Loftlagsmótmæli við G7 leiðtogafundinn Árni Sæberg skrifar 12. júní 2021 13:06 Loftlagsaðgerðarsinnar í kröfugöngu í St. Ives. William Dax/Getty Umhverfisverndarsamtökin Extinction rebellion blésu í gær til fjölmennra mótmæla í Cornwall þar sem leiðtogafundur G7 ríkjanna fer fram um helgina. Hundruðir mótmælenda tóku þátt í kröfugöngu í sjávarþorpinu St. Ives í Cornwall í gær. Tilgangur kröfugöngunnar var að vekja athygli leiðtoga sjö öflugustu iðnríkja heims á loftlagsváni. Skipuleggjendur mótmælanna, Extinction Rebellion, skilgreina sig sem samtök um friðsæla borgaralega óhlýðni. Yfirskrift mótmælanna var „Hringið bjöllunum!“ en forsprakkar þeirra hvöttu mótmælendur til að hafa eins mikil læti og þeir mögulega gátu. Mótmælendur beittu meðal annars trommum og lúðrum til að hafa hávaða. Skýr skilaboð til heimsleiðtoga „Þetta þarf að segja hátt og skýrt. Við erum að hringja viðvörunarbjöllum af því við sjáum fram á stórslys, vistfræðilegt- og veðurfarslegt hrun," sagði Melissa Carrington, talsmaður Extinction Rebellion, í samtali við Deutsche Welle. „G7 leiðtogarnir verða að vita að óljós loforð duga ekki til. Við þurfum stefnumörkun, við þurfum áætlanir, við þurfum lagasetningu og við þurfum tafarlausar og brýnar aðgerðir,“ bætti hún við. Kröfugöngunni lauk við hlið hótelsins hvar leiðtogarnir halda til meðan á fundinum stendur. Hópur aðgerðarsinna kom þá skilaboðum, frá íbúum landa sem loftslagsbreytingar hafa haft slæm áhrif á, til leiðtoganna. Mikill viðbúnaður lögreglu Lögreglan í Cornwall og Devon hefur aldrei tekist á við verkefni af sömu stærðargráðu og leiðtogafundurinn. Í tilefni fundarins voru um 6.500 lögreglumenn fluttir til Cornwall víðs vegar að af Bretlandi. Alison Hernandez, lögreglustjóri í Cornwall og umhverfi, segir lögregluna búna undir ofbeldisfull mótmæli. „Við erum með óeirðalögreglumenn á hliðarlínunum ef ske kynni að komi til óeirða. Við vonum að ekki komi til þess,“ segir hún við DW. Búist er við fjölmörgum mótmælum í tengslum við leiðtogafundinn og hefur lögreglan komið upp fjórum sérstökum mótmælasvæðum. Þegar hafa ein samtök aðgerðasinna tilkynnt að þau muni virða tilmæli lögreglu, um staðsetningu mótmæla, að vettugi. Loftslagsmál Bretland England Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Sjá meira
Hundruðir mótmælenda tóku þátt í kröfugöngu í sjávarþorpinu St. Ives í Cornwall í gær. Tilgangur kröfugöngunnar var að vekja athygli leiðtoga sjö öflugustu iðnríkja heims á loftlagsváni. Skipuleggjendur mótmælanna, Extinction Rebellion, skilgreina sig sem samtök um friðsæla borgaralega óhlýðni. Yfirskrift mótmælanna var „Hringið bjöllunum!“ en forsprakkar þeirra hvöttu mótmælendur til að hafa eins mikil læti og þeir mögulega gátu. Mótmælendur beittu meðal annars trommum og lúðrum til að hafa hávaða. Skýr skilaboð til heimsleiðtoga „Þetta þarf að segja hátt og skýrt. Við erum að hringja viðvörunarbjöllum af því við sjáum fram á stórslys, vistfræðilegt- og veðurfarslegt hrun," sagði Melissa Carrington, talsmaður Extinction Rebellion, í samtali við Deutsche Welle. „G7 leiðtogarnir verða að vita að óljós loforð duga ekki til. Við þurfum stefnumörkun, við þurfum áætlanir, við þurfum lagasetningu og við þurfum tafarlausar og brýnar aðgerðir,“ bætti hún við. Kröfugöngunni lauk við hlið hótelsins hvar leiðtogarnir halda til meðan á fundinum stendur. Hópur aðgerðarsinna kom þá skilaboðum, frá íbúum landa sem loftslagsbreytingar hafa haft slæm áhrif á, til leiðtoganna. Mikill viðbúnaður lögreglu Lögreglan í Cornwall og Devon hefur aldrei tekist á við verkefni af sömu stærðargráðu og leiðtogafundurinn. Í tilefni fundarins voru um 6.500 lögreglumenn fluttir til Cornwall víðs vegar að af Bretlandi. Alison Hernandez, lögreglustjóri í Cornwall og umhverfi, segir lögregluna búna undir ofbeldisfull mótmæli. „Við erum með óeirðalögreglumenn á hliðarlínunum ef ske kynni að komi til óeirða. Við vonum að ekki komi til þess,“ segir hún við DW. Búist er við fjölmörgum mótmælum í tengslum við leiðtogafundinn og hefur lögreglan komið upp fjórum sérstökum mótmælasvæðum. Þegar hafa ein samtök aðgerðasinna tilkynnt að þau muni virða tilmæli lögreglu, um staðsetningu mótmæla, að vettugi.
Loftslagsmál Bretland England Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Sjá meira