Frá þessu er greint í nýrri úttekt Barnaverndarstofu sem birt var í vikunni.
Morgunblaðið hefur eftir Heiðu Björgu Pálmadóttur, forstjóra Barnaverndarstofu, að fjölgunin skýrist að hluta af þeim fjölda mála sem komið hafa upp og varða stafrænt kynferðisofbeldi.
Hún segir gerendur í slíkum málum gjarnan vera stórtæka og fórnarlömb í einu máli geti verið tíu til fimmtán talsins.
Heiða Björg segir málafjöldann hafa aukið álag á barnaverndarkerfið, sem hafi verið veikt fyrir og að nauðsynlegt sé að fjölga starfsfólki Barnahúss og finna stærra húsnæði undir starfsemina til að hægt sé að sinna verkefnunum sem skyldi.