Myndskeið: Íslendingaslagur stöðvaður eftir að eldingu laust niður Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júní 2021 17:40 Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði snemma leiks. Getty/Matteo Ciambelli Merkilegt atvik átti sér stað undir lok leiks Örebro og Kristianstad á heimavelli þeirra fyrrnefndu í síðasta leik dagsins í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Eldingu laust niður á vellinum, eða í nánd við hann. Leikurinn var tímabundið flautaður af en Kristianstad vann að lokum 2-0 sigur. Kristianstad hafði misst Hammarby upp fyrir sig fyrr í dag en gat farið upp í þriðja sæti deildarinnar með sigri. Örebro var í sjöunda sæti með tíu stig og gat jafnað Kristianstad að stigum með sigri. Sveindís Jane Jónsdóttir og Sif Atladóttir voru báðar í byrjunarliði Kristianstad í dag en Berglind Rós Ágústsdóttir byrjaði sömuleiðis hjá Örebro. Klippa: Mark Sveindísar Eftir aðeins fimm mínútna leik dró til tíðinda þegar Sveindís Jane Jónsdóttir fékk háan bolta inn fyrir vörn Örebro. Þar varð einhver meiriháttar misskilningur milli Tove Enblom, markvarðar Örebro, og miðvarðarins Sönnu Kunnberg, með þeim afleiðingum að Kunnberg skallaði boltann beint í höfuð markvarðarins. Af höfði Enblom féll boltinn fyrir fætur Sveindísar sem átti ekki í vandræðum með að afgreiða boltann í markið sem Enblom hafði skilið eftir autt. Þetta kómíska mark snemma leiks reyndist munurinn á liðunum. Aðstæður voru ekki þær bestu eftir því sem leið á leikinn þar sem gerði svakalega rigningu. Á 86. mínútu kom svo elding á vellinum svo bæði leikmenn, dómari og aðrir hrukku rækilega í kút. Dómarinn flautaði tímabundið af og allir leikmenn fóru til búningsherbergja. Þrumur og eldingar í Örebro vs Kristianstad. Leikur stöðvaður og leikmenn spretta inn í hús af vellinum. Þetta hef èg ekki séð áður. 87.minuta á klukkunni. Hvað gerist núna?— Bára K. Rúnarsdóttir (@bararunars) June 20, 2021 Leikurinn hófst á ný um 30 mínútum eftir að flautað hafði verið tímabundið af. Fjórar mínútur voru þá eftir auk uppbótartíma en Kristianstad gerði út um leikinn í uppbótartíma með marki hinnar norsku Theresu Åsland, sem var nýkomin inn á sem varamaður. Sif Atladóttir var tekinn af velli á 56. mínútu en Sveindís lék allan leikinn, líkt og Berglind Rós hjá Örebro. Cecilía Rán Rúnarsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Örebro. Sigur Kristianstad skýtur liðinu upp í 3. sæti deildarinnar með 16 stig en Örebro er sem fyrr með 10 stig í 7. sæti. Myndskeið af því þegar eldingunni laust niður má sjá að neðan. Klippa: Elding á leik Örebro og Kristianstad Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Sænski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Íslenski boltinn Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Leik lokið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar náðu sigrinum en misstu Höskuld Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Kristianstad hafði misst Hammarby upp fyrir sig fyrr í dag en gat farið upp í þriðja sæti deildarinnar með sigri. Örebro var í sjöunda sæti með tíu stig og gat jafnað Kristianstad að stigum með sigri. Sveindís Jane Jónsdóttir og Sif Atladóttir voru báðar í byrjunarliði Kristianstad í dag en Berglind Rós Ágústsdóttir byrjaði sömuleiðis hjá Örebro. Klippa: Mark Sveindísar Eftir aðeins fimm mínútna leik dró til tíðinda þegar Sveindís Jane Jónsdóttir fékk háan bolta inn fyrir vörn Örebro. Þar varð einhver meiriháttar misskilningur milli Tove Enblom, markvarðar Örebro, og miðvarðarins Sönnu Kunnberg, með þeim afleiðingum að Kunnberg skallaði boltann beint í höfuð markvarðarins. Af höfði Enblom féll boltinn fyrir fætur Sveindísar sem átti ekki í vandræðum með að afgreiða boltann í markið sem Enblom hafði skilið eftir autt. Þetta kómíska mark snemma leiks reyndist munurinn á liðunum. Aðstæður voru ekki þær bestu eftir því sem leið á leikinn þar sem gerði svakalega rigningu. Á 86. mínútu kom svo elding á vellinum svo bæði leikmenn, dómari og aðrir hrukku rækilega í kút. Dómarinn flautaði tímabundið af og allir leikmenn fóru til búningsherbergja. Þrumur og eldingar í Örebro vs Kristianstad. Leikur stöðvaður og leikmenn spretta inn í hús af vellinum. Þetta hef èg ekki séð áður. 87.minuta á klukkunni. Hvað gerist núna?— Bára K. Rúnarsdóttir (@bararunars) June 20, 2021 Leikurinn hófst á ný um 30 mínútum eftir að flautað hafði verið tímabundið af. Fjórar mínútur voru þá eftir auk uppbótartíma en Kristianstad gerði út um leikinn í uppbótartíma með marki hinnar norsku Theresu Åsland, sem var nýkomin inn á sem varamaður. Sif Atladóttir var tekinn af velli á 56. mínútu en Sveindís lék allan leikinn, líkt og Berglind Rós hjá Örebro. Cecilía Rán Rúnarsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Örebro. Sigur Kristianstad skýtur liðinu upp í 3. sæti deildarinnar með 16 stig en Örebro er sem fyrr með 10 stig í 7. sæti. Myndskeið af því þegar eldingunni laust niður má sjá að neðan. Klippa: Elding á leik Örebro og Kristianstad Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Íslenski boltinn Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Leik lokið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar náðu sigrinum en misstu Höskuld Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira