Raisi sigurvegari í Íran Árni Sæberg skrifar 19. júní 2021 10:21 Ebrahim Raisi (t.h.) verður næsti forseti Írans eftir að sérstök kjörnefnd hafnaði mörgum þekktum frambjóðendum. Vísir/EPA Ebrahim Raisi bar sigur úr býtum í forsetakosningum í Íran. Níutíu prósent atkvæða hafa verið talin og Raisi hefur hlotið rúmlega helming þeirra. Ebrahim Raisi er forseti Hæstaréttar Írans og er almennt talinn harðlínuíhaldsmaður. Frjálslyndir Íranir sniðgengu kosningarnar og hafa sakað kosningaryfirvöld um að haga kosningunum þannig að sigur Raisi væri tryggður. Einungis sjö frambjóðendum var leyft að taka þátt í kosningunum. Klerkaveldið, undir stjórn æðstaklerksins Ali Khomeini, hafnaði umbótasinnum og bandamönnum Hassans Rouhani, fráfarandi forseta Írans. Stjórnarskrá Írans kemur í veg fyrir að Rouhani geti sóst eftir endurkjöri sjálfur. Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseti, er á meðal þeirra sem fékk ekki leyfi til að bjóða sig fram. Sá frambjóðandi sem talinn var líklegastur til að veita Raisi einhverja samkeppni um forsetaembættið er seðlabankastjórinn fyrrverandi, Abdolnasser Hemmati. Sigurlíkur hans voru takmarkaðar þar sem stuðningsmenn hans ákváðu að sniðganga kosningarnar. Raisi hefur verið sakaður um alvarleg mannréttindabrot í gegn um tíðina. Til að mynda er hann sagður ábyrgur fyrir aftökum pólitískra andstæðinga Khomeini árið 1988. Formlegar tölur um kjörsókn hafa ekki verið gefnar út en þegar hafa 90 prósent, eða alls 28 milljónir, atkvæða verið talin. Athygli vekur að 59 milljónir eru á kjörskrá í Íran og kjörsókn því ansi dræm. Íran Tengdar fréttir Íranir ganga að kjörborðinu Forsetakosningar fara fram í Íran í dag þar sem allir þeir fjórir sem til greina koma sem arftaki Hassan Rouhani eru taldir vera harðlínumenn. 18. júní 2021 06:26 Vonleysi kjósenda fyrir forsetakosningar í Íran Kjósendur í Íran eru ekki vongóðir um úrslit forsetakosninganna sem fara fram í landinu á morgun hafi merkjanleg áhrif á lífsgæði þeirra. Búist er við slakri kjörsókn í kosningunum sem eru taldar munu festa völd Ali Khamenei, æðstaklerks, enn frekar í sessi. 17. júní 2021 09:01 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Ebrahim Raisi er forseti Hæstaréttar Írans og er almennt talinn harðlínuíhaldsmaður. Frjálslyndir Íranir sniðgengu kosningarnar og hafa sakað kosningaryfirvöld um að haga kosningunum þannig að sigur Raisi væri tryggður. Einungis sjö frambjóðendum var leyft að taka þátt í kosningunum. Klerkaveldið, undir stjórn æðstaklerksins Ali Khomeini, hafnaði umbótasinnum og bandamönnum Hassans Rouhani, fráfarandi forseta Írans. Stjórnarskrá Írans kemur í veg fyrir að Rouhani geti sóst eftir endurkjöri sjálfur. Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseti, er á meðal þeirra sem fékk ekki leyfi til að bjóða sig fram. Sá frambjóðandi sem talinn var líklegastur til að veita Raisi einhverja samkeppni um forsetaembættið er seðlabankastjórinn fyrrverandi, Abdolnasser Hemmati. Sigurlíkur hans voru takmarkaðar þar sem stuðningsmenn hans ákváðu að sniðganga kosningarnar. Raisi hefur verið sakaður um alvarleg mannréttindabrot í gegn um tíðina. Til að mynda er hann sagður ábyrgur fyrir aftökum pólitískra andstæðinga Khomeini árið 1988. Formlegar tölur um kjörsókn hafa ekki verið gefnar út en þegar hafa 90 prósent, eða alls 28 milljónir, atkvæða verið talin. Athygli vekur að 59 milljónir eru á kjörskrá í Íran og kjörsókn því ansi dræm.
Íran Tengdar fréttir Íranir ganga að kjörborðinu Forsetakosningar fara fram í Íran í dag þar sem allir þeir fjórir sem til greina koma sem arftaki Hassan Rouhani eru taldir vera harðlínumenn. 18. júní 2021 06:26 Vonleysi kjósenda fyrir forsetakosningar í Íran Kjósendur í Íran eru ekki vongóðir um úrslit forsetakosninganna sem fara fram í landinu á morgun hafi merkjanleg áhrif á lífsgæði þeirra. Búist er við slakri kjörsókn í kosningunum sem eru taldar munu festa völd Ali Khamenei, æðstaklerks, enn frekar í sessi. 17. júní 2021 09:01 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Íranir ganga að kjörborðinu Forsetakosningar fara fram í Íran í dag þar sem allir þeir fjórir sem til greina koma sem arftaki Hassan Rouhani eru taldir vera harðlínumenn. 18. júní 2021 06:26
Vonleysi kjósenda fyrir forsetakosningar í Íran Kjósendur í Íran eru ekki vongóðir um úrslit forsetakosninganna sem fara fram í landinu á morgun hafi merkjanleg áhrif á lífsgæði þeirra. Búist er við slakri kjörsókn í kosningunum sem eru taldar munu festa völd Ali Khamenei, æðstaklerks, enn frekar í sessi. 17. júní 2021 09:01