Eldgígurinn lagðist í dvala í gærkvöldi Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júlí 2021 11:11 Ekkert hefur sést í rauðglóandi kviku frá miðnætti. Vísir/Vefmyndavél Gosvirkni á yfirborði í eldgígnum í Fagradalsfjalli hætti skyndilega um ellefuleytið í gærkvöldi. Þó mátti sjá örlítið í rauðglóandi glóð skömmu eftir miðnætti en eftir það virðist gígurinn hafa lagst í dvala. Engin kvika hefur sést í gígnum á vefmyndavélum í morgun. Óróarit Veðurstofu Íslands sýnir að óróinn hætti skyndilega klukkan 22.51 í gærkvöldi, að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Þá hafði staðið yfir samfelld goshrina í rúman sólarhring. Páll segir ekkert hægt að spá um framhaldið. Það sé þó ljóst að hegðun eldgossins breyttist þann 23. júní síðastliðinn þegar það fór að taka dýfur með goshléum. Óróaritið klukkan ellefu í morgun. Það sýnir virknina síðustu tíu sólarhringa. Glöggt má sjá hvernig virknin féll skyndilega í gærkvöldi. Óróinn síðustu klukkustundir virðist aftur vera á uppleið.Veðurstofa Íslands Ef rýnt er óróaritið má sjá að síðustu tvö goshlé á undan þessu stóðu í um það bil sextán klukkustundir. Haldi eldstöðin sama takti mætti búast við að gosið taki sig upp aftur eftir hádegi í dag, kannski um kaffileytið, haldi gígurinn sig við sextán stunda pásu. Eldstöðin er þó ekki taktvissari en svo að goshrinan síðasta sólarhring var talsvert styttri en tvær þær fyrri, eða um 26 klukkustundir, meðan þær sem á undan komu stóðu yfir samfellt í einn og hálfan til þrjá sólarhringa. Hér má tengjast vefmyndavél Vísis: Hér má sjá þegar gosið tók sig upp aftur eftir hlé í síðustu viku, á tíföldum hraða: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ekkert bendir til þess að gosið sé að hætta Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræðum, segir ekkert benda til þess að eldgosið í Fagradalsfjalli hætti á næstunni. 5. júlí 2021 21:52 Hraunslettur í gígnum á ný eftir sextán stunda goshlé Jarðeldur sást á ný í gígnum í Fagradalsfjalli um níuleytið í kvöld. Eldgosið hafði þá legið niðri frá því um fimmleytið í morgun. 4. júlí 2021 22:23 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Sjá meira
Óróarit Veðurstofu Íslands sýnir að óróinn hætti skyndilega klukkan 22.51 í gærkvöldi, að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Þá hafði staðið yfir samfelld goshrina í rúman sólarhring. Páll segir ekkert hægt að spá um framhaldið. Það sé þó ljóst að hegðun eldgossins breyttist þann 23. júní síðastliðinn þegar það fór að taka dýfur með goshléum. Óróaritið klukkan ellefu í morgun. Það sýnir virknina síðustu tíu sólarhringa. Glöggt má sjá hvernig virknin féll skyndilega í gærkvöldi. Óróinn síðustu klukkustundir virðist aftur vera á uppleið.Veðurstofa Íslands Ef rýnt er óróaritið má sjá að síðustu tvö goshlé á undan þessu stóðu í um það bil sextán klukkustundir. Haldi eldstöðin sama takti mætti búast við að gosið taki sig upp aftur eftir hádegi í dag, kannski um kaffileytið, haldi gígurinn sig við sextán stunda pásu. Eldstöðin er þó ekki taktvissari en svo að goshrinan síðasta sólarhring var talsvert styttri en tvær þær fyrri, eða um 26 klukkustundir, meðan þær sem á undan komu stóðu yfir samfellt í einn og hálfan til þrjá sólarhringa. Hér má tengjast vefmyndavél Vísis: Hér má sjá þegar gosið tók sig upp aftur eftir hlé í síðustu viku, á tíföldum hraða:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ekkert bendir til þess að gosið sé að hætta Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræðum, segir ekkert benda til þess að eldgosið í Fagradalsfjalli hætti á næstunni. 5. júlí 2021 21:52 Hraunslettur í gígnum á ný eftir sextán stunda goshlé Jarðeldur sást á ný í gígnum í Fagradalsfjalli um níuleytið í kvöld. Eldgosið hafði þá legið niðri frá því um fimmleytið í morgun. 4. júlí 2021 22:23 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Sjá meira
Ekkert bendir til þess að gosið sé að hætta Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræðum, segir ekkert benda til þess að eldgosið í Fagradalsfjalli hætti á næstunni. 5. júlí 2021 21:52
Hraunslettur í gígnum á ný eftir sextán stunda goshlé Jarðeldur sást á ný í gígnum í Fagradalsfjalli um níuleytið í kvöld. Eldgosið hafði þá legið niðri frá því um fimmleytið í morgun. 4. júlí 2021 22:23