Hin 18 ára gamla Jóhanna Lea kom mörgum á óvart með því að komast í úrslit enda var hún í 944. sæti heimslista áhugakylfinga fyrir mótið.
„Mér leið bara vel. Ég náði alveg að halda mér frekar rólegri og var ekkert að hugsa um verðlaunin í dag. Ég er mjög ánægð og stolt af sjálfri mér fyrir að ná þessum árangri.“
„Þetta gefur mér aukið sjálfstraust og það er gaman að sjá að æfingar séu að skila sér,“ sagði Jóhanna í viðtali sem birtist á RÚV.
Well played Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, historic week here at @Barassie_KBGC
— The R&A (@RandA) June 12, 2021
Jóhanna is the first Icelandic player to make #TheWomensAmateur final pic.twitter.com/qaSdWoN778
Jóhanna Lea er fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst í úrslit á Opna breska áhugamannamótinu í golfi. Því miðu rbeið hún lægri hlut þar sem hin skoska Louise Duncan bar sigur úr býtum.
Jóhanna Lea er þó hvergi hætt í sumar enda fer Íslandsmótið í holukeppni fram um næstu helgi á Þorláksvelli.