Líkur á að gos fylgi hlaupi í Grímsvötnum hafa aukist Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. júlí 2021 07:01 Björn Oddsson hjá almannavörnum. Stöð 2 Ekkert varð úr hrakspám vísindamanna síðasta sumar þegar þeir töldu næsta víst að jökulhlaup yrði í Grímsvötnum það árið og því gæti mögulega fylgt eldgos en þetta tvennt fer oft saman á svæðinu. Og nú er staðan sú sama – eða í raun bendir fleira til þess að gos sé í vændum, því á liðnu ári hefur safnast enn meira vatnsmagn í vötnin og enn meiri kvika í kvikuhólfið. Talið er að þegar jökulhlaup verði eftir mikla vatnssöfnun í vötnunum og þrýstingur í kvikuhólfinu sé mikill gjósi eldstöðin. Það skýrist af því að þegar vatnið hleypur ofan af kvikuhólfinu minnkar þrýstingur á það mikið og kvikan brýtur sér leið að yfirborði jarðar. Mesta vatnsmagn í aldarfjórðung Eins og er er mikill þrýstingur á kvikuhólfinu því ekki hefur mælst meira vatnsmagn í Grímsvötnum en nú síðan árið 1996 þegar stórt gos og jökulhlaup urðu í vötnunum. „Það eru vísbendingar um að ísstíflan, austan við Grímsvötn sem að heldur vatninu inni og lækkaði töluvert eftir stóra hlaupið 96, hafi farið hækkandi og að vötnin geti núna safnað meira vatni en þau hafa gert,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri hjá almannavörnum í samtali við Vísi. Frá síðasta Grímsvatnagosi í maí 2011. Myndin var tekin kvöldið sem gosið hófst.STÖÐ 2/EGILL AÐALSTEINSSON „Það búast allir við jökulhlaupi núna,“ segir hann og játar því að honum þyki líklegra en ekki að hlaupið verði í ár en að það láti bíða mikið lengur eftir sér. Eins og að hrista kók og taka tappann af En því lengur sem líður án þess að það hlaupi því meiri líkur eru á að gos fylgi því. „Vegna þess að ef kvikuhólfið í Grímsvötnum safnar alltaf meiri kviku þá er komin meiri kvika á geyminn núna en í fyrra til dæmis,“ segir Björn. „Hitt er svo að þrýstifallið ofan af kvikuhólfinu er meira ef við tökum meira vatn af því í einu heldur en minna.“ Hann styðst við einfaldara og óvísindalegra myndmál til að skýra samspil náttúrufyrirbrigðanna tveggja; hlaups og goss: „Þetta er eins og að hrista kókflösku og skrúfa svo tappann af.“ Egill Aðalsteinsson tökumaður Stöðvar 2 flaug yfir gosstöðvarnar í Grímsvatnagosinu 2011: Björn segir þó ómögulegt að spá því hversu stórt gosið yrði. Það var mjög stórt árið 2011 en í minni kantinum árið 2004. „Þetta er bara svoldið wildcard en sagan segir okkur að það verði lítið til meðalstórt að skala.“ Gos í Grímsvötnum eru alltaf sprengigos. Hann segir að GPS-mælir sé á svæðinu sem gefi Veðurstofunni góðan fyrirvara áður en jökulhlaup hefst. Svæðið sé vaktað vel. Eldgos og jarðhræringar Grímsvötn Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Grímsvatnagos það síðasta sem alþjóðaflug þarf núna Gulur litakóði, sem settur var á eldgosaviðvörun fyrir Grímsvötn í síðustu viku, veldur áhyggjum í flugheiminum. Einn helsti flugfréttamiðill heims segir Grímvatnagos það síðasta sem alþjóðaflugið þurfi núna ofan í heimsfaraldur kórónuveiru. 10. október 2020 10:06 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira
Talið er að þegar jökulhlaup verði eftir mikla vatnssöfnun í vötnunum og þrýstingur í kvikuhólfinu sé mikill gjósi eldstöðin. Það skýrist af því að þegar vatnið hleypur ofan af kvikuhólfinu minnkar þrýstingur á það mikið og kvikan brýtur sér leið að yfirborði jarðar. Mesta vatnsmagn í aldarfjórðung Eins og er er mikill þrýstingur á kvikuhólfinu því ekki hefur mælst meira vatnsmagn í Grímsvötnum en nú síðan árið 1996 þegar stórt gos og jökulhlaup urðu í vötnunum. „Það eru vísbendingar um að ísstíflan, austan við Grímsvötn sem að heldur vatninu inni og lækkaði töluvert eftir stóra hlaupið 96, hafi farið hækkandi og að vötnin geti núna safnað meira vatni en þau hafa gert,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri hjá almannavörnum í samtali við Vísi. Frá síðasta Grímsvatnagosi í maí 2011. Myndin var tekin kvöldið sem gosið hófst.STÖÐ 2/EGILL AÐALSTEINSSON „Það búast allir við jökulhlaupi núna,“ segir hann og játar því að honum þyki líklegra en ekki að hlaupið verði í ár en að það láti bíða mikið lengur eftir sér. Eins og að hrista kók og taka tappann af En því lengur sem líður án þess að það hlaupi því meiri líkur eru á að gos fylgi því. „Vegna þess að ef kvikuhólfið í Grímsvötnum safnar alltaf meiri kviku þá er komin meiri kvika á geyminn núna en í fyrra til dæmis,“ segir Björn. „Hitt er svo að þrýstifallið ofan af kvikuhólfinu er meira ef við tökum meira vatn af því í einu heldur en minna.“ Hann styðst við einfaldara og óvísindalegra myndmál til að skýra samspil náttúrufyrirbrigðanna tveggja; hlaups og goss: „Þetta er eins og að hrista kókflösku og skrúfa svo tappann af.“ Egill Aðalsteinsson tökumaður Stöðvar 2 flaug yfir gosstöðvarnar í Grímsvatnagosinu 2011: Björn segir þó ómögulegt að spá því hversu stórt gosið yrði. Það var mjög stórt árið 2011 en í minni kantinum árið 2004. „Þetta er bara svoldið wildcard en sagan segir okkur að það verði lítið til meðalstórt að skala.“ Gos í Grímsvötnum eru alltaf sprengigos. Hann segir að GPS-mælir sé á svæðinu sem gefi Veðurstofunni góðan fyrirvara áður en jökulhlaup hefst. Svæðið sé vaktað vel.
Eldgos og jarðhræringar Grímsvötn Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Grímsvatnagos það síðasta sem alþjóðaflug þarf núna Gulur litakóði, sem settur var á eldgosaviðvörun fyrir Grímsvötn í síðustu viku, veldur áhyggjum í flugheiminum. Einn helsti flugfréttamiðill heims segir Grímvatnagos það síðasta sem alþjóðaflugið þurfi núna ofan í heimsfaraldur kórónuveiru. 10. október 2020 10:06 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira
Grímsvatnagos það síðasta sem alþjóðaflug þarf núna Gulur litakóði, sem settur var á eldgosaviðvörun fyrir Grímsvötn í síðustu viku, veldur áhyggjum í flugheiminum. Einn helsti flugfréttamiðill heims segir Grímvatnagos það síðasta sem alþjóðaflugið þurfi núna ofan í heimsfaraldur kórónuveiru. 10. október 2020 10:06