Með gosið í gangi heima í stofu Snorri Másson skrifar 10. júlí 2021 20:01 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir engin merki um að eldgosinu sé að ljúka. Vísir/Vilhelm Hraunfoss hefur runnið með boðaföllum niður í Meradali í dag eftir að virkni í gígnum í Fagradalsfjalli breyttist skyndilega í nótt. Eldfjallafræðingur segir engin merki um að goslok séu í nánd. Eftir að hafa legið í láginni í um fjóra sólarhringa tók eldgosið sig upp að nýju í nótt. Snemma í morgun farið að gusast hressilega úr gígnum, í fyrsta skipti frá því á mánudaginn. Vísindamenn hafa verið við gosstöðvarnar í dag að kanna aðstæður. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur sagði í viðtali við Bylgjuna í dag: „Það er mjög öflugur og tilkomumikill hraunfoss með boðaföllum sem hefur verið að fæða Meradalina. Allur vestari hluti Meradala, það er nýtt hraun sem þekur hann.“ Engar grundvallarbreytingar orðið á gosinu Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur áréttar að eldgosið hafi ekki á neinum tímapunkti stöðvast, heldur hafi eldvirknin á yfirborðinu aðeins breyst. „Þetta eru miklar breytingar, sem hafa orðið á virkninni í gígunum. Það er mjög athyglisvert, sérstaklega í ljósi þess að framleiðni, aðfærsla kviku að neðan og upp í gegnum gíginn, hún hefur lítið sem ekkert breyst. Samt erum við að sjá þessar miklu sveiflur í gígavirkninni. Það er fyrir mér mjög spennandi og athyglisvert og ég vil endilega skilja það betur,“ segir Þorvaldur. Á þessari stundu er hraunstreymið aðallega inn í Meradali en kvikan hefur þegar þakið töluvert svæði fjallsins. Eldgosið hefur nú staðið í tæpa fjóra mánuði og lætur engan bilbug á sér finna. "Ja, heldur þetta ekki bara áfram? Það er í sjálfu sér ekkert sem er að segja okkur það að endalok séu nærri eða neitt þess háttar. Það er greinilegt að það er enn aðstreymi af kviku upp í gegnum aðfærsluæðina og á meðan það er, þá heldur gosið áfram." Enn á kafi í gosinu Þótt almenningur kunni að leiða hugann sífellt minna að langvinnu gosinu, á það enn hug vísindamanna. „Við erum á kafi í þessu. Þetta eiginlega á hug manns og tíma líka. Þetta er náttúrulega alveg einstakt tækifæri til að gera ákveðnar mælingar og í raun og veru setja upp ákveðnar tilraunir ef það má orða það svoleiðis.“ Þar sem vísindamenn geta ekki verið við gosstöðvarnar öllum stundum koma beinar útsendingar helstu fjölmiðla að góðum notum. Þorvaldur er með beina útsendingu Vísis og Stöðvar 2 í gangi á flatskjánum heima í stofu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir „Maður sér alveg slettast upp yfir gígbarminn sjálfan“ Órói við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli tók að aukast verulega í nótt og varð meiri en hann hefur verið síðustu fjóra daga. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir ómögulegt að segja til um hvort virknin eigi eftir að halda sér eða detta niður eftir einhverja klukkutíma eins og gerðist um síðustu helgi. 10. júlí 2021 12:08 Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. 10. júlí 2021 03:11 Búast ekki við sjáanlegum jarðeldi á næstunni Lengsta goshlé eldgossins við Fagradalsfjall, alls um þrjátíu og fjórar klukkustundir, stendur enn yfir og ekki er útlit fyrir að jarðeldur sjáist aftur í bráð, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. 7. júlí 2021 12:43 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Eftir að hafa legið í láginni í um fjóra sólarhringa tók eldgosið sig upp að nýju í nótt. Snemma í morgun farið að gusast hressilega úr gígnum, í fyrsta skipti frá því á mánudaginn. Vísindamenn hafa verið við gosstöðvarnar í dag að kanna aðstæður. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur sagði í viðtali við Bylgjuna í dag: „Það er mjög öflugur og tilkomumikill hraunfoss með boðaföllum sem hefur verið að fæða Meradalina. Allur vestari hluti Meradala, það er nýtt hraun sem þekur hann.“ Engar grundvallarbreytingar orðið á gosinu Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur áréttar að eldgosið hafi ekki á neinum tímapunkti stöðvast, heldur hafi eldvirknin á yfirborðinu aðeins breyst. „Þetta eru miklar breytingar, sem hafa orðið á virkninni í gígunum. Það er mjög athyglisvert, sérstaklega í ljósi þess að framleiðni, aðfærsla kviku að neðan og upp í gegnum gíginn, hún hefur lítið sem ekkert breyst. Samt erum við að sjá þessar miklu sveiflur í gígavirkninni. Það er fyrir mér mjög spennandi og athyglisvert og ég vil endilega skilja það betur,“ segir Þorvaldur. Á þessari stundu er hraunstreymið aðallega inn í Meradali en kvikan hefur þegar þakið töluvert svæði fjallsins. Eldgosið hefur nú staðið í tæpa fjóra mánuði og lætur engan bilbug á sér finna. "Ja, heldur þetta ekki bara áfram? Það er í sjálfu sér ekkert sem er að segja okkur það að endalok séu nærri eða neitt þess háttar. Það er greinilegt að það er enn aðstreymi af kviku upp í gegnum aðfærsluæðina og á meðan það er, þá heldur gosið áfram." Enn á kafi í gosinu Þótt almenningur kunni að leiða hugann sífellt minna að langvinnu gosinu, á það enn hug vísindamanna. „Við erum á kafi í þessu. Þetta eiginlega á hug manns og tíma líka. Þetta er náttúrulega alveg einstakt tækifæri til að gera ákveðnar mælingar og í raun og veru setja upp ákveðnar tilraunir ef það má orða það svoleiðis.“ Þar sem vísindamenn geta ekki verið við gosstöðvarnar öllum stundum koma beinar útsendingar helstu fjölmiðla að góðum notum. Þorvaldur er með beina útsendingu Vísis og Stöðvar 2 í gangi á flatskjánum heima í stofu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir „Maður sér alveg slettast upp yfir gígbarminn sjálfan“ Órói við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli tók að aukast verulega í nótt og varð meiri en hann hefur verið síðustu fjóra daga. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir ómögulegt að segja til um hvort virknin eigi eftir að halda sér eða detta niður eftir einhverja klukkutíma eins og gerðist um síðustu helgi. 10. júlí 2021 12:08 Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. 10. júlí 2021 03:11 Búast ekki við sjáanlegum jarðeldi á næstunni Lengsta goshlé eldgossins við Fagradalsfjall, alls um þrjátíu og fjórar klukkustundir, stendur enn yfir og ekki er útlit fyrir að jarðeldur sjáist aftur í bráð, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. 7. júlí 2021 12:43 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
„Maður sér alveg slettast upp yfir gígbarminn sjálfan“ Órói við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli tók að aukast verulega í nótt og varð meiri en hann hefur verið síðustu fjóra daga. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir ómögulegt að segja til um hvort virknin eigi eftir að halda sér eða detta niður eftir einhverja klukkutíma eins og gerðist um síðustu helgi. 10. júlí 2021 12:08
Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. 10. júlí 2021 03:11
Búast ekki við sjáanlegum jarðeldi á næstunni Lengsta goshlé eldgossins við Fagradalsfjall, alls um þrjátíu og fjórar klukkustundir, stendur enn yfir og ekki er útlit fyrir að jarðeldur sjáist aftur í bráð, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. 7. júlí 2021 12:43