Sjáðu mörkin úr dramatískum Kópavogsslag, varamennina redda Fylki stigi og tíu KA-menn ná jafntefli við FH Sindri Sverrisson skrifar 28. júní 2021 09:01 Blikar fögnuðu að sjálfsögðu vel eftir sigurmark Andra Rafns Yeoman. vísir/Hulda Margrét Breiðablik vann dramatískan sigur á HK í Kópavogsslagnum, Fylkir tryggði sér jafntefli við Val með afar snotru marki Arnórs Borg Guðjohnsen og tíu KA-menn skoruðu jöfnunarmark gegn FH í Krikanum. Mörkin öll má nú sjá á Vísi. Mörkin voru skoruð í fyrri þremur leikjunum í 10. umferð Pepsi Max-deildar karla í gærkvöld. Seinni þrír leikirnir fara fram í kvöld. Breiðablik var 2-1 undir þegar tíu mínútur voru til leiksloka í Kórnum í gær en náði samt að vinna sigur. Arnþór Ari Atlason kom HK yfir í fyrri hálfleik, eftir slæm mistök Antons Ara Einarssonar í marki Blika, en Kristinn Steindórsson jafnaði metin með skalla. Birnir Snær Ingason kom HK aftur yfir úr víti á 71. mínútu en Blikar fengu einnig víti sem Thomas Mikkelsen skoraði úr á 84. mínútu. Það var síðan Andri Rafn Yeoman sem skoraði sigurmarkið þegar skammt var eftir. Klippa: Mörk HK og Breiðabliks Það var einnig skorað mikilvægt mark undir lok leiks á Hlíðarenda þar sem Arnór Borg tryggði Fylki stig eftir laglegan samleik við Þórð Gunnar Hafþórsson en báðir höfðu þeir komið inn á sem varamenn. Valur komst yfir á 55 mínútu þegar boltinn virtist hrökkva af Jordan Brown í markið eftir hornspyrnu, en markið er skráð á Hauk Pál Sigurðsson á leikskýrslu á vef KSÍ. Klippa: Mörk Vals og Fylkis Brynjar Ingi Bjarnason, miðvörður KA sem er á leið í atvinnumennsku, átti engan draumaleik í Kaplakrika þar sem FH og KA gerðu 1-1 jafntefli. Björn Daníel Sverrisson sneri sér framhjá honum og uppskar svo víti sem Steven Lennon skoraði úr. Brynjar missti svo boltann þegar FH komst fram í skyndisókn sem endaði með því að Dusan Brkovic braut á Ágústi Eðvaldi Hlynssyni og fékk rautt spjald. Tíu KA-menn náðu hins vegar að jafna þegar Jonathan Hendrickx skoraði eftir gott „pot“ Ásgeirs Sigurgeirssonar þegar korter var til leiksloka. Klippa: Mörk FH og KA Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik HK Fylkir Valur FH KA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Sjá meira
Mörkin voru skoruð í fyrri þremur leikjunum í 10. umferð Pepsi Max-deildar karla í gærkvöld. Seinni þrír leikirnir fara fram í kvöld. Breiðablik var 2-1 undir þegar tíu mínútur voru til leiksloka í Kórnum í gær en náði samt að vinna sigur. Arnþór Ari Atlason kom HK yfir í fyrri hálfleik, eftir slæm mistök Antons Ara Einarssonar í marki Blika, en Kristinn Steindórsson jafnaði metin með skalla. Birnir Snær Ingason kom HK aftur yfir úr víti á 71. mínútu en Blikar fengu einnig víti sem Thomas Mikkelsen skoraði úr á 84. mínútu. Það var síðan Andri Rafn Yeoman sem skoraði sigurmarkið þegar skammt var eftir. Klippa: Mörk HK og Breiðabliks Það var einnig skorað mikilvægt mark undir lok leiks á Hlíðarenda þar sem Arnór Borg tryggði Fylki stig eftir laglegan samleik við Þórð Gunnar Hafþórsson en báðir höfðu þeir komið inn á sem varamenn. Valur komst yfir á 55 mínútu þegar boltinn virtist hrökkva af Jordan Brown í markið eftir hornspyrnu, en markið er skráð á Hauk Pál Sigurðsson á leikskýrslu á vef KSÍ. Klippa: Mörk Vals og Fylkis Brynjar Ingi Bjarnason, miðvörður KA sem er á leið í atvinnumennsku, átti engan draumaleik í Kaplakrika þar sem FH og KA gerðu 1-1 jafntefli. Björn Daníel Sverrisson sneri sér framhjá honum og uppskar svo víti sem Steven Lennon skoraði úr. Brynjar missti svo boltann þegar FH komst fram í skyndisókn sem endaði með því að Dusan Brkovic braut á Ágústi Eðvaldi Hlynssyni og fékk rautt spjald. Tíu KA-menn náðu hins vegar að jafna þegar Jonathan Hendrickx skoraði eftir gott „pot“ Ásgeirs Sigurgeirssonar þegar korter var til leiksloka. Klippa: Mörk FH og KA Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik HK Fylkir Valur FH KA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Sjá meira