Telur engar líkur á frjálsum kosningum í Níkaragva Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2021 18:02 Sergio Ramírez, fyrrverandi forseti Níkaragva. Hann er staddur í Bandaríkjunum til að gangast undir læknismeðferð. AP/Alfredo Zuniga Ríkisstjórn Daniels Ortega í Níkaragva hneppti Maríu Fernöndu Lanzas, fyrrverandi forsetafrú landsins, í stofufangelsi í gær. Annar fyrrverandi forseti landsins segir útilokað að forsetakosningar í haust verði frjálsar í ljósi herferðar Ortega gegn stjórnarnandstöðunni. Á annan tug líklegra keppinauta Ortega í forsetakosningum í nóvember og áberandi stjórnarandstæðinga hefur verið handtekinn á undanförnum vikum. Flestir þeirra handteknu eru sakaðir um glæpi gegn sjálfstæðis og fullveldi Níkaragva á grundvelli umdeildra landráðalaga sem Ortega keyrði í gegn í fyrra. Sömu sögu er að segja um Lanzas en hún er sökuð um glæpi gegn ríkinu. Í yfirlýsingu lögreglunnar sagði að Lanzas yrði í haldi á meðan ásakanir á hendur henni væru rannsakaðar. Ekki kom fram hvar Arnoldo Aleman, eiginmaður hennar og fyrrverandi forseti, væri niður kominn, að sögn AP-fréttastofunnar. Herferð Ortega gegn stjórnarandstöðunni virðist ætlað að ryðja öllum hugsanlegum keppinautum hans úr vegi fyrir forsetakosningarnar í haust. Líklegt er talið að Ortega sækist þá eftir endurkjöri en hann hefur setið á forsetastóli sleitulaust frá 2007. Hann lét breyta stjórnarskrá til þess að hann gæti boðið sig fram til þriðja kjörtímabils fyrir síðustu kosningar. Nú hefur stjórn Ortega einnig útilokað stjórnmálaflokk breiðfylkingar stjórnarandstöðunnar frá kjörseðlinum í haust. Ekki raunverulegar kosningar Sergio Ramírez, fyrrverandi forseti Níkaragva og rithöfundur, segir nú útilokað að kosningarnar í haust verði frjálsar. Það sem sem stjórnarandstaðan áorkaði með því að taka þátt í þeim væri að veita endurkjöri Ortega lögmæti. Hann sakar Ortega um að koma á ógnarstjórn í Níkaragva sem komi í veg fyrir að fólk geti talað saman hreinskilnislega á götum úti og að forsetinn umberi ekkert pólitískt andóf. „Kosningar þar sem meirihluti frambjóðendanna gegn Ortega eru í fangelsi geta ekki verið kosningar,“ sagði Ramírez en nú sitja fimm forsetaframbjóðendur í haldi stjórnar Ortega. Níkaragvönsk yfirvöld kölluðu Ramírez til að bera vitni í peningaþvættismáli þeirra gegn Cristiönu Chamorro, eins forsetaframbjóðenda stjórnarandstöðunnar. Hún er dóttir Violetu Chamorro sem lagði Ortega að velli í forsetakosningum árið 1990. Níkaragva Tengdar fréttir Blaðamaður bætist í hóp handtekinna í Níkaragva Herferð Daniels Ortega, forseta Níkaragva, gegn stjórnarandstöðunni í landinu hélt áfram þegar lögregla handtók Miguel Mora, blaðamann og stjórnarandstæðing, í gærkvöldi. Ortega hefur nú látið handtaka á annan tug stjórnarandstæðinga og mögulegra keppinauta í forsetakosningum í haust. 21. júní 2021 14:49 Herferð Ortega gegn stjórnarandstöðunni heldur áfram Yfirvöld í Níkaragva handtóku fimm þekkta stjórnarandstæðinga á sunnudaginn í því sem gagnrýnendur Daniels Ortega forseta kalla herferð gegn andstæðingum hans. Fyrrverandi bandamenn Ortega eru á meðal þeirra handteknu. 14. júní 2021 10:52 Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Á annan tug líklegra keppinauta Ortega í forsetakosningum í nóvember og áberandi stjórnarandstæðinga hefur verið handtekinn á undanförnum vikum. Flestir þeirra handteknu eru sakaðir um glæpi gegn sjálfstæðis og fullveldi Níkaragva á grundvelli umdeildra landráðalaga sem Ortega keyrði í gegn í fyrra. Sömu sögu er að segja um Lanzas en hún er sökuð um glæpi gegn ríkinu. Í yfirlýsingu lögreglunnar sagði að Lanzas yrði í haldi á meðan ásakanir á hendur henni væru rannsakaðar. Ekki kom fram hvar Arnoldo Aleman, eiginmaður hennar og fyrrverandi forseti, væri niður kominn, að sögn AP-fréttastofunnar. Herferð Ortega gegn stjórnarandstöðunni virðist ætlað að ryðja öllum hugsanlegum keppinautum hans úr vegi fyrir forsetakosningarnar í haust. Líklegt er talið að Ortega sækist þá eftir endurkjöri en hann hefur setið á forsetastóli sleitulaust frá 2007. Hann lét breyta stjórnarskrá til þess að hann gæti boðið sig fram til þriðja kjörtímabils fyrir síðustu kosningar. Nú hefur stjórn Ortega einnig útilokað stjórnmálaflokk breiðfylkingar stjórnarandstöðunnar frá kjörseðlinum í haust. Ekki raunverulegar kosningar Sergio Ramírez, fyrrverandi forseti Níkaragva og rithöfundur, segir nú útilokað að kosningarnar í haust verði frjálsar. Það sem sem stjórnarandstaðan áorkaði með því að taka þátt í þeim væri að veita endurkjöri Ortega lögmæti. Hann sakar Ortega um að koma á ógnarstjórn í Níkaragva sem komi í veg fyrir að fólk geti talað saman hreinskilnislega á götum úti og að forsetinn umberi ekkert pólitískt andóf. „Kosningar þar sem meirihluti frambjóðendanna gegn Ortega eru í fangelsi geta ekki verið kosningar,“ sagði Ramírez en nú sitja fimm forsetaframbjóðendur í haldi stjórnar Ortega. Níkaragvönsk yfirvöld kölluðu Ramírez til að bera vitni í peningaþvættismáli þeirra gegn Cristiönu Chamorro, eins forsetaframbjóðenda stjórnarandstöðunnar. Hún er dóttir Violetu Chamorro sem lagði Ortega að velli í forsetakosningum árið 1990.
Níkaragva Tengdar fréttir Blaðamaður bætist í hóp handtekinna í Níkaragva Herferð Daniels Ortega, forseta Níkaragva, gegn stjórnarandstöðunni í landinu hélt áfram þegar lögregla handtók Miguel Mora, blaðamann og stjórnarandstæðing, í gærkvöldi. Ortega hefur nú látið handtaka á annan tug stjórnarandstæðinga og mögulegra keppinauta í forsetakosningum í haust. 21. júní 2021 14:49 Herferð Ortega gegn stjórnarandstöðunni heldur áfram Yfirvöld í Níkaragva handtóku fimm þekkta stjórnarandstæðinga á sunnudaginn í því sem gagnrýnendur Daniels Ortega forseta kalla herferð gegn andstæðingum hans. Fyrrverandi bandamenn Ortega eru á meðal þeirra handteknu. 14. júní 2021 10:52 Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Blaðamaður bætist í hóp handtekinna í Níkaragva Herferð Daniels Ortega, forseta Níkaragva, gegn stjórnarandstöðunni í landinu hélt áfram þegar lögregla handtók Miguel Mora, blaðamann og stjórnarandstæðing, í gærkvöldi. Ortega hefur nú látið handtaka á annan tug stjórnarandstæðinga og mögulegra keppinauta í forsetakosningum í haust. 21. júní 2021 14:49
Herferð Ortega gegn stjórnarandstöðunni heldur áfram Yfirvöld í Níkaragva handtóku fimm þekkta stjórnarandstæðinga á sunnudaginn í því sem gagnrýnendur Daniels Ortega forseta kalla herferð gegn andstæðingum hans. Fyrrverandi bandamenn Ortega eru á meðal þeirra handteknu. 14. júní 2021 10:52
Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21