Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2021 19:06 Hermenn stjórnarhers Eþíópíu á ferð nærri Mekelle. AP/Ben Curtis Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir einhliða vopnahléi í Tigray-héraði þar sem harðir bardagar eru sagðir hafa geisað á undanförnum mánuðum. Það var gert í kjölfar þess að forsvarsmenn Frelsisfylkingarinnar, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður, segja að þeir hermenn þeirra hafi náð tökum á borginni Mekelle, höfuðborg héraðsins. Vopnahlé þetta á að standa yfir svo bændur geti sáð í akra sína, samkvæmt yfirlýsingu frá ríkisstjórn Eþíópíu. Í samtali við blaðamann Reuters fréttaveitunnar sagði Getachew Reda, talsmaður Frelsisfylkingarinnar (TPLF) að Mekelle væri í höndum hermanna fylkingarinnar. Þá segjast vitni hafa séð hermenn TPLF í borginni og að einhverjir borgarar hafi fagnað komu þeirra með því að skjóta flugeldum á loft. Erfiðlega hefur gengið að öðlast upplýsingar frá Tigray en fregnir hafa borist af hörðum bardögum í nágrenni Mekelle á undanförnum dögum. Hermenn TPLF eru sagðir hafa náð tökum á nokkrum bæjum og þorpum í grennd við borgina en þeir hófu umfangsmikla sókn gegn stjórnarher Eþíópíu í Tigray í síðustu viku. Svipuð saga er sögð á vef BBC en talsmenn ríkisstjórnar Eþíópíu hafa hingað til ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla erlendis um vendingarnar. Sjá einnig: Segja áttatíu hafa farist í loftárásum í Tigray Stjórnarflokkurinn í Tigray, Frelsisfylkingin, var áður með tögl og hagldir í eþíópískum stjórnmálum, en hefur orðið sífellt jaðarsettari í landinu frá því að Abiy Ahmed tók við embætti forsætisráðherra Eþíópíu árið 2018. Mikil spenna hefur verið á milli Frelsishreyfingarinnar og Abiy frá því sá síðarnefndi tók við völdum, í kjölfar umfangsmikilla mótmæla. Þá voru voru ráðmenn og embættismenn sem tilheyra Tigrayfólkinu reknir úr störfum og margir voru sóttir til saka vegna ásakana um spillingu. Spennuna má rekja til ýmissa annarra deilna og þá kannski sérstaklega til þess að Abiy frestaði kosningum í fyrra vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Herinn gerði svo innrás í héraðið í nóvember og hafa báðar fylkingar verið sakaðar um stríðsglæpi og mannréttindabrot í átökum í Tigray. Auk þess hafa hermenn Eritreríu verið sakaðir um stríðsglæpi í héraðinu. Fyrr í þessum mánuði vöruðu Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök við yfirvofandi hungursneyð í héraðinu. Minnst 350 þúsundir liðu hungur og milljónir til viðbótar væru í hættu. Eþíópía Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Vopnahlé þetta á að standa yfir svo bændur geti sáð í akra sína, samkvæmt yfirlýsingu frá ríkisstjórn Eþíópíu. Í samtali við blaðamann Reuters fréttaveitunnar sagði Getachew Reda, talsmaður Frelsisfylkingarinnar (TPLF) að Mekelle væri í höndum hermanna fylkingarinnar. Þá segjast vitni hafa séð hermenn TPLF í borginni og að einhverjir borgarar hafi fagnað komu þeirra með því að skjóta flugeldum á loft. Erfiðlega hefur gengið að öðlast upplýsingar frá Tigray en fregnir hafa borist af hörðum bardögum í nágrenni Mekelle á undanförnum dögum. Hermenn TPLF eru sagðir hafa náð tökum á nokkrum bæjum og þorpum í grennd við borgina en þeir hófu umfangsmikla sókn gegn stjórnarher Eþíópíu í Tigray í síðustu viku. Svipuð saga er sögð á vef BBC en talsmenn ríkisstjórnar Eþíópíu hafa hingað til ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla erlendis um vendingarnar. Sjá einnig: Segja áttatíu hafa farist í loftárásum í Tigray Stjórnarflokkurinn í Tigray, Frelsisfylkingin, var áður með tögl og hagldir í eþíópískum stjórnmálum, en hefur orðið sífellt jaðarsettari í landinu frá því að Abiy Ahmed tók við embætti forsætisráðherra Eþíópíu árið 2018. Mikil spenna hefur verið á milli Frelsishreyfingarinnar og Abiy frá því sá síðarnefndi tók við völdum, í kjölfar umfangsmikilla mótmæla. Þá voru voru ráðmenn og embættismenn sem tilheyra Tigrayfólkinu reknir úr störfum og margir voru sóttir til saka vegna ásakana um spillingu. Spennuna má rekja til ýmissa annarra deilna og þá kannski sérstaklega til þess að Abiy frestaði kosningum í fyrra vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Herinn gerði svo innrás í héraðið í nóvember og hafa báðar fylkingar verið sakaðar um stríðsglæpi og mannréttindabrot í átökum í Tigray. Auk þess hafa hermenn Eritreríu verið sakaðir um stríðsglæpi í héraðinu. Fyrr í þessum mánuði vöruðu Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök við yfirvofandi hungursneyð í héraðinu. Minnst 350 þúsundir liðu hungur og milljónir til viðbótar væru í hættu.
Eþíópía Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira