Heimilisofbeldi í Englandi eykst um 38 prósent þegar enska liðið tapar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2021 10:16 Úr herferð National Center for Domestic Violence. Blóðinu er smurt annig að það líkist enska fánanum. National Center for Domestic Violence Umfangsmikil herferð gegn heimilisofbeldi hefur farið af stað í Englandi vegna þátttöku Englands á Evrópumeistaramótinu í fótbolta. Englandi hefur gengið nokkuð vel í keppninni og mun leika til úrslita gegn Ítalíu á mótinu á sunnudaginn næsta. Öll helstu samtök gegn heimilisofbeldi á Englandi hafa hins vegar farið í herferð gegn heimilisofbeldi í ljósi fótboltaleikjanna. Í herferð Refuge, samtaka fyrir börn og konur sem eru þolendur heimilisofbeldis, kemur meðal annars fram að heimilisofbeldi aukist um 26 prósent eftir að England vinnur landsliðsleiki og um 38 prósent þegar England tapar leikjum. Women experiencing #DomesticAbuse live in fear every day and while football tournaments don t cause abuse, they are used as an excuse for perpetrators to escalate abuse. Help us answer every call from a woman at risk. Donate now: https://t.co/cw1vDyqW1c #Euros2020 #England— Refuge (@RefugeCharity) July 7, 2021 „Konur sem lifa við heimilisofbeldi eru hræddar alla daga og þó fótboltamót valdi ekki ofbeldi eru þau notuð sem afsökun af gerendum til að auka ofbeldið,“ segir í tísti frá Refuge sem var birt á miðvikudaginn, fyrir leik Englands og Danmerkur í undanúrslitunum. #DomesticAbuse happens because abusers choose to abuse, not because the football's on, yet we know tournaments can aggravate pre-existing abusive behaviours.Help us answer every call from a woman at risk, please donate now: https://t.co/cw1vDyqW1c #Euros2020 #ItscomingHome pic.twitter.com/l905gvWQlx— Refuge (@RefugeCharity) July 7, 2021 „Það hlakka ekki allir til leiksins í kvöld… Heimilisofbeldi eykst um 26% þegar England spilar og um 38% þegar það tapar,“ segir í Facebook-færslu Heimilisofbeldismiðstöðvar Bretlands (NCDV). Með færslunni fylgir áhrifamikil mynd sem sýnir konu með blóðkross í andlitinu, sem minnir á enska fánann. Þá hafa margar herferðanna byggt á söngnum „It‘s coming home,“ sem fótboltabullur í Englandi hafa sungið undanfarnar vikur. Lagið er hvatning, eða raun bæn, um að England sigri mótið en enska landsliðið hefur ekki sigrað stórmót frá árinu 1966. Lagið var gefið út árið 1996 og er í flutningi Baddiel, Skinner og Lightning Seeds, og ber upphaflega heitið Three Lions. Lagið var gefið út í aðdraganda Evrópumótsins í fótbolta 1996 sem haldið var í Englandi. Aðgerðasinninn Charrissa Cooke birti myndband á TikTok á dögunum þar sem hún breytir textanum og skrifar: „Hann er að koma heim“ í stað „Fótboltinn er að koma heim.“ @charissacooke If you need help call 0808 2000 247 you are not alone #itscominghome #domesticviolence #protectwomen2021 #itscominghome2021 #dvawareness Three Lions '98 - Baddiel, Skinner & Lightning Seeds Þá hefur Refuge líka snúið upp á lagið og má sjá í auglýsingum frá samtökunum „It‘s coming home“ nema búið er að stroka yfir orðið „coming.“ Skilaboðin eru því: „Það er heima.“ Evrópudeild UEFA EM 2020 í fótbolta England Heimilisofbeldi Tengdar fréttir „Football's diving home“ Sálfræðihernaðurinn fyrir úrslitaleik Englands og Ítalíu er hafinn þar sem Ítalarnir hafa meðal annars breytt frægum söng þeirra ensku. 8. júlí 2021 15:01 Ítalía líklegri til að vinna EM Samkvæmt tölfræðilíkani Stats Perform er Ítalía töluvert líklegri til að vinna Evrópumótið í knattspyrnu heldur England. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum á sunnudag. 8. júlí 2021 14:01 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Öll helstu samtök gegn heimilisofbeldi á Englandi hafa hins vegar farið í herferð gegn heimilisofbeldi í ljósi fótboltaleikjanna. Í herferð Refuge, samtaka fyrir börn og konur sem eru þolendur heimilisofbeldis, kemur meðal annars fram að heimilisofbeldi aukist um 26 prósent eftir að England vinnur landsliðsleiki og um 38 prósent þegar England tapar leikjum. Women experiencing #DomesticAbuse live in fear every day and while football tournaments don t cause abuse, they are used as an excuse for perpetrators to escalate abuse. Help us answer every call from a woman at risk. Donate now: https://t.co/cw1vDyqW1c #Euros2020 #England— Refuge (@RefugeCharity) July 7, 2021 „Konur sem lifa við heimilisofbeldi eru hræddar alla daga og þó fótboltamót valdi ekki ofbeldi eru þau notuð sem afsökun af gerendum til að auka ofbeldið,“ segir í tísti frá Refuge sem var birt á miðvikudaginn, fyrir leik Englands og Danmerkur í undanúrslitunum. #DomesticAbuse happens because abusers choose to abuse, not because the football's on, yet we know tournaments can aggravate pre-existing abusive behaviours.Help us answer every call from a woman at risk, please donate now: https://t.co/cw1vDyqW1c #Euros2020 #ItscomingHome pic.twitter.com/l905gvWQlx— Refuge (@RefugeCharity) July 7, 2021 „Það hlakka ekki allir til leiksins í kvöld… Heimilisofbeldi eykst um 26% þegar England spilar og um 38% þegar það tapar,“ segir í Facebook-færslu Heimilisofbeldismiðstöðvar Bretlands (NCDV). Með færslunni fylgir áhrifamikil mynd sem sýnir konu með blóðkross í andlitinu, sem minnir á enska fánann. Þá hafa margar herferðanna byggt á söngnum „It‘s coming home,“ sem fótboltabullur í Englandi hafa sungið undanfarnar vikur. Lagið er hvatning, eða raun bæn, um að England sigri mótið en enska landsliðið hefur ekki sigrað stórmót frá árinu 1966. Lagið var gefið út árið 1996 og er í flutningi Baddiel, Skinner og Lightning Seeds, og ber upphaflega heitið Three Lions. Lagið var gefið út í aðdraganda Evrópumótsins í fótbolta 1996 sem haldið var í Englandi. Aðgerðasinninn Charrissa Cooke birti myndband á TikTok á dögunum þar sem hún breytir textanum og skrifar: „Hann er að koma heim“ í stað „Fótboltinn er að koma heim.“ @charissacooke If you need help call 0808 2000 247 you are not alone #itscominghome #domesticviolence #protectwomen2021 #itscominghome2021 #dvawareness Three Lions '98 - Baddiel, Skinner & Lightning Seeds Þá hefur Refuge líka snúið upp á lagið og má sjá í auglýsingum frá samtökunum „It‘s coming home“ nema búið er að stroka yfir orðið „coming.“ Skilaboðin eru því: „Það er heima.“
Evrópudeild UEFA EM 2020 í fótbolta England Heimilisofbeldi Tengdar fréttir „Football's diving home“ Sálfræðihernaðurinn fyrir úrslitaleik Englands og Ítalíu er hafinn þar sem Ítalarnir hafa meðal annars breytt frægum söng þeirra ensku. 8. júlí 2021 15:01 Ítalía líklegri til að vinna EM Samkvæmt tölfræðilíkani Stats Perform er Ítalía töluvert líklegri til að vinna Evrópumótið í knattspyrnu heldur England. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum á sunnudag. 8. júlí 2021 14:01 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
„Football's diving home“ Sálfræðihernaðurinn fyrir úrslitaleik Englands og Ítalíu er hafinn þar sem Ítalarnir hafa meðal annars breytt frægum söng þeirra ensku. 8. júlí 2021 15:01
Ítalía líklegri til að vinna EM Samkvæmt tölfræðilíkani Stats Perform er Ítalía töluvert líklegri til að vinna Evrópumótið í knattspyrnu heldur England. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum á sunnudag. 8. júlí 2021 14:01