Nýjum tilfellum Covid-19 hefur fjölgað í Englandi síðustu daga og vöruðu sérfræðinga ríkisstjórn Boris Johnson við því að fylgja afléttingaráætlun sinni og sögðu að spítalainnlögnum myndi fjölga mikið ef allar samkomutakmarkanir yrðu teknar af.
Johnson tilkynnti þetta í dag og sagði að ef afléttingaráætluninni yrði haldið til streitu væru „góðar líkur“ á að veiran næði mikilli útbreiðslu meðal óbólusettra og gæti dregið þúsundir til bana.
Þess vegna var afléttingunni frestað um mánuð en þá verða mun fleiri í landinu fullbólusettir.
Staðan í landinu verður metin aftur eftir tvær vikur og skoðað hvort hægt verði að afnema takmarkanirnar fyrr en Johnson segist viss um að ekki verði frekari frestun á þessum fyrirætlunum. Engar takmarkanir verði í Englandi eftir 19. júlí.
Heilbrigðisráðherra Bretlands sagði á fundi í dag að markmiðið nú væri að tryggja það að „bóluefnið tæki fram úr í kapphlaupi sínu við veiruna“. „Þessu er ekki lokið enn,“ sagði hann.