Við ræðum einnig við yfirlækni á sóttvarnasviði landlæknisembættisins um erlendu ferðamennina sem greindust með indverska afbrigðið hér á landi. Ferðamennirnir eru miður sín og dvelja nú í farsóttarhúsi. Þá verður sjónunum einnig beint að komandi helgi, en það stefnir í mikil veisluhöld vegna útskrifta.
Við fjöllum einnig um fyrirhugðu áform um byggingu nýs húss í stað þess sem brann á Bræðraborgarstíg í fyrra. Vinkonur á besta aldri ætla að búa í húsinu og njóta félagsskaps hvorrar annarrar í ellinni. Húsið verðu eingöngu ætlað konum.
Kvöldfréttirnar eru í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.