Afstaða forsetans gagnvart kollega sínum vestanhafs er ekki síst áhugaverð í ljósi þess að ríkin tvö freista þess nú að blása nýju lífi í kjarnorkusamkomulagið frá 2015, milli Íran og Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands.
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sagði Bandaríkin frá samkomulaginu árið 2018.
Á blaðamannafundinum sagði Raisi jafnframt að Íran myndi ekki gefa neitt eftir hvað varðaði eldflaugaáætlun sína eða umsvif á svæðinu. Raisi er talinn munu verða mun erfiðari viðureignar en forveri hans, Hassan Rouhani, en hann stendur engu að síður frammi fyrir mörgum áskorunum sem munu krefjast alþjóðasamvinnu.