RÚV greindi frá niðurstöðum Gallup í kvöld.
53% vilja breytingar á stjórnarskrá í samræmi við tillögur stjórnlagaráðs.
18% vilja breytingar á stjórnarskrá, en ekki þær sem stjórnlagaráð lagði til.
13% vilja að stjórnarskráin haldist óbreytt.
16% gátu ekki fallist á neina af þessum fullyrðingum.
Athygli vekur að 90% stuðningsmanna Samfylkingarinnar eru hlynnt nýju stjórnarskránni. Aðeins 18% kjósenda Sjálfstæðisflokks eru hlynnt sömu breytingum, en 25% þeirra vilja aðrar breytingar á stjórnarskrá en þær sem stjórnlagaráð lagði til.
Sitjandi ríkisstjórn hefur ekki náð samkomulagi á þessu kjörtímabili um að ráðast í stjórnarskrárbreytingar, hvorki í samræmi við tillögur stjórnlagaráðs né í annarri mynd. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði fram frumvarp ein síns liðs en það náði ekki fram að ganga.
Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fór fram í október 2012. Þátttaka var 48,9% en um 73.000 af 114.000 sem kusu voru fylgjandi því að leggja ætti tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Það eru um 65%.