Hvetur fólk til að fórna bílnum sínum í þágu ferðaþjónustunnar Eiður Þór Árnason skrifar 13. júlí 2021 06:00 Ferðaþjónustuaðilar hafa áhyggjur af því að skortur á bílum komi í veg fyrir að erlendir ferðamenn dreifist um landið. Viktor Þórisson telur sig hafa lausnina. Vísir/Vilhelm Örtröð hefur myndast á Keflavíkurflugvelli síðustu daga og greinilegt að aukið líf er nú að færast í ferðaþjónustuna. Nú er svo komið að bílaleigur eiga í stökustu vandræðum með að anna eftirspurn en að sögn Samtaka ferðaþjónustunnar eru bílaleigubílar nánast uppseldir á Íslandi út ágústmánuð. Erfitt hefur reynst fyrir bílaleigur, sem minnkuðu flota sinn verulega í faraldrinum, að fá bíla þar sem bílaframleiðsla hefur ekki enn náð fullum afköstum. Forsvarsmaður bílaleiguþjónustunnar CarRenters hefur ekki farið varhluta af stöðunni en ólíkt samkeppnisaðilunum eru engir bílar í eigu fyrirtækisins. Í stað þess hefur CarRenters milligöngu um leigu bifreiða í einkaeigu og er eftirspurnin nú margfalt meiri en árið 2019. Örtröð var í brottfarasal Leifsstöðvar um helgina. Ekki hefur verið hægt að nota sjálfsafgreiðsluvélar vegna allra þeirra bólusetningar- og faraldurspappíra sem farþegar verða nú að framvísa.Vísir/Atli Þrefalt meiri velta en árið 2019 „Það er allt að fullbókast hjá okkur,“ segir Viktor Þórisson, eigandi CarRenters og einkabílaleigunnar Caritas sem er rekin með sama fyrirkomulagi. Greinilegt sé að erlendir ferðamenn leiti nú lengra þegar ekki er hægt að treysta á hefðbundnar bílaleigur. Hann segir að velta CarRenters fyrstu ellefu daga júlímánaðar sé strax orðin meiri en allan júlí 2019. Veltan hafi því í raun þrefaldast en fyrirtækið tekur allt að 22% þóknun af leigutekjum bifreiðaeigenda. Veltuaukningin litast einnig af hærra leiguverði en hærri tekjur fást nú af útleigu bifreiða eftir að bílaleigur hækkuðu verðskrár sínar. Airbnb fyrir bíla „Það er mikil umframeftirspurn og það er alveg augljóst það væri hægt að leigja miklu fleiri bíla. Heimsóknir á heimasíðuna eru margfaldar miðað við það sem hefur verið,“ segir Viktor. Hann hefur starfrækt CarRenters frá árinu 2003 og tók síðar yfir rekstur Caritas. Hann líkir leigufyrirkomulaginu við Airbnb fyrir bíla. Eigendur bifreiðanna stýri verðlagningu, hvenær þeir eru lausir til útleigu og sjái um afhendingu og móttöku. Á meðan hafi CarRenters milligöngu um viðskiptin, setji skilmála og sjái til að mynda um samskipti við tryggingafélög sem rukka gjarnan aukagjald þegar bílar eru settir í útleigu. Viktor er eini starfsmaður CarRenters og Caritas í dag en þeir voru tveir á tímabili. Hafa fyrirtækin legið í nokkurs konar dvala í faraldrinum líkt og mörg önnur ferðaþjónustufyrirtæki en nú er aldeilis farið að sjást til sólar. Ferðamálastofa spáir því nú að 890 þúsund erlendir ferðamenn komi til landsins á þessu ári og að fjöldinn verði svipaður á næsta ári og árið 2019, eða tæpar tvær milljónir. Er það heldur bjartsýnni spá en áður hefur sést hjá Ferðamálastofu og öðrum greiningaraðilum. Vill ekki sjá óáreiðanlega bíla Fjöldi bíla á skrá hjá CarRenters fækkaði töluvert í faraldrinum og eru nú rúmlega fimmtíu talsins. Til samanburðar voru þeir rúmir hundrað nokkuð áður en faraldurinn skall á, að sögn Viktors. Hefur hann því gripið til þess ráðs að auglýsa hátt og lágt eftir nýjum bílum á skrá og lagt áherslu á að bifreiðaeigendur geti sótt sér góðar aukatekjur í núverandi ástandi. Þá sé ekki síður gott að geta lagt efnahagslegri endurreisn landsins lið og bætt upplifun þeirra sem sækja landið heim. Bílaframleiðsla hefur ekki enn náð sér á strik eftir að framleiðendur gripu harkalega í handbremsuna þegar heimsfaraldurinn skall á.Vísir/Vihelm „Verðin eru það há að bílar eru kannski að leigjast á tvöfalt hærra verði hjá okkur núna en í fyrra,“ bætir Viktor við. Dæmi séu um að fólk fái virði bíla sinna í leigutekjur yfir sumarið og sumir sjái því slíka leigu sem nokkuð vænlegan fjárfestingakost. „Þú ert kannski með bíl upp á milljón og fólk er að fá milljón í leigu fyrir jeppling núna í sumar, það er bara eðlilegt.“ Viktor leggur þó áherslu á að bíllinn þurfi að vera áreiðanlegur, veðbandalaus og ekki eldri en fimmtán ára. Leiðinlegt sé að lenda í því að bíllinn manns bili hinum megin á landinu. „Það er ekkert vit í því að leigja út bíla sem er vesen á.“ Ferðamennska á Íslandi Bílaleigur Tengdar fréttir Ljónheppinn að fá bílaleigubíl Örtröð hefur verið á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga, bæði við komuna til landsins og einnig í röðinni á leiðinni út. Í dag fóru tæplega 100 flugvélar um völlinn. Þrátt fyrir að bið geti verið nokkur við komuna til landsins báru ferðamenn sem fréttastofa ræddi við í dag öllum aðbúnaði á flugvellinum vel söguna. 11. júlí 2021 21:01 Þungur dagur á Keflavíkurflugvelli Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum, segir daginn hafa verið þungan á Keflavíkurflugvelli. Talið sé að þrettán til fjórtán þúsund manns hafi farið í gegnum flugvöllinn en álagstímarnir á morgnanna og seinni partinn séu erfiðastir. 10. júlí 2021 19:52 Sjöfalt fleiri brottfarir erlendra farþega Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 42.600 í nýliðnum júnímánuði eða sjö sinnum fleiri en í júní 2020, þegar brottfarir voru um sex þúsund. 12. júlí 2021 15:45 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Erfitt hefur reynst fyrir bílaleigur, sem minnkuðu flota sinn verulega í faraldrinum, að fá bíla þar sem bílaframleiðsla hefur ekki enn náð fullum afköstum. Forsvarsmaður bílaleiguþjónustunnar CarRenters hefur ekki farið varhluta af stöðunni en ólíkt samkeppnisaðilunum eru engir bílar í eigu fyrirtækisins. Í stað þess hefur CarRenters milligöngu um leigu bifreiða í einkaeigu og er eftirspurnin nú margfalt meiri en árið 2019. Örtröð var í brottfarasal Leifsstöðvar um helgina. Ekki hefur verið hægt að nota sjálfsafgreiðsluvélar vegna allra þeirra bólusetningar- og faraldurspappíra sem farþegar verða nú að framvísa.Vísir/Atli Þrefalt meiri velta en árið 2019 „Það er allt að fullbókast hjá okkur,“ segir Viktor Þórisson, eigandi CarRenters og einkabílaleigunnar Caritas sem er rekin með sama fyrirkomulagi. Greinilegt sé að erlendir ferðamenn leiti nú lengra þegar ekki er hægt að treysta á hefðbundnar bílaleigur. Hann segir að velta CarRenters fyrstu ellefu daga júlímánaðar sé strax orðin meiri en allan júlí 2019. Veltan hafi því í raun þrefaldast en fyrirtækið tekur allt að 22% þóknun af leigutekjum bifreiðaeigenda. Veltuaukningin litast einnig af hærra leiguverði en hærri tekjur fást nú af útleigu bifreiða eftir að bílaleigur hækkuðu verðskrár sínar. Airbnb fyrir bíla „Það er mikil umframeftirspurn og það er alveg augljóst það væri hægt að leigja miklu fleiri bíla. Heimsóknir á heimasíðuna eru margfaldar miðað við það sem hefur verið,“ segir Viktor. Hann hefur starfrækt CarRenters frá árinu 2003 og tók síðar yfir rekstur Caritas. Hann líkir leigufyrirkomulaginu við Airbnb fyrir bíla. Eigendur bifreiðanna stýri verðlagningu, hvenær þeir eru lausir til útleigu og sjái um afhendingu og móttöku. Á meðan hafi CarRenters milligöngu um viðskiptin, setji skilmála og sjái til að mynda um samskipti við tryggingafélög sem rukka gjarnan aukagjald þegar bílar eru settir í útleigu. Viktor er eini starfsmaður CarRenters og Caritas í dag en þeir voru tveir á tímabili. Hafa fyrirtækin legið í nokkurs konar dvala í faraldrinum líkt og mörg önnur ferðaþjónustufyrirtæki en nú er aldeilis farið að sjást til sólar. Ferðamálastofa spáir því nú að 890 þúsund erlendir ferðamenn komi til landsins á þessu ári og að fjöldinn verði svipaður á næsta ári og árið 2019, eða tæpar tvær milljónir. Er það heldur bjartsýnni spá en áður hefur sést hjá Ferðamálastofu og öðrum greiningaraðilum. Vill ekki sjá óáreiðanlega bíla Fjöldi bíla á skrá hjá CarRenters fækkaði töluvert í faraldrinum og eru nú rúmlega fimmtíu talsins. Til samanburðar voru þeir rúmir hundrað nokkuð áður en faraldurinn skall á, að sögn Viktors. Hefur hann því gripið til þess ráðs að auglýsa hátt og lágt eftir nýjum bílum á skrá og lagt áherslu á að bifreiðaeigendur geti sótt sér góðar aukatekjur í núverandi ástandi. Þá sé ekki síður gott að geta lagt efnahagslegri endurreisn landsins lið og bætt upplifun þeirra sem sækja landið heim. Bílaframleiðsla hefur ekki enn náð sér á strik eftir að framleiðendur gripu harkalega í handbremsuna þegar heimsfaraldurinn skall á.Vísir/Vihelm „Verðin eru það há að bílar eru kannski að leigjast á tvöfalt hærra verði hjá okkur núna en í fyrra,“ bætir Viktor við. Dæmi séu um að fólk fái virði bíla sinna í leigutekjur yfir sumarið og sumir sjái því slíka leigu sem nokkuð vænlegan fjárfestingakost. „Þú ert kannski með bíl upp á milljón og fólk er að fá milljón í leigu fyrir jeppling núna í sumar, það er bara eðlilegt.“ Viktor leggur þó áherslu á að bíllinn þurfi að vera áreiðanlegur, veðbandalaus og ekki eldri en fimmtán ára. Leiðinlegt sé að lenda í því að bíllinn manns bili hinum megin á landinu. „Það er ekkert vit í því að leigja út bíla sem er vesen á.“
Ferðamennska á Íslandi Bílaleigur Tengdar fréttir Ljónheppinn að fá bílaleigubíl Örtröð hefur verið á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga, bæði við komuna til landsins og einnig í röðinni á leiðinni út. Í dag fóru tæplega 100 flugvélar um völlinn. Þrátt fyrir að bið geti verið nokkur við komuna til landsins báru ferðamenn sem fréttastofa ræddi við í dag öllum aðbúnaði á flugvellinum vel söguna. 11. júlí 2021 21:01 Þungur dagur á Keflavíkurflugvelli Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum, segir daginn hafa verið þungan á Keflavíkurflugvelli. Talið sé að þrettán til fjórtán þúsund manns hafi farið í gegnum flugvöllinn en álagstímarnir á morgnanna og seinni partinn séu erfiðastir. 10. júlí 2021 19:52 Sjöfalt fleiri brottfarir erlendra farþega Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 42.600 í nýliðnum júnímánuði eða sjö sinnum fleiri en í júní 2020, þegar brottfarir voru um sex þúsund. 12. júlí 2021 15:45 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Ljónheppinn að fá bílaleigubíl Örtröð hefur verið á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga, bæði við komuna til landsins og einnig í röðinni á leiðinni út. Í dag fóru tæplega 100 flugvélar um völlinn. Þrátt fyrir að bið geti verið nokkur við komuna til landsins báru ferðamenn sem fréttastofa ræddi við í dag öllum aðbúnaði á flugvellinum vel söguna. 11. júlí 2021 21:01
Þungur dagur á Keflavíkurflugvelli Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum, segir daginn hafa verið þungan á Keflavíkurflugvelli. Talið sé að þrettán til fjórtán þúsund manns hafi farið í gegnum flugvöllinn en álagstímarnir á morgnanna og seinni partinn séu erfiðastir. 10. júlí 2021 19:52
Sjöfalt fleiri brottfarir erlendra farþega Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 42.600 í nýliðnum júnímánuði eða sjö sinnum fleiri en í júní 2020, þegar brottfarir voru um sex þúsund. 12. júlí 2021 15:45