Fimm bækur á lestrarlista Bill Gates í sumar Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. júní 2021 07:00 Bill Gates mælir með fimm bókum til að lesa í sumar. Vísir/Getty Eflaust teljast hjónaskilnaðarfréttir Bill Gates til mun vinsælli frétta en bókaáhugi Gates. Gates birtir þó reglulega bókalista á bloggsíðunni sinni, með bókum sem hann mælir sérstaklega með. Eins og núna, fyrir sumarið 2021. Síðastliðinn mánudag birti Gates lista yfir fimm bækur sem hann mælir með fyrir þetta sumar. Þessar bækur eru: 1. Bók fyrir þá sem hafa áhuga á stjórnun Þessi bók heitir Lights Out: Pride, Delusion, and the Fall of General Electric eftir Thomas Gryta og Ted Mann. Gates segist lengi hafa velt því fyrir sér hvernig fyrirtæki sem ná miklum árangri og verða mjög stór, geta samt endað í þroti. Að mati Gates gaf sagan um General Electric honum loksins svör og skýringar við þessum vangaveltum sínum. 2. Vangaveltur um umhverfið og framtíðina Hér mælir Gates með bók eftir höfund sem hann heldur mikið upp á, Elizabeth Kolbert. Bókin heitir Under a White Sky: The Nature of the Future og fjallar um það hvernig maðurinn er með stanslaus og óæskileg inngrip í náttúruna. Gates viðurkennir að áhuginn hans á umhverfismálum fer vaxandi, sem aftur þýðir að æ fleiri bækur um málefnið rata á bókalistana hans. 3. Ævisaga Gates segist alltaf hafa haft áhuga á forsetum Bandaríkjanna og mælir með ævisögu Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta: A Promised Land. Gates heillaðist sérstaklega af einlægni og hreinskilni Obama þegar hann segir frá forsetatíð sinni. 4. Óvenjuleg bók Ein óvenjulegasta bókin sem Bill hefur lesið í mörg ár heitir The Overstory, eftir Richard Powers. Hún kemst þó á bókalistann fyrir sumarið en í þessari sögu er rakin saga níu einstaklinga og sambandi þeirra við tré. Já, tré. Gates segir bókina öfgakennda leið til að benda á mikilvægi þess að vernda skóga. Honum fannst þó saga einstaklinganna níu sem þarna er skrifað um, vera áhugaverð. 5. Um ónæmiskerfið, skrifað fyrir tíma Covid Loks mælir Gates með bókinni An Elegant Defense: The Extraordinary New Science of the Immune System: A Tal ein Four Lives, eftir Matt Richtel. Bókin fjallar um ónæmiskerfi líkamans og að mati Gates, skýrir hún vel út hvað þarf til að stöðva heimsfaraldur eins og Covid. Bókin var þó skrifuð áður en heimsfaraldurinn brast á. Nánar má lesa um bókalista Gates og umsagnir hans HÉR. Góðu ráðin Bókmenntir Microsoft Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupa 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Fordómar: „Mætti halda að á Íslandi væri ekkert sölustarf til“ „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Að leysa hratt og vel úr málum í stað þess að pirrast Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Bissnessinn í tónlist: „Þetta er ekki lengur eins og þetta var í gamla daga“ Á erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli Að takast á við sjokkerandi breytingar í vinnunni Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Ég hef þó aldrei kunnað vel við titilinn framkvæmdastjóri“ Fjórar týpur af yfirmönnum sem eru sjálfir að drukkna í vinnu Segir mun á launum stjórnarmanna sláandi Íslenskir kvenstjórnendur: Bjartsýnar en með áhyggjur af stríði Lausnamiðuð ferilskrá og að þora Sjá meira
Eins og núna, fyrir sumarið 2021. Síðastliðinn mánudag birti Gates lista yfir fimm bækur sem hann mælir með fyrir þetta sumar. Þessar bækur eru: 1. Bók fyrir þá sem hafa áhuga á stjórnun Þessi bók heitir Lights Out: Pride, Delusion, and the Fall of General Electric eftir Thomas Gryta og Ted Mann. Gates segist lengi hafa velt því fyrir sér hvernig fyrirtæki sem ná miklum árangri og verða mjög stór, geta samt endað í þroti. Að mati Gates gaf sagan um General Electric honum loksins svör og skýringar við þessum vangaveltum sínum. 2. Vangaveltur um umhverfið og framtíðina Hér mælir Gates með bók eftir höfund sem hann heldur mikið upp á, Elizabeth Kolbert. Bókin heitir Under a White Sky: The Nature of the Future og fjallar um það hvernig maðurinn er með stanslaus og óæskileg inngrip í náttúruna. Gates viðurkennir að áhuginn hans á umhverfismálum fer vaxandi, sem aftur þýðir að æ fleiri bækur um málefnið rata á bókalistana hans. 3. Ævisaga Gates segist alltaf hafa haft áhuga á forsetum Bandaríkjanna og mælir með ævisögu Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta: A Promised Land. Gates heillaðist sérstaklega af einlægni og hreinskilni Obama þegar hann segir frá forsetatíð sinni. 4. Óvenjuleg bók Ein óvenjulegasta bókin sem Bill hefur lesið í mörg ár heitir The Overstory, eftir Richard Powers. Hún kemst þó á bókalistann fyrir sumarið en í þessari sögu er rakin saga níu einstaklinga og sambandi þeirra við tré. Já, tré. Gates segir bókina öfgakennda leið til að benda á mikilvægi þess að vernda skóga. Honum fannst þó saga einstaklinganna níu sem þarna er skrifað um, vera áhugaverð. 5. Um ónæmiskerfið, skrifað fyrir tíma Covid Loks mælir Gates með bókinni An Elegant Defense: The Extraordinary New Science of the Immune System: A Tal ein Four Lives, eftir Matt Richtel. Bókin fjallar um ónæmiskerfi líkamans og að mati Gates, skýrir hún vel út hvað þarf til að stöðva heimsfaraldur eins og Covid. Bókin var þó skrifuð áður en heimsfaraldurinn brast á. Nánar má lesa um bókalista Gates og umsagnir hans HÉR.
Góðu ráðin Bókmenntir Microsoft Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupa 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Fordómar: „Mætti halda að á Íslandi væri ekkert sölustarf til“ „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Að leysa hratt og vel úr málum í stað þess að pirrast Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Bissnessinn í tónlist: „Þetta er ekki lengur eins og þetta var í gamla daga“ Á erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli Að takast á við sjokkerandi breytingar í vinnunni Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Ég hef þó aldrei kunnað vel við titilinn framkvæmdastjóri“ Fjórar týpur af yfirmönnum sem eru sjálfir að drukkna í vinnu Segir mun á launum stjórnarmanna sláandi Íslenskir kvenstjórnendur: Bjartsýnar en með áhyggjur af stríði Lausnamiðuð ferilskrá og að þora Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf