvort sem er sakfelldur og mátti þá þola refsingu, oftar en ekki gjalda með lífi sínu. Þetta á ekkert skylt við það þegar einstaklingur sakar annan einstakling um refsiverða háttsemi,“ skrifar Gunnar Ingi og bendir á að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi í dómum sínum slegið því föstu að ásökun einstaklings verði ekki lögð að jöfnu við ákæru hins opinbera, þar sem raunveruleg sakfelling um refsiverðan verknað er möguleiki. Spyr hvort ásakanir á hendur konunum séu ekki ósanngjarnar Gunnar Ingi segir það þó rétt að til sé farvegur fyrir mál þeirra sem telji sig hafa sætt afbroti af hendi annars manns, nefnilega að kæra málið og von að það fari alla leið hjá yfirvöldum. Hann segir það virðast sem svo að Helgi telji þennan farveg sem hið opinbera býður upp á, vera þann eina rétta. „Hins vegar verður að árétta það sem að framan segir að ásakanir og umræður um þær eru settar fram í nafni tjáningarfrelsis sem varið er af stjórnarskrá. Stjórnarskrárákvæðið gerir meðal annars ráð fyrir því að sá sem tjáir sig ábyrgist tjáningu sína fyrir dómi. Í þessu sambandi skal bent á að til er farvegur í 242. gr. almennra hegningarlaga fyrir þá sem telja sig sæta óréttmætum og meiðandi nafnlausum ásökunum af hendi annarra. Rétturinn felst í því að kæra ummælin til lögreglu og vonast eftir að málið dagi þar ekki uppi á borðum, sem reyndar er algengara en hitt.“ Gunnar Ingi segir það vel mögulegt að þær konur sem hafi sakað Ingólf um kynferðisbrot hafi einfaldlega nýtt stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að tjá sannfæringu sína og hugsanir, og segir hann að miðað við nýlega dómaframkvæmd kunni réttur einstaklings til þess að tjá upplifun sína af ofbeldi að vera mjög sterkur. Því sé alls óvíst hvort konunum sem um ræðir hafi verið óheimilt að tjá sig með þeim hætti sem þær hafa gert. „Þannig kunna þeir sem hafa haldið því fram að konurnar hafi framið lögbrot, þar á meðal fólk með lögfræðipróf upp á vasann eins og McCarthy, því að hafa tekið þátt í ósanngjörnum og röngum ásökunum á hendur konunum. Kannski þarf sá sem veitist að konum fyrir notkun þeirra á tjáningarfrelsi og líkir tjáningu þeirra við pólitískan rétttrúnað og nornaveiðar fyrri tíma, að líta sér nær enda hafa konurnar ekki verið sakfelldar fyrir að hafa meitt æru tónlistarmannsins með tjáningu sinni.“ Helgi Áss lauk grein sinni á orðunum „Ég er Ingó Veðurguð.“ Gunnar Ingi veltir því upp hvort betur hefði farið á því ef þar undir hefði staðið „Ég er Joseph McCarthy.“ Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Í upphafi greinar sinnar fjallar Gunnar Ingi um bandaríska öldungadeildarþingmanninn Joseph McCarthy, sem ofsótti kommúnista í Bandaríkjunum á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Helgi Áss hafði sjálfur líkt ásökunum kvennanna á hendur Ingólfi við athafnir McCarthys og notað orðalagið „réttarfar miðalda og sakfellingar á samfélagsmiðlum.“ Þetta segir Gunnar Ingi vera af og frá. „Staðreyndin er hins vegar sú að ásakanir kvennanna á hendur tónlistarmanninum byggja ekki á stjórnmálaskoðunum hans, trú, kynþætti eða öðru slíku. Þær saka tónlistarmanninn um kynferðisofbeldi. Þessar ásakanir eru settar fram í nafni tjáningarfrelsis, sem einnig er varið af stjórnarskrá þessa lands. Í 73. gr. hennar segir að allir séu frjálsir skoðana sinna og sannfæringar og eigi rétt á að láta í ljós hugsanir sínar. Viðbrögð Helga og annarra við tjáningu kvennanna eru sett fram á sömu forsendum. Hvorki er um að ræða pólitískar ofsóknir né hafa sambærileg mál sem upp hafa komið nýlega reynst byggð á sandi, þvert á móti,“ skrifar Gunnar Ingi. Ekkert eins og réttarfar miðalda Hann segir það fara fjarri að ásökununum og viðbrögðum almennings megi líkja við réttarfar miðalda eða jafna við sakfellingar. Það hafa engin réttarhöld verið haldin og enginn hefur verið sakfelldur. Ásakanir hafi komið fram og viðbrögðin við þeim hafi ýmist verið jákvæð eða neikvæð. „Réttarfar miðalda voru athafnir sem efnt var til af opinberu valdi, andlegu og veraldlegu, þar sem réttindi ákærðra voru lítil sem engin og miðuðu fyrst og fremst að því að fá hinn ákærða til að játa. Hvort sem þeim lauk með játningu eða ekki var hinn sakaði hvort sem er sakfelldur og mátti þá þola refsingu, oftar en ekki gjalda með lífi sínu. Þetta á ekkert skylt við það þegar einstaklingur sakar annan einstakling um refsiverða háttsemi,“ skrifar Gunnar Ingi og bendir á að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi í dómum sínum slegið því föstu að ásökun einstaklings verði ekki lögð að jöfnu við ákæru hins opinbera, þar sem raunveruleg sakfelling um refsiverðan verknað er möguleiki. Spyr hvort ásakanir á hendur konunum séu ekki ósanngjarnar Gunnar Ingi segir það þó rétt að til sé farvegur fyrir mál þeirra sem telji sig hafa sætt afbroti af hendi annars manns, nefnilega að kæra málið og von að það fari alla leið hjá yfirvöldum. Hann segir það virðast sem svo að Helgi telji þennan farveg sem hið opinbera býður upp á, vera þann eina rétta. „Hins vegar verður að árétta það sem að framan segir að ásakanir og umræður um þær eru settar fram í nafni tjáningarfrelsis sem varið er af stjórnarskrá. Stjórnarskrárákvæðið gerir meðal annars ráð fyrir því að sá sem tjáir sig ábyrgist tjáningu sína fyrir dómi. Í þessu sambandi skal bent á að til er farvegur í 242. gr. almennra hegningarlaga fyrir þá sem telja sig sæta óréttmætum og meiðandi nafnlausum ásökunum af hendi annarra. Rétturinn felst í því að kæra ummælin til lögreglu og vonast eftir að málið dagi þar ekki uppi á borðum, sem reyndar er algengara en hitt.“ Gunnar Ingi segir það vel mögulegt að þær konur sem hafi sakað Ingólf um kynferðisbrot hafi einfaldlega nýtt stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að tjá sannfæringu sína og hugsanir, og segir hann að miðað við nýlega dómaframkvæmd kunni réttur einstaklings til þess að tjá upplifun sína af ofbeldi að vera mjög sterkur. Því sé alls óvíst hvort konunum sem um ræðir hafi verið óheimilt að tjá sig með þeim hætti sem þær hafa gert. „Þannig kunna þeir sem hafa haldið því fram að konurnar hafi framið lögbrot, þar á meðal fólk með lögfræðipróf upp á vasann eins og McCarthy, því að hafa tekið þátt í ósanngjörnum og röngum ásökunum á hendur konunum. Kannski þarf sá sem veitist að konum fyrir notkun þeirra á tjáningarfrelsi og líkir tjáningu þeirra við pólitískan rétttrúnað og nornaveiðar fyrri tíma, að líta sér nær enda hafa konurnar ekki verið sakfelldar fyrir að hafa meitt æru tónlistarmannsins með tjáningu sinni.“ Helgi Áss lauk grein sinni á orðunum „Ég er Ingó Veðurguð.“ Gunnar Ingi veltir því upp hvort betur hefði farið á því ef þar undir hefði staðið „Ég er Joseph McCarthy.“
Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira