Þórdís þakklát fyrir traustið og Haraldur hvattur til að þiggja sætið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. júní 2021 18:30 Þórdís Kolbrún er þakklát fyrir stuðninginn. Hún segist ekki hafa talið sig eiga sigurinn vísan. Vísir/Vilhelm „Þetta er afgerandi traust og yfirlýsingu frá fólkinu í kjördæminu. Ég er auðvitað afskaplega þakklát fyrir það,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. „Þetta er breiður stuðningur og mikill, sem ég fann alveg fyrir en samt leyfði ég mér að dreyma um svona niðurstöðu en þorði ekki að búast við henni.“ Haraldur Benediktsson þingmaður beið lægri hlut í prófkjörinu, en hann hafði gefið út yfirlýsingu um að hann myndi ekki þiggja sæti á lista ef hann fengi ekki fyrsta sætið. Þórdís segist hafa átt samtal við hann í dag og upplýst hann um að kjördæmið vilji að hann taki annað sætið. „Við höfum auðvitað unnið saman í mörg ár. Það hefur verið að hluta til óvenjulegt, hann hefur verið oddviti þetta kjörtímabil og ég síðan ráðherra og varaformaður, þannig að þetta hefur ekki allt verið eftir eftir bókinni, en við höfum unnið vel saman og erum fínt teymi. Þetta er einfaldlega ákvörðun sem hann einn getur tekið,“ segir Þórdís. Aðspurð segist hún ekki hafa upplifað að sér væri stillt upp við vegg með yfirlýsingunni. „Mér fannst yfirlýsingin í raun ekkert koma mér eða mínu framboði við. Að vissu leyti er þetta ákveðin yfirlýsing sem þýðir eitthvað og það kann að vera að einhverjir kjósendur hafi upplifað það þannig, en ég þori ekki að fullyrða það.“ Þrjár konur leiða nú í þremur kjördæmum; Þórdís í norðvestur, Guðrún Hafsteinsdóttir í Suðurkjördæmi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í Reykjavík. Kynjahlutföll í kjördæmunum sex eru því jöfn. „Ég er stolt af því. Við erum með margar sterkar konur ofarlega á lista og í ýmsum ábyrgðarstöðum Þetta verður í fyrsta sinn sem að þrjár konur leiða lista og einhverjir geta sagt að þetta skipti ekki máli en þetta hefur aldrei verið gert og þetta skiptir víst máli.“ Sjálfstæðisflokkurinn Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Haraldur Benediktsson þingmaður beið lægri hlut í prófkjörinu, en hann hafði gefið út yfirlýsingu um að hann myndi ekki þiggja sæti á lista ef hann fengi ekki fyrsta sætið. Þórdís segist hafa átt samtal við hann í dag og upplýst hann um að kjördæmið vilji að hann taki annað sætið. „Við höfum auðvitað unnið saman í mörg ár. Það hefur verið að hluta til óvenjulegt, hann hefur verið oddviti þetta kjörtímabil og ég síðan ráðherra og varaformaður, þannig að þetta hefur ekki allt verið eftir eftir bókinni, en við höfum unnið vel saman og erum fínt teymi. Þetta er einfaldlega ákvörðun sem hann einn getur tekið,“ segir Þórdís. Aðspurð segist hún ekki hafa upplifað að sér væri stillt upp við vegg með yfirlýsingunni. „Mér fannst yfirlýsingin í raun ekkert koma mér eða mínu framboði við. Að vissu leyti er þetta ákveðin yfirlýsing sem þýðir eitthvað og það kann að vera að einhverjir kjósendur hafi upplifað það þannig, en ég þori ekki að fullyrða það.“ Þrjár konur leiða nú í þremur kjördæmum; Þórdís í norðvestur, Guðrún Hafsteinsdóttir í Suðurkjördæmi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í Reykjavík. Kynjahlutföll í kjördæmunum sex eru því jöfn. „Ég er stolt af því. Við erum með margar sterkar konur ofarlega á lista og í ýmsum ábyrgðarstöðum Þetta verður í fyrsta sinn sem að þrjár konur leiða lista og einhverjir geta sagt að þetta skipti ekki máli en þetta hefur aldrei verið gert og þetta skiptir víst máli.“
Sjálfstæðisflokkurinn Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira