Leyfðu sér ekki að missa vonina Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. júní 2021 11:10 Umfangsmikil leit stóð yfir af bandarískum ferðamanni í gær og fyrradag. Vísir/Vilhelm Bandaríski ferðamaðurinn sem fannst eftir tæplega sólarhrings leit í Geldingadölum í gærkvöld hefur það fínt og braggast vel. Björgunarsveitarfólk segist ekki hafa misst vonina - þó svartsýnar spár hafi vissulega verið inni í myndinni. Maðurinn fannst heill á húfi á áttunda tímanum í gærkvöld. Hann fannst vestan við Núpshlíðarháls, eða um það bil fjórum kílómetrum frá þeim stað þar sem hann varð viðskila við eiginkonu sína. Jónas Guðmundsson er í vettvangsstjórn Landsbjargar. „Við vinnum þetta þannig að þegar fólk týnist þá byrjum við að leita mjög þétt í kringum þann stað sem viðkomandi sást síðast, við byggjum á tölfræði frá fyrri leitum. Og í þessu tilfelli var það langur tími liðinn að við erum farin að vinna okkur út frá þeim stað í allar áttir. Þetta er svolítið eins og að kasta steini í tjörn, að þá verða ölduhringir,” segir Jónas Guðmundsson, í vettvangsstjórn Landsbjargar. „Eftir því sem lengri tími líður því lengri tíma hefur viðkomandi til þess að labba lengra í burtu. Það var raunverulega bara þetta kerfi okkar sem leiddi okkur að honum á þessum tímapunkti,” segir hann. Jónas segir að eðlilega hafi viðbrögð mannsins verið góð þegar hann loks mætti björgunarfólki.„Hann var náttúrlega bara eins og allir sem að þessu koma. Glaður og sáttur við að vera fundinn og líklega meira glaður og sáttur en flestir, ef ekki allir. En það er líka bara þannig að þeir sem að þessu koma, lögregla, við og gæslan – menn eru auðvitað mjög sáttir þegar þetta endar svona og sérstaklega eftir þennan tíma.” Heldur vonandi áfram að ferðast um landið Hann segir björgunarfólk aldrei hafa leyft sér að verða svartsýn. „Nei veistu við leyfðum okkur ekki að vera svartsýn á svona tímapunkti en auðvitað er ein sviðsmyndin sú að hlutir fari á versta veg. En þarna var búið að vera ágætis veður, hann var þokkalega búinn og við vorum alveg bjartsýn á þessum tímapunkti á að við myndum finna hann vonandi fyrr en síðar.” Ástandið á manninum var ágætt „Hann var nokkuð vel staddur. Hann var í ágætis dúnúlpu, hann hafði eitthvað hruflað sig og dottið og eitthvað þess háttar en annars bara nokkuð góður. Og hann fékk þarna mat og eitthvað að drekka hjá björgunarsveitarfólkinu og svo kom þyrlan og sótti hann og flutti hann á Borgarspítalann í læknisskoðun,” segir Jónas. „Þetta voru einhverjar smá hruflur og hann heldur vonandi bara áfram að ferðast um Ísland, reynslunni ríkari. Kannski fékk að kynnast náttúrunni aðeins betur en hann átti von á.” Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Leit að bandarískum ferðamanni á Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Biðja fólk um að skoða myndir frá gossvæðinu vegna leitarinnar Björgunarsveitir biðla til fólks sem var við gosstöðvarnar í Geldingadölum í gær að skoða myndefni sem það tók þar, í þeirri von að þar geti leynst vísbendingar sem gætu nýst við leit að bandaríska ferðamanninum sem hefur verið saknað 26. júní 2021 18:45 Leitarhópar frá nánast öllu landinu kallaðir út Enn stendur yfir umfangsmikil leit í Geldingadölum vegna bandarísks ferðamanns sem varð þar viðskila við eiginkonu sína í gær. Leitin hefur engan árangur borið, tæpum sólarhring eftir að tilkynnt var um hvarf mannsins. 26. júní 2021 12:45 Leit í nótt bar ekki árangur Leit að erlendum ferðamanni, sem varð viðskila við eiginkonu sína við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall um klukkan þrjú í gær, bar engan árangur í nótt. Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur nú þátt í leitinni. 26. júní 2021 07:24 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Maðurinn fannst heill á húfi á áttunda tímanum í gærkvöld. Hann fannst vestan við Núpshlíðarháls, eða um það bil fjórum kílómetrum frá þeim stað þar sem hann varð viðskila við eiginkonu sína. Jónas Guðmundsson er í vettvangsstjórn Landsbjargar. „Við vinnum þetta þannig að þegar fólk týnist þá byrjum við að leita mjög þétt í kringum þann stað sem viðkomandi sást síðast, við byggjum á tölfræði frá fyrri leitum. Og í þessu tilfelli var það langur tími liðinn að við erum farin að vinna okkur út frá þeim stað í allar áttir. Þetta er svolítið eins og að kasta steini í tjörn, að þá verða ölduhringir,” segir Jónas Guðmundsson, í vettvangsstjórn Landsbjargar. „Eftir því sem lengri tími líður því lengri tíma hefur viðkomandi til þess að labba lengra í burtu. Það var raunverulega bara þetta kerfi okkar sem leiddi okkur að honum á þessum tímapunkti,” segir hann. Jónas segir að eðlilega hafi viðbrögð mannsins verið góð þegar hann loks mætti björgunarfólki.„Hann var náttúrlega bara eins og allir sem að þessu koma. Glaður og sáttur við að vera fundinn og líklega meira glaður og sáttur en flestir, ef ekki allir. En það er líka bara þannig að þeir sem að þessu koma, lögregla, við og gæslan – menn eru auðvitað mjög sáttir þegar þetta endar svona og sérstaklega eftir þennan tíma.” Heldur vonandi áfram að ferðast um landið Hann segir björgunarfólk aldrei hafa leyft sér að verða svartsýn. „Nei veistu við leyfðum okkur ekki að vera svartsýn á svona tímapunkti en auðvitað er ein sviðsmyndin sú að hlutir fari á versta veg. En þarna var búið að vera ágætis veður, hann var þokkalega búinn og við vorum alveg bjartsýn á þessum tímapunkti á að við myndum finna hann vonandi fyrr en síðar.” Ástandið á manninum var ágætt „Hann var nokkuð vel staddur. Hann var í ágætis dúnúlpu, hann hafði eitthvað hruflað sig og dottið og eitthvað þess háttar en annars bara nokkuð góður. Og hann fékk þarna mat og eitthvað að drekka hjá björgunarsveitarfólkinu og svo kom þyrlan og sótti hann og flutti hann á Borgarspítalann í læknisskoðun,” segir Jónas. „Þetta voru einhverjar smá hruflur og hann heldur vonandi bara áfram að ferðast um Ísland, reynslunni ríkari. Kannski fékk að kynnast náttúrunni aðeins betur en hann átti von á.”
Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Leit að bandarískum ferðamanni á Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Biðja fólk um að skoða myndir frá gossvæðinu vegna leitarinnar Björgunarsveitir biðla til fólks sem var við gosstöðvarnar í Geldingadölum í gær að skoða myndefni sem það tók þar, í þeirri von að þar geti leynst vísbendingar sem gætu nýst við leit að bandaríska ferðamanninum sem hefur verið saknað 26. júní 2021 18:45 Leitarhópar frá nánast öllu landinu kallaðir út Enn stendur yfir umfangsmikil leit í Geldingadölum vegna bandarísks ferðamanns sem varð þar viðskila við eiginkonu sína í gær. Leitin hefur engan árangur borið, tæpum sólarhring eftir að tilkynnt var um hvarf mannsins. 26. júní 2021 12:45 Leit í nótt bar ekki árangur Leit að erlendum ferðamanni, sem varð viðskila við eiginkonu sína við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall um klukkan þrjú í gær, bar engan árangur í nótt. Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur nú þátt í leitinni. 26. júní 2021 07:24 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Biðja fólk um að skoða myndir frá gossvæðinu vegna leitarinnar Björgunarsveitir biðla til fólks sem var við gosstöðvarnar í Geldingadölum í gær að skoða myndefni sem það tók þar, í þeirri von að þar geti leynst vísbendingar sem gætu nýst við leit að bandaríska ferðamanninum sem hefur verið saknað 26. júní 2021 18:45
Leitarhópar frá nánast öllu landinu kallaðir út Enn stendur yfir umfangsmikil leit í Geldingadölum vegna bandarísks ferðamanns sem varð þar viðskila við eiginkonu sína í gær. Leitin hefur engan árangur borið, tæpum sólarhring eftir að tilkynnt var um hvarf mannsins. 26. júní 2021 12:45
Leit í nótt bar ekki árangur Leit að erlendum ferðamanni, sem varð viðskila við eiginkonu sína við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall um klukkan þrjú í gær, bar engan árangur í nótt. Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur nú þátt í leitinni. 26. júní 2021 07:24