Aðför Samherja einsdæmi á Norðurlöndum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. júní 2021 22:45 Helgi Seljan, fréttamaður Kveiks, hélt erindi á málþinginu þar sem hann lýsti aðför Samherja gegn sér. blaðamannafélag íslands Norrænir fjölmiðlar virðast flestir kannast við hótanir, ofbeldi og hatur í sinn garð, sem stórt vandamál. Enginn þeirra hefur þó heyrt af eins alvarlegum árásum fyrirtækis á hendur fjölmiðlafólki og þeim sem Samherji réðst í eftir umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks um Namibíumálið. Samherjamálið var mikið rætt á norrænu málþingi sem fór fram í dag um fjölmiðlafrelsi á Íslandi og hinum Norðurlöndunum. Málþingið var haldið af Blaðamannafélagi Íslands í samstarfi við norrænu sendiráðin og héldu þar ýmsir fulltrúar norrænna blaðamannafélaga erindi. Fjandsamlegt viðhorf eins fyrirtækis eða stærra vandamál? Þeirra á meðal var Olav Njaastad hjá Norrænu blaðamannamiðstöðinni en aðspurður hvort hann þekkti nokkur dæmi um sambærilega framgöngu fyrirtækja gegn blaðamönnum og þá sem Samherji hafði uppi sagði hann: „Nei, þetta er stórfurðuleg staða. Ég hef aldrei heyrt um neitt af þessari stærðargráðu.“ Olav hélt erindi sitt um fjölmiðlafrelsi í gegn um fjarfundabúnað.blaðamannafélag íslands Helgi Seljan, blaðamaður hjá Kveik, sem var á meðal þeirra sem upplýstu um Samherjamálið hélt erindi á málþinginu í dag þar sem hann lýsti árásum sjávarútvegsfyrirtækisins gegn sér. Áður hefur verið fjallað um þær í íslenskum fjölmiðlum; hvernig Samherji réð fyrrverandi rannsóknarlögreglumann til að njósna um Helga og hafa í hótunum við hann. Þá réðst fyrirtækið í herferð, með birtingum myndbanda sem voru ranlega sett fram sem fréttir, sem virðist helst hafa snúist um að koma óorði á Helga persónulega og draga starfsheiður hans og andlega heilsu í efa. Nú síðast var greint frá „skæruliðadeild Samherja“ svokallaðri sem rak áróðursstríðið fyrir fyrirtækið en í því teymi voru ráðgjafar og lögfræðingar fyrirtækisins auk sjómanns nokkurs sem var notaður sem leppur fyrir ýmis greinaskrif. Ljóst er að forstjórar Samherja áttu í miklum samskiptum við þetta teymi og stjórnuðu því efni sem kom frá því. Olav Njaastad velti því fyrir sér hvort þessi framganga væri hluti af stærra vandamáli á Íslandi eða hvort hún væri aðeins lýsandi fyrir fjandsamlegt viðhorf þessa tiltekna fyrirtækis til fjölmiðla. Hér má finna upptöku af málþinginu í heild sinni. Kannast öll við hótanir og hatursorðræðu Aðrir fulltrúar norrænna fjölmiðla könnuðust heldur ekki við annað eins frá sínum heimalöndum. Ulrika Hyllert, formaður Blaðamannafélags Svíþjóðar og forseti Norrænu Blaðamannasamtakanna, sagðist reyndar muna eftir einu dæmi um að blaðamaður á héraðsblaði í Svíþjóð hafi verið hrakinn úr starfi eftir að hafa fjallað á gagnrýninn hátt um stjórnmálamenn og spillingu. Einn stjórnmálaflokkanna hafði þá ítök á blaðinu sem hún vann hjá. Jón Brian Hvidtfelt, formaður Blaðamannafélags Færeyja, og Maria Pettersson, ritstjóri Journalisti, blaðs finnsku blaðamannasamtakanna, sögðu þá að hatursorðræða, hótanir, ofbeldi og almennt hatur í garð fjölmiðla viðgengist í sínum löndum en þekktu þó ekki eins alvarleg dæmi og árásir Samherja á fjölmiðlamenn. Fulltrúar Morgunblaðsins afþökkuðu boð um þátttöku á málþinginu.blaðamannafélag íslands Rekstrarumhverfi fjölmiðla var einnig rætt á málþinginu og héldu ritstjórarnir Þórður Snær Júlíusson hjá Kjarnanum, Jón Þórisson hjá Fréttablaðinu og Þórir Guðmundsson hjá fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, erindi. Fulltrúum Morgunblaðsins, elsta dagblaðs landsins, var boðið að sækja málþingið en höfðu ekki áhuga á því. Fjölmiðlar Samherjaskjölin Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Sjá meira
Samherjamálið var mikið rætt á norrænu málþingi sem fór fram í dag um fjölmiðlafrelsi á Íslandi og hinum Norðurlöndunum. Málþingið var haldið af Blaðamannafélagi Íslands í samstarfi við norrænu sendiráðin og héldu þar ýmsir fulltrúar norrænna blaðamannafélaga erindi. Fjandsamlegt viðhorf eins fyrirtækis eða stærra vandamál? Þeirra á meðal var Olav Njaastad hjá Norrænu blaðamannamiðstöðinni en aðspurður hvort hann þekkti nokkur dæmi um sambærilega framgöngu fyrirtækja gegn blaðamönnum og þá sem Samherji hafði uppi sagði hann: „Nei, þetta er stórfurðuleg staða. Ég hef aldrei heyrt um neitt af þessari stærðargráðu.“ Olav hélt erindi sitt um fjölmiðlafrelsi í gegn um fjarfundabúnað.blaðamannafélag íslands Helgi Seljan, blaðamaður hjá Kveik, sem var á meðal þeirra sem upplýstu um Samherjamálið hélt erindi á málþinginu í dag þar sem hann lýsti árásum sjávarútvegsfyrirtækisins gegn sér. Áður hefur verið fjallað um þær í íslenskum fjölmiðlum; hvernig Samherji réð fyrrverandi rannsóknarlögreglumann til að njósna um Helga og hafa í hótunum við hann. Þá réðst fyrirtækið í herferð, með birtingum myndbanda sem voru ranlega sett fram sem fréttir, sem virðist helst hafa snúist um að koma óorði á Helga persónulega og draga starfsheiður hans og andlega heilsu í efa. Nú síðast var greint frá „skæruliðadeild Samherja“ svokallaðri sem rak áróðursstríðið fyrir fyrirtækið en í því teymi voru ráðgjafar og lögfræðingar fyrirtækisins auk sjómanns nokkurs sem var notaður sem leppur fyrir ýmis greinaskrif. Ljóst er að forstjórar Samherja áttu í miklum samskiptum við þetta teymi og stjórnuðu því efni sem kom frá því. Olav Njaastad velti því fyrir sér hvort þessi framganga væri hluti af stærra vandamáli á Íslandi eða hvort hún væri aðeins lýsandi fyrir fjandsamlegt viðhorf þessa tiltekna fyrirtækis til fjölmiðla. Hér má finna upptöku af málþinginu í heild sinni. Kannast öll við hótanir og hatursorðræðu Aðrir fulltrúar norrænna fjölmiðla könnuðust heldur ekki við annað eins frá sínum heimalöndum. Ulrika Hyllert, formaður Blaðamannafélags Svíþjóðar og forseti Norrænu Blaðamannasamtakanna, sagðist reyndar muna eftir einu dæmi um að blaðamaður á héraðsblaði í Svíþjóð hafi verið hrakinn úr starfi eftir að hafa fjallað á gagnrýninn hátt um stjórnmálamenn og spillingu. Einn stjórnmálaflokkanna hafði þá ítök á blaðinu sem hún vann hjá. Jón Brian Hvidtfelt, formaður Blaðamannafélags Færeyja, og Maria Pettersson, ritstjóri Journalisti, blaðs finnsku blaðamannasamtakanna, sögðu þá að hatursorðræða, hótanir, ofbeldi og almennt hatur í garð fjölmiðla viðgengist í sínum löndum en þekktu þó ekki eins alvarleg dæmi og árásir Samherja á fjölmiðlamenn. Fulltrúar Morgunblaðsins afþökkuðu boð um þátttöku á málþinginu.blaðamannafélag íslands Rekstrarumhverfi fjölmiðla var einnig rætt á málþinginu og héldu ritstjórarnir Þórður Snær Júlíusson hjá Kjarnanum, Jón Þórisson hjá Fréttablaðinu og Þórir Guðmundsson hjá fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, erindi. Fulltrúum Morgunblaðsins, elsta dagblaðs landsins, var boðið að sækja málþingið en höfðu ekki áhuga á því.
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Sjá meira