Alfreð: Boltinn er bara þannig, stundum upp og stundum niður Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. júní 2021 22:40 Alfreð var ósáttur við leik liðs síns í kvöld. Vísir/Bára Alfreð Elías Jóhannsson var eðlilega ósáttur við 4-0 tap Selfyssinga geg Breiðablik á heimavelli í kvöld. Alfreð segir að Blikastúlkur hafi gert vel í að refsa Selfyssingum fyrir sín mistök. „Ég er náttúrulega bara ósáttur með að hafa tapað 4-0,“ sagði Alfreð í leikslok. „En það er staðreynd og við vorum að spila á móti mjög góðu liði.“ „Við gerum tvö mistök í fyrri hálfleik og þær refsa okkur. Annað markið kom úr innkasti og þær skora af 20 metrum. En þetta er það sem alvöru lið gera, þau refsa.“ Breiðablik stjórnaði leiknum stærstan hluta leiksins og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Það var ekki fyrr en í seinni hálfleik sem Selfyssingar fóru að skapa sér nokkur færi. „Við vorum kannski aðeins of fyrirsjáanlegar í sóknarleiknum. Við þurfum aðeins að poppa það upp. En ég var mjög ánægður með seinni hálfleikinn þar sem við fengum nokkra sénsa og lágum svolítið á þeim. En það gekk ekki alveg í þetta skiptið.“ Selfyssingar byrjuðu mótið af miklum krafti og unnu fyrstu fjóra leiki sína. Síðan þá hafa þær hinsvegar tapað tveim og gert eitt jafntefli. „Það sem við þurfum að gera núna er bara að halda áfram að æfa vel. Það er kraftur í þessum stelpum, en aftur á móti er þetta ekki búið að ganga vel í seinustu þrem leikjum og lítil uppskera. En boltinn er bara þannig, stundum upp og stundum niður og nú þarf bara að standa saman og halda áfram.“ Leikurinn í kvöld var færður af grasvellinum á Selfossi og yfir á gervigrasið á seinustu stundu þar sem að dómarum leiksins fannst línurnar á grasvellinum ekki nógu sýnilegar. Alfreð segir þó að það hafi ekki haft áhrif á hópinn, og hrósaði dómurunum fyrir vel unnin störf í kvöld. „Nei, það hafði engin áhrif. Dómaratríóið stóð sig bara mjög vel í þessum leik og þetta var eiginlega bara það langbesta sem ég hef fengið í sumar og ekkert út á það að setja. Línurnar sáust bara ekki á vellinum þarna hinumegin og við erum með nýtt og gott gervigras hérna þannig það var upplagt að nota það.“ Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Breiðablik Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Sjá meira
„Ég er náttúrulega bara ósáttur með að hafa tapað 4-0,“ sagði Alfreð í leikslok. „En það er staðreynd og við vorum að spila á móti mjög góðu liði.“ „Við gerum tvö mistök í fyrri hálfleik og þær refsa okkur. Annað markið kom úr innkasti og þær skora af 20 metrum. En þetta er það sem alvöru lið gera, þau refsa.“ Breiðablik stjórnaði leiknum stærstan hluta leiksins og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Það var ekki fyrr en í seinni hálfleik sem Selfyssingar fóru að skapa sér nokkur færi. „Við vorum kannski aðeins of fyrirsjáanlegar í sóknarleiknum. Við þurfum aðeins að poppa það upp. En ég var mjög ánægður með seinni hálfleikinn þar sem við fengum nokkra sénsa og lágum svolítið á þeim. En það gekk ekki alveg í þetta skiptið.“ Selfyssingar byrjuðu mótið af miklum krafti og unnu fyrstu fjóra leiki sína. Síðan þá hafa þær hinsvegar tapað tveim og gert eitt jafntefli. „Það sem við þurfum að gera núna er bara að halda áfram að æfa vel. Það er kraftur í þessum stelpum, en aftur á móti er þetta ekki búið að ganga vel í seinustu þrem leikjum og lítil uppskera. En boltinn er bara þannig, stundum upp og stundum niður og nú þarf bara að standa saman og halda áfram.“ Leikurinn í kvöld var færður af grasvellinum á Selfossi og yfir á gervigrasið á seinustu stundu þar sem að dómarum leiksins fannst línurnar á grasvellinum ekki nógu sýnilegar. Alfreð segir þó að það hafi ekki haft áhrif á hópinn, og hrósaði dómurunum fyrir vel unnin störf í kvöld. „Nei, það hafði engin áhrif. Dómaratríóið stóð sig bara mjög vel í þessum leik og þetta var eiginlega bara það langbesta sem ég hef fengið í sumar og ekkert út á það að setja. Línurnar sáust bara ekki á vellinum þarna hinumegin og við erum með nýtt og gott gervigras hérna þannig það var upplagt að nota það.“ Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Breiðablik Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Sjá meira