Þjálfari Glódísar Perlu tekur við Arsenal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júní 2021 13:31 Jonas Eidevall er nýr þjálfari Arsenal. Roland Krivec/Getty Images Kvennalið Arsenal hefur tilkynnt Jonas Eidevall sem nýjan þjálfara liðsins. Hann hefur stýrt liði Rosengård í sænsku úrvalsdeildinni undanfarin ár en landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir spilar með liðinu. Hin 32 ára gamla Renée Slegers, fyrrverandi landsliðskona Hollands, tekur við Rosengård. Hún hefur þjálfað varalið Rosengård, sem er í þriðju efstu deild, síðasta árið og einnig verið þjálfari sænska U23-landsliðsins. Hún stýrði LB07 í sænsku úrvalsdeildinni árið 2019. Eidevall er 38 ára gamall Svíi sem hefur verið viðloðinn þjálfun frá því hann var aðeins 23 ára. Hann kom fyrst til Rosengård sem aðstoðarþjálfari en tók síðar við stöðu aðalþjálfara. Undir hans stjórn varð liðið sænskur meistari árin 2013 og 2014. Hann var aðstoðarþjálfari Henriks Larsson hjá karlaliði Helsingborg í stuttan tíma áður en hann tók við Rosengård á nýjan leik. Undir hans stjórn vann liðið bikarinn 2018 og deildina ári síðar. Þá hefur liðið farið frábærlega af stað í ár og trónir á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með níu sigra og eitt jafntefli að loknum 10 leikjum. Arsenal – sem endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð – hefur verið í þjálfaraleit síðan Joe Montemurro sagði starfi sínu lausu til að taka við Juventus. „Arsenal á sér ríka sögu, um er að ræða sigursælasta kvennalið Englands og ég vil bæta við þá sögu. Það er mjög mikilvægt að við vinnum en það er mikilvægara að við virðum gildi og merki félagsins dag frá degi. Ég get ekki beðið eftir að byrja,“ sagði Eidevall eftir að ráðningin var staðfest. Introducing our new head coach Welcome to The Arsenal, Jonas Eidevall — Arsenal Women (@ArsenalWFC) June 28, 2021 Hans bíður verðugt verkefni en hann þarf að byrja á að sannfæra Vivianne Miedema um að vera áfram í herbúðum liðsins. Eftir það þarf að tryggja sér þátttöku í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og svo að berjast við Chelsea og Manchester City um Englandsmeistaratitilinn. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira
Hin 32 ára gamla Renée Slegers, fyrrverandi landsliðskona Hollands, tekur við Rosengård. Hún hefur þjálfað varalið Rosengård, sem er í þriðju efstu deild, síðasta árið og einnig verið þjálfari sænska U23-landsliðsins. Hún stýrði LB07 í sænsku úrvalsdeildinni árið 2019. Eidevall er 38 ára gamall Svíi sem hefur verið viðloðinn þjálfun frá því hann var aðeins 23 ára. Hann kom fyrst til Rosengård sem aðstoðarþjálfari en tók síðar við stöðu aðalþjálfara. Undir hans stjórn varð liðið sænskur meistari árin 2013 og 2014. Hann var aðstoðarþjálfari Henriks Larsson hjá karlaliði Helsingborg í stuttan tíma áður en hann tók við Rosengård á nýjan leik. Undir hans stjórn vann liðið bikarinn 2018 og deildina ári síðar. Þá hefur liðið farið frábærlega af stað í ár og trónir á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með níu sigra og eitt jafntefli að loknum 10 leikjum. Arsenal – sem endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð – hefur verið í þjálfaraleit síðan Joe Montemurro sagði starfi sínu lausu til að taka við Juventus. „Arsenal á sér ríka sögu, um er að ræða sigursælasta kvennalið Englands og ég vil bæta við þá sögu. Það er mjög mikilvægt að við vinnum en það er mikilvægara að við virðum gildi og merki félagsins dag frá degi. Ég get ekki beðið eftir að byrja,“ sagði Eidevall eftir að ráðningin var staðfest. Introducing our new head coach Welcome to The Arsenal, Jonas Eidevall — Arsenal Women (@ArsenalWFC) June 28, 2021 Hans bíður verðugt verkefni en hann þarf að byrja á að sannfæra Vivianne Miedema um að vera áfram í herbúðum liðsins. Eftir það þarf að tryggja sér þátttöku í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og svo að berjast við Chelsea og Manchester City um Englandsmeistaratitilinn.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira