„Með því lélegra sem ég hef tekið þátt í“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júní 2021 22:10 Guðmann Þórisson var miður sín eftir tapið fyrir Breiðabliki. vísir/vilhelm „Manni líður eins illa og það verður held ég. Þetta held að þetta hafi bara verið með því lélegra sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Guðmann Þórisson, miðvörður FH, eftir 4-0 tap liðsins fyrir Breiðabliki í Pepsi Max-deild karla í kvöld. FH sá ekki til sólar í leik kvöldsins þar sem Breiðablik var með tögl og hagldir frá upphafi til enda. Guðmann er ósáttur með hvernig hans lið tókst á við það að fá á sig mark eftir rúmlega kortersleik. „Við byrjum svo sem ágætlega, í svona tíu mínútur, svo bara fáum við mark á okkur og það er svolítið alveg sama hvað við tölum um það, að ef við fáum mark á okkur kemur smá panik og það gerðist bara nákvæmlega það sem við höfum talað um að eigi ekki að gerast,“ „Ekki það að við höfum bara verið lélegir, þeir voru líka frábærir. Þetta var algjörlega verðskuldað og þeir hefðu eiginlega bara átt að vinna stærra. Það er bara sannleikurinn.“ „Þetta var bara hrikalegt og eins mikil yfirspilun og það gerist.“ segir Guðmann. Gott að sjá að Jason var með meðvitund Það fór um margan á Kópavogsvelli þegar Jason Daði Svanþórsson féll til jarðar á 33. mínútu og kallað var eftir lækni úr stúkunni. Mörgum var hugsað til hjartaáfalls Christians Eriksen í leik Dana og Finna á EM nýlega en Guðmann sagði gott að sjá að Jason var þó með meðvitund allan tímann. „Auðvitað er þetta hryllilegt að sjá, ég veit ekki hvað kom fyrir eða hvað gerist, en þetta virtist ekki eins alvarlegt, hann var með meðvitund. Þá var maður aðeins öruggari með að þetta væri í lagi, að hann var ekki alveg dottinn út. Í hvert skipti sem einhver leikmaðru hnígur niður þá er manni náttúrulega ekki sama. En það komu fréttir að hann væri í lagi, sem er frábært.“ segir Guðmann. FH þurfi að drulla sér í gang Eftir að hafa fengið 10 stig af 12 í fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni hefur FH leikið fimm leiki, að leik kvöldsins meðtöldum, og aðeins fengið eitt stig. Guðmann segir liðsfélaga sína þurfa að hugsa sinn gang. „Það er alveg á hreinu að það vantar ekki gæði. Ég held bara að hver einn og einasti í FH þurfi bara að drulla sér í gang. Það geta allir spilað vel þegar vel gengur. Þetta var ein mesta drulla sem ég hef tekið þátt í, en í hinum leikjum, fyrir utan kannski Leiknisleikinn, höfum við verið allt í lagi. En eftir svona leik þá þurfa menn bara að hugsa hvort þeir vilja vera í þessu ef þeir geta ekki gert betur en þetta.“ segir Guðmann. Aðspurður um hvort þetta geti virkað til að vekja FH til lífsins segir hann: „Wake-up callið á að vera löngu komið. Við erum FH, FH tapar ekki þremur leikjum í röð, hvað þá að fá ekki sigur í fimm leikjum. Þannig að menn þurfa að átta sig á að þeir eru í FH. Það þarf meira.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik FH Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn NBA stjarna borin út Körfubolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti Fleiri fréttir Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjá meira
FH sá ekki til sólar í leik kvöldsins þar sem Breiðablik var með tögl og hagldir frá upphafi til enda. Guðmann er ósáttur með hvernig hans lið tókst á við það að fá á sig mark eftir rúmlega kortersleik. „Við byrjum svo sem ágætlega, í svona tíu mínútur, svo bara fáum við mark á okkur og það er svolítið alveg sama hvað við tölum um það, að ef við fáum mark á okkur kemur smá panik og það gerðist bara nákvæmlega það sem við höfum talað um að eigi ekki að gerast,“ „Ekki það að við höfum bara verið lélegir, þeir voru líka frábærir. Þetta var algjörlega verðskuldað og þeir hefðu eiginlega bara átt að vinna stærra. Það er bara sannleikurinn.“ „Þetta var bara hrikalegt og eins mikil yfirspilun og það gerist.“ segir Guðmann. Gott að sjá að Jason var með meðvitund Það fór um margan á Kópavogsvelli þegar Jason Daði Svanþórsson féll til jarðar á 33. mínútu og kallað var eftir lækni úr stúkunni. Mörgum var hugsað til hjartaáfalls Christians Eriksen í leik Dana og Finna á EM nýlega en Guðmann sagði gott að sjá að Jason var þó með meðvitund allan tímann. „Auðvitað er þetta hryllilegt að sjá, ég veit ekki hvað kom fyrir eða hvað gerist, en þetta virtist ekki eins alvarlegt, hann var með meðvitund. Þá var maður aðeins öruggari með að þetta væri í lagi, að hann var ekki alveg dottinn út. Í hvert skipti sem einhver leikmaðru hnígur niður þá er manni náttúrulega ekki sama. En það komu fréttir að hann væri í lagi, sem er frábært.“ segir Guðmann. FH þurfi að drulla sér í gang Eftir að hafa fengið 10 stig af 12 í fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni hefur FH leikið fimm leiki, að leik kvöldsins meðtöldum, og aðeins fengið eitt stig. Guðmann segir liðsfélaga sína þurfa að hugsa sinn gang. „Það er alveg á hreinu að það vantar ekki gæði. Ég held bara að hver einn og einasti í FH þurfi bara að drulla sér í gang. Það geta allir spilað vel þegar vel gengur. Þetta var ein mesta drulla sem ég hef tekið þátt í, en í hinum leikjum, fyrir utan kannski Leiknisleikinn, höfum við verið allt í lagi. En eftir svona leik þá þurfa menn bara að hugsa hvort þeir vilja vera í þessu ef þeir geta ekki gert betur en þetta.“ segir Guðmann. Aðspurður um hvort þetta geti virkað til að vekja FH til lífsins segir hann: „Wake-up callið á að vera löngu komið. Við erum FH, FH tapar ekki þremur leikjum í röð, hvað þá að fá ekki sigur í fimm leikjum. Þannig að menn þurfa að átta sig á að þeir eru í FH. Það þarf meira.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik FH Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn NBA stjarna borin út Körfubolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti Fleiri fréttir Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti