Græddi 169 milljónir á pútti Harris English Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2021 11:01 Harris English fagnar sigurpútti sínu. Það eru ekki til opinberar myndir af hinum getspaka á sömu stundu en sá hefur væntanlega hoppað um af kæti. AP/John Minchillo Bandaríski kylfingurinn Harris English fagnaði auðvitað mikið þegar hann vann í bráðabana á Travelers Championship golfmótinu um síðustu helgi en það líka einn ágætur maður honum óskyldur sem fagnaði einnig gríðarlega. Þetta lokapútt English á áttundu holu umspilsins tryggði þessum 31 árs gamla kylfingi óvæntan sigur á þessu PGA-móti en það hjálpaði um leið getspökum manni hinum megin Atlantshafsins að uppskera ríkulega. Sá getspaki býr í London og setti saman frekar magnaðan „Lengjuseðil sem innihélt tvo leiki á Evrópumótinu í knattspyrnu og fjóra sigurvegara á golfmótum helgarinnar. Harris English wasn t the only one who scored big after his Travelers Championship victory. https://t.co/x9Q0pQQxLj— GOLF.com (@GOLF_com) June 30, 2021 Lengjuseðillinn kostaði aðeins 15,5 dollara eða um tvö þúsund krónur. Hann skilaði honum aftur á móti 1,36 milljónum Bandaríkjadala eða um 169 milljóum íslenskra króna. Viðkomandi setti „Lengjuseðil“ sinn saman 22. júní og það var því ekki eins og hann hafi hent í hann á síðustu stundu. Líkurnar voru 90.396 á móti einum. Hann veðjaði á að Króatía myndi vinna Skotland og England myndi vinna Tékkland á EM í knattspyrnu. Þá veðjaði hann í viðbót á það að Steve Stricker myndi vinna Bridgestone Senior Players Championship, Nelly Korda myndi vinna KPMG Women's PGA Championship og að Viktor Hovland myndi vinna BMW International Open. Síðast en ekki síst þá veðjaði hann á það að Harris English myndi vinna Travelers Championship. ICYMI, a bettor won $1.36 million off a $15.50 six-leg parlay at @Betfair.Final leg was Harris English to win the Travelers Championship at 35-1. English won on eighth playoff hole.Incredible. pic.twitter.com/oWdmpfRXlO— Ben Fawkes (@BFawkes22) June 29, 2021 „Ég var viss um að Hovland, Korda og Steve Stricker voru góð veðmál. Ég var aftur á móti smá öruggur með Harris English,“ var haft eftir hinum getspaka sem kom þó ekki fram undir nafni. Það var allt í húsi á seðlinum nema sigur Harris English enda þurfti English að fara í eitt lengsta umspil sögunnar til að tryggja sér titilinn. Þegar lokapútt English fór í holuna og hann tryggði sér sigurinn þá var það einn maður í Englandi sem fagnaði meira en nokkur annar. Svo skemmtilega vill til að sigurlaun English voru nánast þau sömu og hjá hinum getspaka hinum megin Atlantshafsins. „Ég hélt ég væri að fá hjartaáfall þegar púttið hans rataði í holuna. Ég trúði þessu ekki,“ sagði hinn getspaki og nýríki maður. Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Þetta lokapútt English á áttundu holu umspilsins tryggði þessum 31 árs gamla kylfingi óvæntan sigur á þessu PGA-móti en það hjálpaði um leið getspökum manni hinum megin Atlantshafsins að uppskera ríkulega. Sá getspaki býr í London og setti saman frekar magnaðan „Lengjuseðil sem innihélt tvo leiki á Evrópumótinu í knattspyrnu og fjóra sigurvegara á golfmótum helgarinnar. Harris English wasn t the only one who scored big after his Travelers Championship victory. https://t.co/x9Q0pQQxLj— GOLF.com (@GOLF_com) June 30, 2021 Lengjuseðillinn kostaði aðeins 15,5 dollara eða um tvö þúsund krónur. Hann skilaði honum aftur á móti 1,36 milljónum Bandaríkjadala eða um 169 milljóum íslenskra króna. Viðkomandi setti „Lengjuseðil“ sinn saman 22. júní og það var því ekki eins og hann hafi hent í hann á síðustu stundu. Líkurnar voru 90.396 á móti einum. Hann veðjaði á að Króatía myndi vinna Skotland og England myndi vinna Tékkland á EM í knattspyrnu. Þá veðjaði hann í viðbót á það að Steve Stricker myndi vinna Bridgestone Senior Players Championship, Nelly Korda myndi vinna KPMG Women's PGA Championship og að Viktor Hovland myndi vinna BMW International Open. Síðast en ekki síst þá veðjaði hann á það að Harris English myndi vinna Travelers Championship. ICYMI, a bettor won $1.36 million off a $15.50 six-leg parlay at @Betfair.Final leg was Harris English to win the Travelers Championship at 35-1. English won on eighth playoff hole.Incredible. pic.twitter.com/oWdmpfRXlO— Ben Fawkes (@BFawkes22) June 29, 2021 „Ég var viss um að Hovland, Korda og Steve Stricker voru góð veðmál. Ég var aftur á móti smá öruggur með Harris English,“ var haft eftir hinum getspaka sem kom þó ekki fram undir nafni. Það var allt í húsi á seðlinum nema sigur Harris English enda þurfti English að fara í eitt lengsta umspil sögunnar til að tryggja sér titilinn. Þegar lokapútt English fór í holuna og hann tryggði sér sigurinn þá var það einn maður í Englandi sem fagnaði meira en nokkur annar. Svo skemmtilega vill til að sigurlaun English voru nánast þau sömu og hjá hinum getspaka hinum megin Atlantshafsins. „Ég hélt ég væri að fá hjartaáfall þegar púttið hans rataði í holuna. Ég trúði þessu ekki,“ sagði hinn getspaki og nýríki maður.
Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira