Sergio Ramos brotnaði niður í kveðjuræðunni: Real dró tilboðið til baka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2021 09:01 Sergio Ramos skoðar alla bikarana sem hann vann með Real Madrid. Getty/Helios de la Rubia Sergio Ramos kvaddi Real Madrid í sérstakri viðhöfn í gær og þar kom fram að kappinn ætlaði sér aldrei að yfirgefa félagið. Ramos brotnaði niður upp í pontu þegar hann hélt kveðjuræðu sína í sal á æfingasvæði spænska félagsins en meðal gesta voru forsetinn Florentino Perez, stjórnarmenn, starfsmenn félagsins og fjölskylda Ramos. Florentino Pérez: "Te damos las gracias por lo que has representado, por agigantar la leyenda de nuestro club y por haber contribuido a que el nombre del @RealMadrid sea aún más admirado en el mundo."#GraciasSergio | #RealMadrid pic.twitter.com/ni8bXaLnJv— Real Madrid C.F. (@realmadrid) June 17, 2021 Real Madrid hafði daginn áður gefið það út að hinn 35 ára gamli miðvörður væri á förum frá félaginu þegar samningur hans rennur út í lok þessa mánaðar. „Ég vildi aldrei fara frá Real Madrid. Ég vildi vera hér áfram. Á síðustu mánuðum þá bauð félagið mér eins árs samning á lægri launum. Ég vil samt taka það framar að peningarnir voru aldrei vandamál og forsetinn veit það,“ sagði Sergio Ramos. „Þetta snerist aldrei um peninga. Þeir buðu mér eins árs samning en ég vildi tveggja ára samning. Ég vildi ró og samfelldni fyrir mína fjölskyldu. Í síðustu viðræðunum þá samþykkti ég tilboðið með launalækkun en þá var mér sagt að það tilboð væri ekki lengur á borðinu,“ sagði Ramos. „Mér var sagt að þó að ég hefði sagt já við þessu tilboði þá hafði það gildistíma og ég áttaði mig ekki á því. Það kom mér á óvart,“ sagði Ramos. Sergio Ramos, Real Madrid s loudest warrior, quietly says goodbye https://t.co/rQiEzRdKHc— The Guardian (@guardian) June 17, 2021 Ramos vildi ekki fara nánar út í samningaviðræðurnar nema það að Real Madrid hafi haft samband við umboðsmann hans í síðustu viku og sagt honum frá þessum óvæntu tíðindum að samningstilboðið væri ekki lengur í boði. Ramos hefur verið mikið orðaður við Manchester City en hitt Manchester liðið er einnig sagt vera áhugasamt. „Ég hef ekki hugsað um eitt ákveðið lið. Það er satt að síðan í janúar hafa félög mátt hafa samband og áhugasöm félög hafa hringt í bróður minn. Ég ætlaðihins vegar aldrei að fara. Núna þarf ég að skoða hvað er í boði,“ sagði Sergio Ramos. Ramos var fyrirliði Real Madrid og spilaði 671 leik og skoraði 101 mark fyrir félagið síðan að hann kom til félagsins nítján ára gamall frá Sevilla árið 2005. Real Madrid bid farewell to Sergio Ramos (via @realmadrid)pic.twitter.com/X3BNHwDxdV— ESPN FC (@ESPNFC) June 17, 2021 Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
Ramos brotnaði niður upp í pontu þegar hann hélt kveðjuræðu sína í sal á æfingasvæði spænska félagsins en meðal gesta voru forsetinn Florentino Perez, stjórnarmenn, starfsmenn félagsins og fjölskylda Ramos. Florentino Pérez: "Te damos las gracias por lo que has representado, por agigantar la leyenda de nuestro club y por haber contribuido a que el nombre del @RealMadrid sea aún más admirado en el mundo."#GraciasSergio | #RealMadrid pic.twitter.com/ni8bXaLnJv— Real Madrid C.F. (@realmadrid) June 17, 2021 Real Madrid hafði daginn áður gefið það út að hinn 35 ára gamli miðvörður væri á förum frá félaginu þegar samningur hans rennur út í lok þessa mánaðar. „Ég vildi aldrei fara frá Real Madrid. Ég vildi vera hér áfram. Á síðustu mánuðum þá bauð félagið mér eins árs samning á lægri launum. Ég vil samt taka það framar að peningarnir voru aldrei vandamál og forsetinn veit það,“ sagði Sergio Ramos. „Þetta snerist aldrei um peninga. Þeir buðu mér eins árs samning en ég vildi tveggja ára samning. Ég vildi ró og samfelldni fyrir mína fjölskyldu. Í síðustu viðræðunum þá samþykkti ég tilboðið með launalækkun en þá var mér sagt að það tilboð væri ekki lengur á borðinu,“ sagði Ramos. „Mér var sagt að þó að ég hefði sagt já við þessu tilboði þá hafði það gildistíma og ég áttaði mig ekki á því. Það kom mér á óvart,“ sagði Ramos. Sergio Ramos, Real Madrid s loudest warrior, quietly says goodbye https://t.co/rQiEzRdKHc— The Guardian (@guardian) June 17, 2021 Ramos vildi ekki fara nánar út í samningaviðræðurnar nema það að Real Madrid hafi haft samband við umboðsmann hans í síðustu viku og sagt honum frá þessum óvæntu tíðindum að samningstilboðið væri ekki lengur í boði. Ramos hefur verið mikið orðaður við Manchester City en hitt Manchester liðið er einnig sagt vera áhugasamt. „Ég hef ekki hugsað um eitt ákveðið lið. Það er satt að síðan í janúar hafa félög mátt hafa samband og áhugasöm félög hafa hringt í bróður minn. Ég ætlaðihins vegar aldrei að fara. Núna þarf ég að skoða hvað er í boði,“ sagði Sergio Ramos. Ramos var fyrirliði Real Madrid og spilaði 671 leik og skoraði 101 mark fyrir félagið síðan að hann kom til félagsins nítján ára gamall frá Sevilla árið 2005. Real Madrid bid farewell to Sergio Ramos (via @realmadrid)pic.twitter.com/X3BNHwDxdV— ESPN FC (@ESPNFC) June 17, 2021
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira