Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Alvotech. Um er að ræða skuldabréf sem gefin voru út í lok árs 2018. Morgan Stanley og Arion banki höfðu umsjón með viðskiptunum.
Í tilkynningunni segir að samhliða þessu hafi Alvotec samið um hagstæðari kjör á eftirstöðvum skuldabréfanna. Vextir muni koma til með að lækka, gjalddaginn verði lengdur til ársloka 2025 og frekari breytingaréttur felldur niður.
„Þá hefur Alvotech stækkað skuldabréfaflokkinn um ríflega 6 milljarða króna, en erlendir fagfjárfestar hafa skrifað sig fyrir þeirri fjárhæð. Skuldir Alvotech lækka því við þetta sem nemur um 7 milljörðum króna, með skuldbreytingu upp á 13 milljarða króna að frádreginni 6 milljarða stækkun á skuldabréfaflokknum,“ segir í tilkynningunni.
„Þetta er gríðarlega stór áfangi fyrir Alvotech og staðfesting á því öfluga starfi sem starfsmenn Alvotech hafa sinnt að undanförnu. Við teljum þetta staðfesta tiltrú fjárfesta á félaginu,“ er haft eftir Róberti Wessman, stjórnarformanni Alvotech.