Sænskt par dæmt fyrir 181 nauðgun gegn barni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2021 11:00 Parið er sagt hafa framleitt meira en 100 klukkutíma af barnaníðsefni. Getty Sænskt par var í morgun sakfellt fyrir að hafa ítrekað nauðgað og misnotað tvö börn og að hafa átt og framleitt gríðarlegt magn af barnaklámi. Konan var dæmd í átta og hálfs árs fangelsi en maðurinn var dæmdur í 13 ára og sex mánaða fangelsi. Linda Caneus, saksóknari, segir málið eitt stærsta sinnar tegundar sem komið hafi upp í Svíþjóð. Fólkið var handtekið síðasta vor eftir að læknir tók eftir áverkum á barni sem benti til að það hafi verið misnotað. Karlmaðurinn, sem er á fimmtugsaldri, var handtekinn í kjölfarið og húsleit gerð á heimili hans í Kalmar sýslu í Svíþjóð. Sænska ríkisútvarpið greinir frá. Þar fannst gríðarlegt magn barnakláms, meðal annars efni sem hann hafði framleitt sjálfur, og í kjölfarið var konan, sem er á fertugsaldri, handtekin í tengslum við málið. Á þeim tíma starfaði konan á leikskóla, en ekki er talið að hún hafi nýtt sér stöðu sína þar til barnaníðs. Talið er að parið hafi misnotað tvö börn ítrekað og nam ákæran 400 liðum. Framleiddu 100 klukkustundir af barnaníðsefni Parið þarf að greiða börnunum tveimur eina milljón sænskra króna í miskabætur, sem nemur rúmum 14 milljónum íslenskra króna. Óyggjandi sönnunargögn lágu fyrir í málinu en parið hafði verið duglegt við að taka upp ofbeldið sem þau beittu börnin. Alls fundust 1,8 milljón skrár á tölvum þeirra sem innihéldu barnaklám, þar af voru 200.000 skrár sagðar innihalda mjög gróft ofbeldi. Frá því að rannsókn hófst hefur lögreglan skoðað meira en 700 þúsund af þessum skrám, sem voru meira en þúsund klukkustundir af barnaklámi. Talið er að parið hafi framleitt um 100 klukkustundir af efninu. Talið er að ofbeldið hafi varað í sex ár. Maðurinn var sakfelldur fyrir 181 grófa nauðgun gegn barni og fyrir stórfellda framleiðslu á barnaníðsefni. Konan var sakfelld fyrir 14 grófar nauðganir gegn barni og fyrir að hafa framleitt barnaníðsefni. Svíþjóð Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira
Linda Caneus, saksóknari, segir málið eitt stærsta sinnar tegundar sem komið hafi upp í Svíþjóð. Fólkið var handtekið síðasta vor eftir að læknir tók eftir áverkum á barni sem benti til að það hafi verið misnotað. Karlmaðurinn, sem er á fimmtugsaldri, var handtekinn í kjölfarið og húsleit gerð á heimili hans í Kalmar sýslu í Svíþjóð. Sænska ríkisútvarpið greinir frá. Þar fannst gríðarlegt magn barnakláms, meðal annars efni sem hann hafði framleitt sjálfur, og í kjölfarið var konan, sem er á fertugsaldri, handtekin í tengslum við málið. Á þeim tíma starfaði konan á leikskóla, en ekki er talið að hún hafi nýtt sér stöðu sína þar til barnaníðs. Talið er að parið hafi misnotað tvö börn ítrekað og nam ákæran 400 liðum. Framleiddu 100 klukkustundir af barnaníðsefni Parið þarf að greiða börnunum tveimur eina milljón sænskra króna í miskabætur, sem nemur rúmum 14 milljónum íslenskra króna. Óyggjandi sönnunargögn lágu fyrir í málinu en parið hafði verið duglegt við að taka upp ofbeldið sem þau beittu börnin. Alls fundust 1,8 milljón skrár á tölvum þeirra sem innihéldu barnaklám, þar af voru 200.000 skrár sagðar innihalda mjög gróft ofbeldi. Frá því að rannsókn hófst hefur lögreglan skoðað meira en 700 þúsund af þessum skrám, sem voru meira en þúsund klukkustundir af barnaklámi. Talið er að parið hafi framleitt um 100 klukkustundir af efninu. Talið er að ofbeldið hafi varað í sex ár. Maðurinn var sakfelldur fyrir 181 grófa nauðgun gegn barni og fyrir stórfellda framleiðslu á barnaníðsefni. Konan var sakfelld fyrir 14 grófar nauðganir gegn barni og fyrir að hafa framleitt barnaníðsefni.
Svíþjóð Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira