Gunnar Smári býður sig fram: „Sósíalismi er í tísku“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. júlí 2021 16:21 Gunnar Smári Egilsson er stofnandi Sósíalistaflokksins. Gunnar Smári Egilsson stofnandi Sósíalistaflokksins ætlar að gefa kost á sér á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Hann segir það sæta tíðindum í íslenskum stjórnmálum að stjórnmálaflokkur mælist með fulltrúa á þingi án þess að hafa kynnt framboðslista flokksins. Sósíalismi sé í tísku meðal ungs fólks. Á síðustu mánuðum hefur sósíalistaflokkurinn iðulega mælst með hátt í fimm prósent fylgi í komandi Alþingiskosningum, oft þannig að flokkurinn næði þremur mönnum inn á þing. Í dag var svokallað sósíalistaþing þar sem meðal annars var farið yfir stöðu flokksins í aðdraganda kosninganna í haust. Gunnar Smári er bjartsýnn á að flokkurinn komist á þing. „Flokkurinn mælist inni og er búinn að mælast inni eiginlega allt þetta ár á þingi án þess að hafa kynnt lista. Þetta eru grasrótarsamtök, þetta er ekki klofningur út frá öðrum flokkum, þetta er flokkur sem hefur orðið til út frá brýnni þörf almennings,“ segir Gunnar Smári. Það hafi aðeins einu sinni gerst áður að flokkur mælist inn á þing án þess að hafa kynnt framboðslista. En er listinn tilbúinn? „Nei, það er kjörnefnd sem mun ganga frá honum fyrir verslunarmannahelgina,“ segir Gunnar Smári. Hann hafi verið hvattur til að bjóða sig fram. „Ég lofaði kjörnefnd því að ákveða mig um helgina og gefa þeim svarið eftir þessa helgi. Þegar ég gekk inn í salinn í dag og sá félaga mína þar þá ákvað ég með sjálfum mér að ef að félagarnir telja sig geta notað mig þá er ég alveg til í að bjóða mig fram,“ segir Gunnar Smári. Samfylkingin mælist nú með 9,9 prósent fylgi og hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu. Gunnar Smári telur ekki endilega að Sósíalistaflokkurinn sé að taka fylgi frá flokknum. „Þegar við mælum þetta erum við eiginlega að taka fylgi frá öllum miðað við hvað fólk kaus síðast. Þannig ég held að við séum fyrst og fremst að svara einhverju sem ekki var til áður,“ segir Gunnar Smári. Allur gangur sé á því hverjir skrái sig í flokkinn. „Þetta er bara þverskurður úr samfélaginu og það hefur alltaf verið markmið Sósíalistaflokksins að hafa það þannig. Ég fann enn eina sönnun þegar ég leit yfir salinn núna, þetta er bara alls konar fólk. Hellingur af ungu fólki. Sósíalismi er í tísku meðal ungs fólks,“ segir Gunnar Smári. Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Á síðustu mánuðum hefur sósíalistaflokkurinn iðulega mælst með hátt í fimm prósent fylgi í komandi Alþingiskosningum, oft þannig að flokkurinn næði þremur mönnum inn á þing. Í dag var svokallað sósíalistaþing þar sem meðal annars var farið yfir stöðu flokksins í aðdraganda kosninganna í haust. Gunnar Smári er bjartsýnn á að flokkurinn komist á þing. „Flokkurinn mælist inni og er búinn að mælast inni eiginlega allt þetta ár á þingi án þess að hafa kynnt lista. Þetta eru grasrótarsamtök, þetta er ekki klofningur út frá öðrum flokkum, þetta er flokkur sem hefur orðið til út frá brýnni þörf almennings,“ segir Gunnar Smári. Það hafi aðeins einu sinni gerst áður að flokkur mælist inn á þing án þess að hafa kynnt framboðslista. En er listinn tilbúinn? „Nei, það er kjörnefnd sem mun ganga frá honum fyrir verslunarmannahelgina,“ segir Gunnar Smári. Hann hafi verið hvattur til að bjóða sig fram. „Ég lofaði kjörnefnd því að ákveða mig um helgina og gefa þeim svarið eftir þessa helgi. Þegar ég gekk inn í salinn í dag og sá félaga mína þar þá ákvað ég með sjálfum mér að ef að félagarnir telja sig geta notað mig þá er ég alveg til í að bjóða mig fram,“ segir Gunnar Smári. Samfylkingin mælist nú með 9,9 prósent fylgi og hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu. Gunnar Smári telur ekki endilega að Sósíalistaflokkurinn sé að taka fylgi frá flokknum. „Þegar við mælum þetta erum við eiginlega að taka fylgi frá öllum miðað við hvað fólk kaus síðast. Þannig ég held að við séum fyrst og fremst að svara einhverju sem ekki var til áður,“ segir Gunnar Smári. Allur gangur sé á því hverjir skrái sig í flokkinn. „Þetta er bara þverskurður úr samfélaginu og það hefur alltaf verið markmið Sósíalistaflokksins að hafa það þannig. Ég fann enn eina sönnun þegar ég leit yfir salinn núna, þetta er bara alls konar fólk. Hellingur af ungu fólki. Sósíalismi er í tísku meðal ungs fólks,“ segir Gunnar Smári.
Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent