Dramatískt jafntefli í Hafnarfjarðarslagnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. júlí 2021 21:18 FH-ingar þurftu að sætta sig við jafntefli í kvöld. Vísir/Daníel FH tók á móti Haukum í nágrannaslag Lengjudeildar kvenna í kvöld. Lokatölur 1-1 þar sem að jöfnunarmarkið kom á annari mínútu uppbótartíma. Það voru FH-ingar sem voru sterkari aðilinn framan af leik og þær uppskáru loksins á 38.mínútu þegar Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir slapp ein í gegn og renndi boltanum framhjá Emily Armstrong í marki Hauka. Staðan var því 1-0, heimakonum í vil, þegar flautað var til hálfleiks. Seinni hálfleikur var nokkuð rólegri en sá fyrri, og það var ekki fyrr en alveg undir lokin sem Haukakonur fóru að ógna marki FH-inga almennilega. Þegar rétt tæpar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma tók Harpa Karen Antonsdóttir aukaspyrnu fyrir gestina. Fyrirgjöf hennar datt fyrir Hildi Karítas Gunnarsdóttir sem jafnaði metin. Haukakonur voru ansi nálægt því að stela sigrinum tveim mínútum seinna, en skot Þóreyjar Bjarkar Eyþórsdóttur sigldi rétt framhjá. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli og FH-ingum mistókst að jafna KR að stigum á toppi deildarinnar. FH-ingar eru með 20 stig í öðru sæti, en Haukar með 12 í því fimmta. Lengjudeildin FH Haukar Mest lesið Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Sjá meira
Það voru FH-ingar sem voru sterkari aðilinn framan af leik og þær uppskáru loksins á 38.mínútu þegar Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir slapp ein í gegn og renndi boltanum framhjá Emily Armstrong í marki Hauka. Staðan var því 1-0, heimakonum í vil, þegar flautað var til hálfleiks. Seinni hálfleikur var nokkuð rólegri en sá fyrri, og það var ekki fyrr en alveg undir lokin sem Haukakonur fóru að ógna marki FH-inga almennilega. Þegar rétt tæpar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma tók Harpa Karen Antonsdóttir aukaspyrnu fyrir gestina. Fyrirgjöf hennar datt fyrir Hildi Karítas Gunnarsdóttir sem jafnaði metin. Haukakonur voru ansi nálægt því að stela sigrinum tveim mínútum seinna, en skot Þóreyjar Bjarkar Eyþórsdóttur sigldi rétt framhjá. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli og FH-ingum mistókst að jafna KR að stigum á toppi deildarinnar. FH-ingar eru með 20 stig í öðru sæti, en Haukar með 12 í því fimmta.
Lengjudeildin FH Haukar Mest lesið Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Sjá meira