Hjálparstarf kirkjunnar hlýtur styrk til mannúðaraðstoðar í Sýrlandi Heimsljós 7. júlí 2021 12:08 Hjálparstarf Kirkjunnar Styrkurinn er hluti af samstarfi utanríkisráðuneytisins við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Á dögunum veitti utanríkisráðuneytið Hjálparstarfi kirkjunnar styrk að upphæð tíu milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Sýrlandi. Þar hafa sem kunnugt er átök staðið yfir linnulítið í rúman áratug og þörfin fyrir mannúðaraðstoð er gífurleg. Að mati Sameinuðu þjóðanna er talið að um ellefu milljónir íbúa þurfi á aðstoð að halda. Áhersla stuðningsins sem Hjálparstarf kirkjunnar veitir er að tryggja vernd og sálfélagslegan stuðning barna og fullorðinna, draga úr áhrifum vegna COVID-19 heimsfaraldurs og efla öryggi fólks. Þess er að vænta að verkefnið leiði til þess að lina þjáningar fólks vegna átakanna, velferð og viðnámsþróttur barna og fullorðinna aukist og að fjölskyldur hafi meiri tekjur og bætta afkomu. Styrkurinn rennur til verkefna Lúterska heimssambandsins í Sýrlandi en Hjálparstarf kirkjunnar hefur árlanga reynslu af því að miðla fjármunum til neyðaraðstoðar í gegnum Lúterska heimssambandið og byggir samstarfið á faglegum grundvelli. Styrkurinn er hluti af samstarfi utanríkisráðuneytisins við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Opið er fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Allar nánari upplýsingar má finna hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sýrland Hjálparstarf Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent
Á dögunum veitti utanríkisráðuneytið Hjálparstarfi kirkjunnar styrk að upphæð tíu milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Sýrlandi. Þar hafa sem kunnugt er átök staðið yfir linnulítið í rúman áratug og þörfin fyrir mannúðaraðstoð er gífurleg. Að mati Sameinuðu þjóðanna er talið að um ellefu milljónir íbúa þurfi á aðstoð að halda. Áhersla stuðningsins sem Hjálparstarf kirkjunnar veitir er að tryggja vernd og sálfélagslegan stuðning barna og fullorðinna, draga úr áhrifum vegna COVID-19 heimsfaraldurs og efla öryggi fólks. Þess er að vænta að verkefnið leiði til þess að lina þjáningar fólks vegna átakanna, velferð og viðnámsþróttur barna og fullorðinna aukist og að fjölskyldur hafi meiri tekjur og bætta afkomu. Styrkurinn rennur til verkefna Lúterska heimssambandsins í Sýrlandi en Hjálparstarf kirkjunnar hefur árlanga reynslu af því að miðla fjármunum til neyðaraðstoðar í gegnum Lúterska heimssambandið og byggir samstarfið á faglegum grundvelli. Styrkurinn er hluti af samstarfi utanríkisráðuneytisins við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Opið er fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Allar nánari upplýsingar má finna hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sýrland Hjálparstarf Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent