Lítil vaxtahækkun getur létt pyngjuna um nokkur þúsund Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. júlí 2021 21:00 Fleiri sækja um að festa vexti íbúðalána eftir stýrivaxtahækkun Seðlabankankans í maí. Deildarstjóri greiningar hjá Íslandsbanka segir að það sé eðlilegt þegar fólk hafi væntingar um frekari vaxtahækkanir. Arion banki hefur hækkað vexti á óverðtryggðum lánum frá síðustu vaxtaákvörðun Seðlabankans um 0,1%, Landsbankinn um 0,15% og Íslandsbanki um 0,25%. Þetta þýðir að mánaðarleg greiðsla á þrjátíu milljón króna óverðtryggðu fasteignaláni á breytilegum vöxtum hækkar um 2.500 krónur hjá Arion, um 3.700 krónur hjá Landsbanka og 6.200 hjá Íslandsbanka. Samkvæmt upplýsingum frá viðskiptabönkunum þremur hafa fleiri en áður sótt um að festa vexti á lánum sínum eftir síðustu vaxtaákvörðun Seðlabanka. „Þegar væntingar eru um hækkandi vexti sjáum við fleiri sem vilja festa vexti og þegar væntingar eru um lækkun eru fleiri sem vilja breytilega vexti. Hins vegar eru fastir vextir oft hærri en þeir breytilegu,“ segir Björn Berg Gunnarsson deildarstjóri Greiningar Íslandsbanka. Björn Berg Gunnarsson deildarstjóri Greiningar ÍslandsbankaVísir/Vilhelm Hann segir Seðlabankann búast við frekari vaxtahækkunum. „Við erum að spá frekari vaxtahækkunum eftir að hafa fylgst með Seðlabankanum og hvernig spár greiningaraðila hljóma . Flestar spár um vaxtahækkanir eru þó tiltölulega hóflegar,“ segir Björn. Björn segir afar mikilvægt að halda verðbólgu niðri. „Takist hér að ná góðum tökum á verðbólgu eins og fyrir Covid þá er engin ástæða til að ætla að vextir hér þurfi að vera mjög háir,“ segir Björn. Björn mælir með að lántakendur fylgist vel með vaxtaákvörðunum fjármálastofnana og hverjar væntingar eru því greiðslubyrði óverðtryggðra fasteignalána fylgi þeim. Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Landsbankinn hækkar vexti íbúðalána Landsbankinn hefur ákveðið að hækka vexti nýrra óverðtryggðra íbúðalána með föstum vöxtum um 0,10 til 0,15 prósentustig. 7. júlí 2021 17:28 Formaður Neytendasamtakanna óttast vaxtahækkanaferl Formaður Neytendasamtakanna segir enga leið fyrr neytendur að átta sig á hvort vaxtahækkanir bankanna á húsnæðislánum í gær séu réttmætar. Þær undirstriki mikilvægi þess að fólk taki þátt í hópmálsókn samtakanna gegn bönkunum en nú þegar hafa um þúsund manns skráð sig á málaferlin. 2. júní 2021 11:50 i Formaður Neytendasamtakanna segir enga leið fyrr neytendur að átta sig á hvort vaxtahækkanir bankanna á húsnæðislánum í gær séu réttmætar. Þær undirstriki mikilvægi þess að fólk taki þátt í hópmálsókn samtakanna gegn bönkunum en nú þegar hafa um þúsund manns skráð sig á málaferlin. 2. júní 2021 11:50 Bankarnir hækkuðu allir vexti húsnæðislána í dag Arion banki, Íslandsbanki og Landsbanki hafa allir kynnt vaxtahækkanir á útlánum sínum í kjölfar nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Hækka vextir vissra lána um 0,15 til 0,25 prósentustig og tóku breytingarnar gildi í dag. 1. júní 2021 16:45 Afborganir húsnæðislána gætu snarhækkað með vaxtahækkunum Afborganir af húsnæðislánum með breytilega vexti gætu hækkað um tugi þúsunda á mánuði og rúma milljón á ári ef Seðlabankinn dregur allar vaxtalækkanir sínar undanfarin tvö ár til baka og viðskiptabankarnir fylgja þeim hækkunum. Neytendasamtökin segja forsendur vaxtahækkana bankanna óskýrar og ósanngjarnar og undirbúa prófmál. 2. júní 2021 19:21 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Arion banki hefur hækkað vexti á óverðtryggðum lánum frá síðustu vaxtaákvörðun Seðlabankans um 0,1%, Landsbankinn um 0,15% og Íslandsbanki um 0,25%. Þetta þýðir að mánaðarleg greiðsla á þrjátíu milljón króna óverðtryggðu fasteignaláni á breytilegum vöxtum hækkar um 2.500 krónur hjá Arion, um 3.700 krónur hjá Landsbanka og 6.200 hjá Íslandsbanka. Samkvæmt upplýsingum frá viðskiptabönkunum þremur hafa fleiri en áður sótt um að festa vexti á lánum sínum eftir síðustu vaxtaákvörðun Seðlabanka. „Þegar væntingar eru um hækkandi vexti sjáum við fleiri sem vilja festa vexti og þegar væntingar eru um lækkun eru fleiri sem vilja breytilega vexti. Hins vegar eru fastir vextir oft hærri en þeir breytilegu,“ segir Björn Berg Gunnarsson deildarstjóri Greiningar Íslandsbanka. Björn Berg Gunnarsson deildarstjóri Greiningar ÍslandsbankaVísir/Vilhelm Hann segir Seðlabankann búast við frekari vaxtahækkunum. „Við erum að spá frekari vaxtahækkunum eftir að hafa fylgst með Seðlabankanum og hvernig spár greiningaraðila hljóma . Flestar spár um vaxtahækkanir eru þó tiltölulega hóflegar,“ segir Björn. Björn segir afar mikilvægt að halda verðbólgu niðri. „Takist hér að ná góðum tökum á verðbólgu eins og fyrir Covid þá er engin ástæða til að ætla að vextir hér þurfi að vera mjög háir,“ segir Björn. Björn mælir með að lántakendur fylgist vel með vaxtaákvörðunum fjármálastofnana og hverjar væntingar eru því greiðslubyrði óverðtryggðra fasteignalána fylgi þeim.
Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Landsbankinn hækkar vexti íbúðalána Landsbankinn hefur ákveðið að hækka vexti nýrra óverðtryggðra íbúðalána með föstum vöxtum um 0,10 til 0,15 prósentustig. 7. júlí 2021 17:28 Formaður Neytendasamtakanna óttast vaxtahækkanaferl Formaður Neytendasamtakanna segir enga leið fyrr neytendur að átta sig á hvort vaxtahækkanir bankanna á húsnæðislánum í gær séu réttmætar. Þær undirstriki mikilvægi þess að fólk taki þátt í hópmálsókn samtakanna gegn bönkunum en nú þegar hafa um þúsund manns skráð sig á málaferlin. 2. júní 2021 11:50 i Formaður Neytendasamtakanna segir enga leið fyrr neytendur að átta sig á hvort vaxtahækkanir bankanna á húsnæðislánum í gær séu réttmætar. Þær undirstriki mikilvægi þess að fólk taki þátt í hópmálsókn samtakanna gegn bönkunum en nú þegar hafa um þúsund manns skráð sig á málaferlin. 2. júní 2021 11:50 Bankarnir hækkuðu allir vexti húsnæðislána í dag Arion banki, Íslandsbanki og Landsbanki hafa allir kynnt vaxtahækkanir á útlánum sínum í kjölfar nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Hækka vextir vissra lána um 0,15 til 0,25 prósentustig og tóku breytingarnar gildi í dag. 1. júní 2021 16:45 Afborganir húsnæðislána gætu snarhækkað með vaxtahækkunum Afborganir af húsnæðislánum með breytilega vexti gætu hækkað um tugi þúsunda á mánuði og rúma milljón á ári ef Seðlabankinn dregur allar vaxtalækkanir sínar undanfarin tvö ár til baka og viðskiptabankarnir fylgja þeim hækkunum. Neytendasamtökin segja forsendur vaxtahækkana bankanna óskýrar og ósanngjarnar og undirbúa prófmál. 2. júní 2021 19:21 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Landsbankinn hækkar vexti íbúðalána Landsbankinn hefur ákveðið að hækka vexti nýrra óverðtryggðra íbúðalána með föstum vöxtum um 0,10 til 0,15 prósentustig. 7. júlí 2021 17:28
Formaður Neytendasamtakanna óttast vaxtahækkanaferl Formaður Neytendasamtakanna segir enga leið fyrr neytendur að átta sig á hvort vaxtahækkanir bankanna á húsnæðislánum í gær séu réttmætar. Þær undirstriki mikilvægi þess að fólk taki þátt í hópmálsókn samtakanna gegn bönkunum en nú þegar hafa um þúsund manns skráð sig á málaferlin. 2. júní 2021 11:50
i Formaður Neytendasamtakanna segir enga leið fyrr neytendur að átta sig á hvort vaxtahækkanir bankanna á húsnæðislánum í gær séu réttmætar. Þær undirstriki mikilvægi þess að fólk taki þátt í hópmálsókn samtakanna gegn bönkunum en nú þegar hafa um þúsund manns skráð sig á málaferlin. 2. júní 2021 11:50
Bankarnir hækkuðu allir vexti húsnæðislána í dag Arion banki, Íslandsbanki og Landsbanki hafa allir kynnt vaxtahækkanir á útlánum sínum í kjölfar nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Hækka vextir vissra lána um 0,15 til 0,25 prósentustig og tóku breytingarnar gildi í dag. 1. júní 2021 16:45
Afborganir húsnæðislána gætu snarhækkað með vaxtahækkunum Afborganir af húsnæðislánum með breytilega vexti gætu hækkað um tugi þúsunda á mánuði og rúma milljón á ári ef Seðlabankinn dregur allar vaxtalækkanir sínar undanfarin tvö ár til baka og viðskiptabankarnir fylgja þeim hækkunum. Neytendasamtökin segja forsendur vaxtahækkana bankanna óskýrar og ósanngjarnar og undirbúa prófmál. 2. júní 2021 19:21