Grínaðist með að fyrsti titillinn gæti kostað vinskapinn við Messi Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2021 14:00 Neymar hefur aldrei unnið Copa América en það gæti breyst annað kvöld. EPA-EFE/Fernando Bizerra Jr Vinirnir Neymar og Lionel Messi mætast á miðnætti annað kvöld, að íslenskum tíma, í leik sem endar með því að annar þessara stórstjarna verður Suður-Ameríkumeistari í fótbolta í fyrsta sinn á ferlinum. Neymar og Messi léku í fjögur ár saman hjá Barcelona og Brasilíumaðurinn grínaðist með það að vinskapur þeirra Messis væri í húfi í úrslitaleiknum annað kvöld. Báðir hafa þeir farið á kostum í Copa América í ár en Messi hefur skorað fjögur mörk og átt fimm stoðsendingar fyrir Argentínu á meðan að Neymar hefur skorað tvö mörk og átt þrjár stoðsendingar fyrir gestgjafana í Brasilíu. „Messi er, eins og ég hef alltaf sagt, besti leikmaður sem ég hef spilað á móti og hann er frábær vinur. En núna erum við komnir í úrslitaleik og þá erum við keppinautar. Ég vil vinna og mig dauðlangar að vinna þennan titil því það yrði fyrsti Copa América titillinn minn,“ sagði Neymar. Heldur með Messi þegar hann getur „Messi er búinn að freista þess í mörg ár að vinna sinn fyrsta titil með landsliðinu og í hvert sinn sem að við erum ekki að spila þá held ég með honum. Ég hvatti hann áfram í úrslitaleiknum á HM 2014, þegar þeir mættu Þýskalandi. Núna er Brasilía hins vegar að spila svo að vinskapur okkar er í húfi,“ sagði Neymar hlæjandi en bætti við: „Virðingin okkar á milli er áfram mjög mikil en það getur bara annar okkar fagnað sigri. Þegar maður er vinur einhvers þá er erfitt að gleyma því… en þið vitið hvernig þetta er þegar þið eruð til dæmis að spila tölvuleik við vin ykkar. Maður vill alltaf vinna. Þannig verður þetta núna.“ Brasilía getur orðið suður-amerískur meistari í tíunda sinn en Argentína hefur þurft að bíða í 28 ár eftir sínum fimmtánda titli. Copa América Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Sjá meira
Neymar og Messi léku í fjögur ár saman hjá Barcelona og Brasilíumaðurinn grínaðist með það að vinskapur þeirra Messis væri í húfi í úrslitaleiknum annað kvöld. Báðir hafa þeir farið á kostum í Copa América í ár en Messi hefur skorað fjögur mörk og átt fimm stoðsendingar fyrir Argentínu á meðan að Neymar hefur skorað tvö mörk og átt þrjár stoðsendingar fyrir gestgjafana í Brasilíu. „Messi er, eins og ég hef alltaf sagt, besti leikmaður sem ég hef spilað á móti og hann er frábær vinur. En núna erum við komnir í úrslitaleik og þá erum við keppinautar. Ég vil vinna og mig dauðlangar að vinna þennan titil því það yrði fyrsti Copa América titillinn minn,“ sagði Neymar. Heldur með Messi þegar hann getur „Messi er búinn að freista þess í mörg ár að vinna sinn fyrsta titil með landsliðinu og í hvert sinn sem að við erum ekki að spila þá held ég með honum. Ég hvatti hann áfram í úrslitaleiknum á HM 2014, þegar þeir mættu Þýskalandi. Núna er Brasilía hins vegar að spila svo að vinskapur okkar er í húfi,“ sagði Neymar hlæjandi en bætti við: „Virðingin okkar á milli er áfram mjög mikil en það getur bara annar okkar fagnað sigri. Þegar maður er vinur einhvers þá er erfitt að gleyma því… en þið vitið hvernig þetta er þegar þið eruð til dæmis að spila tölvuleik við vin ykkar. Maður vill alltaf vinna. Þannig verður þetta núna.“ Brasilía getur orðið suður-amerískur meistari í tíunda sinn en Argentína hefur þurft að bíða í 28 ár eftir sínum fimmtánda titli.
Copa América Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Sjá meira