Schmeichel og Kjær heimsóttu Eriksen á sjúkrahúsið: Braithwaite brotnaði niður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júní 2021 09:00 Kasper Schmeichel ræðir við blaðamenn í morgun. AP/Liselotte Sabroe Danskir landsliðsmenn hittu fjölmiðlamenn í morgun og ræddu þá um það sem kom fyrir liðsfélaga þeirra Christian Eriksen á laugardaginn og hvernig gærdagurinn var. Leikmennirnir sem hittu blaðamenn voru þeir Kasper Schmeichel, Pierre-Emile Höjbjerg og Martin Braithwaite. Martin Braithwaite átti mjög erfitt með sig þegar hann var spurður út í Christian Eriksen og brotnaði eiginlega niður.„Þetta var skelfileg upplifun. Christian líður samt betur og það þýðir lika að mér líður betur,“ sagði Martin Braithwaite sem grét fyrir framan blaðamenn. „Það var mjög mikilvægt fyrir mig að tala við Christian á Facetime. Ég var með margar myndir í hausnum en ég óskaði ekki eftir. Við munum reyna að fara út á æfingu og náum þá kannski að dreifa huganum,“ sagði Braithwaite. Kasper Schmeichel og Simon Kjær heimsóttu Eriksen á sjúkrahúsið en Kasper sagði frá því.„Það er hryllilegt að upplifa það að horfa vin sinn liggja í jörðinni og vera að berjast fyrir lífi sínu. Hann er samt meðal okkar og ég er þakklátur öllum þeim sem hjálpuðu honum. Þetta var kraftaverk,“ sagði Kasper Schmeichel. „Það erfiðasta var að hugsa út í hvað gæti gerst og að konan hans og börnin hans væru að horfa upp á þetta. Þetta hefur haft mikil áhrif á allan heiminn og það hjálpar okkur að fá stuðning alls staðar að úr heiminum,“ sagði Kasper. Kasper sagði líka frá heimsókn sinni til Eriksen á sjúkrahúsið. „Það var gott að sjá hann. Að sjá hann brosa, grínast og vera þarna sem hann sjálfur. Það hjálpaði mér mikið að sjá hann. Við tölum um allt og ekkert,“ sagði Kasper og brosti breitt þegar hann talaði um heimsóknina. Kasper talaði líka vel um fyrirliðann Simon Kjær sem hefur fengið mikið hrós fyrir sína framgöngu þegar Eriksen hneig niður. Hann var fyrstur til að hjálpa Eriksen og hughreysti síðan konu hans þegar hún kom niður á völlinn. „Ég er stoltur að kalla hann vin minn. Hann er tilfinningamaður og það fengum við að sjá. Hann og Christian eru mjög góðir vinir og þetta tók því auðvitað mikið á hann,“ sagði Kasper.„Við munum gera allt sem við getum á móti Belgum. Við gerum það fyrir Christian og alla sem upplifðu þetta,“ sagði Kasper. EM 2020 í fótbolta Danmörk Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Sjá meira
Leikmennirnir sem hittu blaðamenn voru þeir Kasper Schmeichel, Pierre-Emile Höjbjerg og Martin Braithwaite. Martin Braithwaite átti mjög erfitt með sig þegar hann var spurður út í Christian Eriksen og brotnaði eiginlega niður.„Þetta var skelfileg upplifun. Christian líður samt betur og það þýðir lika að mér líður betur,“ sagði Martin Braithwaite sem grét fyrir framan blaðamenn. „Það var mjög mikilvægt fyrir mig að tala við Christian á Facetime. Ég var með margar myndir í hausnum en ég óskaði ekki eftir. Við munum reyna að fara út á æfingu og náum þá kannski að dreifa huganum,“ sagði Braithwaite. Kasper Schmeichel og Simon Kjær heimsóttu Eriksen á sjúkrahúsið en Kasper sagði frá því.„Það er hryllilegt að upplifa það að horfa vin sinn liggja í jörðinni og vera að berjast fyrir lífi sínu. Hann er samt meðal okkar og ég er þakklátur öllum þeim sem hjálpuðu honum. Þetta var kraftaverk,“ sagði Kasper Schmeichel. „Það erfiðasta var að hugsa út í hvað gæti gerst og að konan hans og börnin hans væru að horfa upp á þetta. Þetta hefur haft mikil áhrif á allan heiminn og það hjálpar okkur að fá stuðning alls staðar að úr heiminum,“ sagði Kasper. Kasper sagði líka frá heimsókn sinni til Eriksen á sjúkrahúsið. „Það var gott að sjá hann. Að sjá hann brosa, grínast og vera þarna sem hann sjálfur. Það hjálpaði mér mikið að sjá hann. Við tölum um allt og ekkert,“ sagði Kasper og brosti breitt þegar hann talaði um heimsóknina. Kasper talaði líka vel um fyrirliðann Simon Kjær sem hefur fengið mikið hrós fyrir sína framgöngu þegar Eriksen hneig niður. Hann var fyrstur til að hjálpa Eriksen og hughreysti síðan konu hans þegar hún kom niður á völlinn. „Ég er stoltur að kalla hann vin minn. Hann er tilfinningamaður og það fengum við að sjá. Hann og Christian eru mjög góðir vinir og þetta tók því auðvitað mikið á hann,“ sagði Kasper.„Við munum gera allt sem við getum á móti Belgum. Við gerum það fyrir Christian og alla sem upplifðu þetta,“ sagði Kasper.
EM 2020 í fótbolta Danmörk Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Sjá meira