Handbolti

Ála­borg meistari þriðja árið í röð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Felix Claar skoraði níu mörk í dag.
Felix Claar skoraði níu mörk í dag. EPA-EFE/SASCHA STEINBACH

Álaborg er danskur meistari í handbolta eftir fimm marka sigur á Bjerringbro/Silkeborg. Lokatölur 32-27 og þriðji meistaratitill Álaborgar í röð staðreynd.

Staðan í einvígi liðsins gegn Bjerringbro/Silkeborg var 1-1 og því þurfti oddaleik til að skera úr um hvort liðið myndi hampa meistaratitlinum.

Þar reyndust Álaborg mun sterkari aðilinn og unnu sannfærandi sigur. Felix Claar fór mikinn í leik kvöldsins og skoraði alls 9 mörk í 32-27 sigri Álaborgar.

Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgar og þá mun Aron Pálmarsson ganga til liðs við félagið í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×