Sport

Tryggði sig inn á Ólympíuleikana með snakkpoka í eyrunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þetta var mjög stór stund fyrir Christinu Clemons og hún gat ekki haldið aftur af tárunum.
Þetta var mjög stór stund fyrir Christinu Clemons og hún gat ekki haldið aftur af tárunum. Getty/Patrick Smith

Næstum því áratugabið eftir sæti á Ólympíuleikum lauk hjá Christinu Clemons um helgina en það gat ekki staðið tæpara.

Clemons verður í Ólympíuliði Bandaríkjanna í frjálsum íþróttum þegar leikarnir fara fram í Tókýó seinna í sumar.

Hún náði þriðja sæti í 110 metra grindahlaupi á úrtökumóti bandaríska landsliðsins en þær Keni Harrison og Brianna McNeal voru í fyrstu tveimur sætunum. Clemons kom í mark á 12,53 sekúndum en hún var .005 sekúndum á undan Gabbi Cunningham sem missti þar með af leikunum með grátlegum hætti.

Clemons er orðinn 31 árs gömul og hefur beðið lengi eftir tækifærinu til að fá að keppa á Ólympíuleikum.

Hún var risastór frjálsíþróttastjarna í háskóla og vann tvo háskólalitla á lokaári sínu. Það hefur síðan ekki gengið upp hjá henni í kringum Ólympíuleika.

„Ég er búin að vera að reyna að komast í Ólympíuliðið síðan 2012. Ég sleit hásin 2013 og var ekki heil árið 2016. Við urðum síðan að bíða í heilt ár árið 2020. Það er búið að líta framhjá mér, það er búið að afskrifa mig en þegar guð er með þér í liði þá skiptir það engu máli. Ég er svo ánægð,“ sagði Christina Clemons eftir hlaupið.

Eyrnarlokkar grindahlauparans Christina Clemons vöktu talsverða athygli á úrtökumóti Bandaríkjamanna fyrir Ólympíuleikanna en þeir voru í raun Doritos snakkpokar af Cool Ranch gerð. Líklega auglýsing en nógu sérstök til að fá talsverða athygli eins og sjá má hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×